Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 14
Ómar Ómar og sigurliðið. Lengi vel stóð til að Jóhannes Ágústsson, glímufrömuður og lögregluþjónn væri í liðinu. Hann hafði hins vegar ekki tíma þegar á reyndi. Eins og á Austurlandi, að skipta því í “efra” og “neðra”. Þeir sjálfir skipta sér þannig þó sýslumörkin séu allt öðruvísi. Satt best að segja eru sýslumörkin á Aus- turlandi alveg fáránleg. Þau liggja til dæmis þannig að Fellabær eru í annarri sýslu en Egilsstaðir. Það erekki nema400 metra brú á milli. Eg kannaði eitt sinn þessa skiptingu Múlasýslna og var með það í Sjónvarpsfréttum. Það kom í ljós að skiptingin er til dæmis eftir einhverjum höfðingjadeiium á 18. öld. Enflestirvoru sáttir við þessa skiptingu mína á Austur- landi í “Efra” og “neðra”. Eina skiptingin sem var eitthvert vandamál, varmeð Skaftfellinga. Austur- Skaftfellingar og Vestur-Skaftfellingar vildu bara alls ekki vera saman í liði. Þar hefur myndast ákveðinn rígur eftir kjördæmaskiptinguna. Austur- Skaftfel- lingar vildu vera í “neðra”, með Fjarðarbúum og Vestur-Skaftfellingar voru nú bara svo stoltir að þeir vildu vera sér með lið. Það var auðvitað alveg óverjandi.” -Nú gekk “Spurt úr spjörunum” þokka- lega en “Hvað heldurðu” gerði þessa stormandi lukku, varð eins konar “Kvöldvaka Islendinga”. Bjuggust þið við þessu? Nú hlær Omar. “Eg var alveg sannfærður um að fyrsta hugmyndin um byggðakeppni væri góð hugmynd. En ég hugsaði nú ekki lengra en svo að þessi grunnhugmynd myndi fleyta lélegum þætti gegnum vetrardagskrána. Svo vissi ég auðvitað að það yrði metingur og spenna íkringum þessa þætti. Og með því að “krýna” fjórðungsmeistara teygðum við á spennunni. Eins var það mikið mál að allir fengju “heimaleiki”. En þá fannst mönnum það bara óráð í mér að ætla að komast um hávetur með 16 tonna upptökubílinn og þátttakendur á Patreksfjörð t.d. Og það voru í raun Patreksfirðingar mikið frekar en Reykvíkingar sem skildu í raun að það væri ófært að komast svona um hávetur. Eg undraðist það á sínum tíma hvað þeir tóku því vel að ekki yrði mögulegt að komast. En síðan gekk keppnin öll upp að þessu leyti. A endanum gat ekkert lið sagt að það hefði orðið útundan.” Allir innilokaðir “Varðandi Patreksfjörð var lítið mál að koma upptökubílnum á staðinn. Annað mál varð með keppendur. Að koma Strandamönnum yfir fjöllin á Patreksfjörð. Þeir voru allir innilokaðir daginn sem þeir áttu að keppa. Einn var það sérstaklega því hann komst ekki einu sinni á næsta bæ. Það var Guðmundur í Munaðamesi. Og það er nú eitt dálítið fyndið við það að Guðmundur í Munaðamesi er póstur í Arneshreppi á Ströndum og Munaðames er afskekktasti bærinn í Ameshreppi. Munaðames er nánast eini bærinn í Arneshreppi sem er nánast örugglega lokaður af yfir veturinn, jafnvel frá öðrum bæjum í sveitinni. Og Guðmundur er póstur. Nú, égflaug bara sjálfurnorðurá Stran- dir. Mér tókst að hitta þama á glennu og sætti lagi að komast til þeirra. Svo fór ég norður fyrir og til Patreksfjarðar. En Guðmundur varð að fara með dráttarvél, vélsleða og jeppa til að ná til okkar hinna.” -Nú hljótið þið að hafa fundið fyrir ríg milli héraða þegar þið voruð að koma til staðanna um allt land, svona á bak við tjöldin? “Jú, mikil ósköp. Og það komu oft jákvæðir og skemmtilegir hlutir út úr því. Til dæmis varðandi baulið sem sjónvarpsáhorfendur urðu varir við þegar tók að líða á keppnina. Það hófst nú íþætti á Egilsstöðum. En þar sendi ungur dren- gur mér Iíka skemmtilega vísu, einmitt um þetta baul, sem ég fór með og það hafði góð áhrif. En við vorum farin að hafa áhyggjur af þeim fjölda sem mætti á keppnirnar. Það voru víða slegin aðsóknarmet í samkomuhúsunum. Það var farið að 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.