Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 20
usvs Leiklistin þarf ekki Lottó ValgeirIngi Ólafsson ereinn þeirra sem eyðir ómældum tíma í að skemmta öðrum. Valgeir Ingi er formaður leik- deildar Ungmennafélagsins Armanns á Kirkjubæjarklaustri. Og gjaldkeri í stjóm Armanns. “Ég er borinn og barnfæddur hér rétt austan við Kirkjubæjarklaustur”, segir Valgeir. “Ég fór í burtu á æskuárum, í skóla, eins og gengur og gerist. Ég er hins vegar búinn að vera búsettur hér á Klaus- tri frá 1981 og kenni við skólann hér á staðnum. Og puða í leiklistinni.” Það hefur ekki verið ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í leiklistarlegum efnum á Kirkjubæjarklaustri. A efnisskránni hefur til dæmis verið Galdra Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson, Sjóleiðin til Bagdað, eftir Jökul Jakobsson, Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason og nú síðast, í smásjánni, nýtt leikrit eftir Þórunni Sigurðardóttur. “Við vorum afskaplega ánægð með þetta stykki hjá okkur, þótt maður segi sjálfur frá”, segir Valgeir brosandi. “Þess vegna var heldur leiðinlegt að það komu heldur fáir á sýningar að þessu sinni. En það eru ýmsar ástæður fyrir því. Tímasetningin hafði sjálfsagt sitt að segja, það var mikið að gera hjá fólki á þessum tíma og við gáfum ekki orðsporinu tíma til að berast af leikritinu áður en við vorum famir með stykkið í leikferð um Suðurland og til Reykjavíkur. En leiksýningar hafa alltaf verið vel sóttar hér á Klaustri. Þegar við vorum með Skjaldhamra til dæmis, komu margir sýningargestir á frumsýningu og síðan aftur á aðra og þriðju sýningu. Þannig að við þurfum ekkert að kvarta yfir aðsókn þegar á heildina er litið.” -Hvemig gengur að fá unga fólkið til að taka þátt í leiklistarvinnu? “Það gengur yfirleitt þokkalega. Það er mikið leikstarf innan skólans þannig að það er alveg skiljanlegt að ungmennafélagið troðfyllist ekki af ungu fólki tilað leika. Þaðerlíkasamstarfmilli skólans og Ármanns. Á síðasta ári var til dæmis sett upp, í samkrulli skólans og ungmennafélagsins, sýningin “Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir” og á endanum var farið í sýningarferð til Austurríkis um sumarið. Þannig að fyrst í haust voru krakkamir í skólanum alveg tilbúnir að taka sér svolitla hvíld frá leiklistinni. Svo heyrði maður það á þeim síðari hluta vetrar að þau voru alveg tilbúin að fara að taka til hendinni aftur á þessum vettvangi. En svo eru krakkamir með árshátíð og þar er mikið leikið og hver einasti nemandi kemur fram með eitthvað Valgeir Ingi utan viö félagsheimiliö á Klaustri. atriði. Það gengur aftur ver að fá eldra fólk en skólanemendur til starfa. Fólk er eitthvað feimið við þetta. Við gerðum tilraun með þetta í fyrra. Auglýstum Leiksmiðju. Fólk vissi auðvitað ekki nákvæmlega hvað gerðist í svona leiksmiðju og við gátum þess í auglýsingunni að það þyrfti ekki að taka þátt í leiksmiðjunni, gæti komið og fylgst með. Fariðogkomiðeinsogþað vildi. En það var lítil þátttaka í þessu.” -Hvernig er með fjárhaginn hjá leikdeild Ármanns. Stendur leiklistin undir sér fjárhagslega séð? Svona í ljósi lottós til dæmis. “Við sjáum nú lítið af lottófé. Félögin hafa samþykkt á tveimur síðustu þingum USVS að veita fjármagninu að mestu í sambandið (55%) þar sem félögin eru ekki svo mörg á svæðinu og héraðssambandið er því svo stór þáttur í starfinu. Undanfarin ár hefur starfsemin verið rekin með því hugarfari að hún standi undir sér og það hefur hún gert. Oftast skilað einhverjum hagnaði til félagsins. Og þegar við vorum með Skjaldhamra eftir Jónas Árnason var þetta umtalsverð fjárhæð. En auðvitað er þetta ekki neitt stórgróðafyrirtæki.” -En þið hafið auðvitað verið með mikla fjáröflunarstarfsemi eins og tíðkast. “Jú, mikil ósköp. Varðandi félagið almennt. Sérstaklega á meðan verið var að koma vinnu við íþróttavöllinn hér á staðnum í gang. Þá var sannast sagna gert allt sem mönnum datt íhug. Til dæmis tók fólk sig til eitt sinn og smurði samlokur og seldi hér í söluskálanum. Þær kölluðust “Samlokamilli sanda”og runnu úteinsog heitar lummur. Þetta var nú fyrir tíð hamborgara og pítunnar og þar að auki voru þetta einu samlokumar sem voru seldar í sjoppunni. Nú við sjáum um félagsheimilið, Kirkjuhvol, höfum gert það síðan 1982. Húsið er í eigu Kirkjubæjarhrepps og Hörgsdalshrepps en ungmennafélagið er með svo mikla starfsemi í húsinu að ákveðið var að bjóðast til þessa. Lengi vel var nokkur ágóði af dansleikjahaldi í húsinu en það hefur minnkað að undanförnu. en hér er sem sagt aðsetur Ármanns. Við höfum unnið mikið hér í húsinu að viðhaldi Þannig að þó svo lottó sé komið til leysir það ekki þann vanda sem menn standa alltaf frammi fyrir, að hafa takmörkuð fjárráð. Enn sem komið er þarf leiklistin ekki á lottói að halda.” IH 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.