Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 22
usvs "Þurfum að virkja unga fólkið meira.'' "Viö höfum einn besta grasvöll landsins hér í Vík í Mýrdal og þaö þurfum viö aö nýta okkur betur.” Ólafur í USVS búningnum á grasvellinum í Vík. Ólafur Jakobsson er einn af bestu íþróttamönnum í Skaftafellssýslum og auk þess stjórnarmaöur í heimafélagi sínu í Vík í Mýrdal. Hann er hér í viðtali. Olafur Jakobsson er einn besti íþróttamaður Skaftfellinga í dag. Hann er aðallega í stökkum í frjálsíþróttum en einnig vel liðtækurblakmaður. Olafurer 19 ára, stundar nám í Menntaskólanum á Laugarvatni og vinnur í brúarvinnu á sumrin. Kunnugir segja að hann hafi náð mjög góðum árangri miðað við hversu lítið hann hefur æft markvisst. -Verður þetta ekki dálítið snúið fyrir þig í sumar, ef þið stefnið á að komast í 2. deild Frjálsíþróttasambandsins, að komast lítið á æfingar? “Það mákannski segja það. En til að byrja með förum við alltaf heim til okkar á kvöldin úr brúarvinnunni og þá getur maður æft eftir kvöldmat. En svo verð ég að spila þetta dálítið eftir hendinni.” -Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsar íþróttir? “Satt best að segja var ég farinn að keppa nokkuð áður en ég fór að æfa að ráði, í skólamótum og héraðsmótum. Eg er bara nýlega farinn að æfa eitthvað markvisst, til að mynda eftir æfingaprógrammi. Ég er kominn með æfingaprógramm frá Jóni Sævari Þórðarsyni sem verður þjálfari USVS í sumar. Svo hef ég æft uppi á Laugarvatni í skólanum. Þar hef ég aðallega verið í blaki. Ég hef verið undanfarna vetur í blakliði skólans.” -Það lið hefur verið nokkuð sigursælt ? “Jú, við höfum verið á íslandsmótinu og í Framhaldsskólakeppninni höfum við unnið mörg ár í röð. Það liggur við að það sé orðin hefð að Menntaskólinn á Laugar- vatni vinni Framhaldsskólakeppnina í blaki.” -Þú kepptir í blaki á Landsmótinu auk frjálsíþróttanna. Var Landsmótið ekki töluverð lífsreynsla? “Jú, mikil ósköp. Bæði jákvæð og neikvæð. Ég var búinn að keppa í langstökki þegar ég meiddist í blakleik, á föstudeginum. Ég marðist illaog lék ekki meira á Landsmótinu og missti af öðrum stökkgreinum sem ég hafði ætlað að taka þátt í. En það var geysilega skemmtilegt að vera þama á Húsavík. Þetta var nokkuð sem ég hafði ekki upplifað áður. Og það kom enda í ljós að ég var óvanur að taka þátt í svona stórmótum. Ég hitaði vitlaust upp og svo framvegis. En ég kom þaðan reynslunni ríkari. -Þið hafið nú haft einn besta grasvöll á landinu í nokkur ár og hafið þokkalegar aðstæður til frjálsíþróttiðkunar, miðað við íslenskar aðstæður. “Já og það er satt að segja nokkuð kyndugt að það var víst fyrir hálfgerða tilviljun að hér varð svona góður grasvöllur sem knattspymumenn segja að sé einn besti grasvöllur á landinu. Þannig var að þetta átti að verða malarvöllur og hann var unninn í upphafi sem slíkur fyrir einum tíu árum. Svo kom í ljós að hann lét mjög vel í gegnum sig vatn og þá var ákveðið að tyrfa hann. Vorið eftir var síðan garðyrkjuráðunautur hér á ferð sem skoðaði völlinn og benti mönnum á hvað hann var virkilegar fal- legur. Þetta kom fólki nokkuð í opna skjöldu. Síðar var byggt hús hér við völlinn en aldrei gengið almennilega frá því. Nú er fyrirhugað að ganga endanlega frá því í ár og koma þarna jafnvel fyrir sturtuaðstöðu ogkannski lítilli setustofu". IH 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.