Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 24
Grafarvogur 5. flokkur Fjölnis í knattspyrnu áriö 1988. Þjálfarinn er Steinþór Pálsson. Hinum megin við Gullinbrú Það var mikil stemming á litlum malar- velli í Reykjavík þegarSkinfaxi mætti þar fyrir stuttu. Hinum megin við Gullinbrú, nánar tiltekið í Grafarvogi hjá Ungmennafélaginu Fjölni. 6. flokkur yngsta félags á íslandi var á æfingu, um það bil 20 pollar og aðstandendur segja að stöðugt fjölgi á æfingum. “Fjölgunin er satt að segja ótrúleg”, segir þjálfari drengjanna, Jóhannes Bárðarson, fyrrverandi Víkingur, nú búsettur í Grafarvogi og Fjölnismaður, þegar hann er tekinn tali “Skráningar á æfingar eru nú orðnar um 300 og fjölgarenn. Við erum með 7. flokk líka. Þar hafa verið um 15 strákar á fyrstu æfingunum. Nú áðan voru þeir hins vegar um 20. Svo eru 24 strákar hjá 6. flokknum þannig að þetta gerir samtals um 44 þátttakendur. Ég held að þetta verði að teljast viðunandi árangur hjá félagi sem er nokkurra mánaða gamalt. Þessir strákar eiga í raun að vera í sama flokk en eins og gefur að skilja er það ekki mögulegt. Svo eiga sjálfsagt fleiri eftir að mæta. Þetta er að spyrjast út og tekur sinn tíma. Það má nefna eitt skemmtilegt dæmi um þetta.”, segir Jóhannes. “Um daginn var 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.