Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 31
Ungmennafélagið hefur séð um 17. júní hátíðahöldin. Fyrir fáum árum var haldin hér mikil menningarvaka á hverjum vetri, svokölluð miðsvetrarvaka sem Ungmennafélagið gekkst fyrir. Einn er sá þáttur í félagsstarfinu sem ekki má gleyma, en það er blaðaútgáfan. Fyrst er minnst á blað í fundargerð frá 1909 en það dróst þar til í janúar 1911 að fyrsta blaðið kæmi út. Hét það “Baldur”, var handskrifað og lesið upp á fundum. Það kemur út fram til ársins 1941 og síðan aftur á árunum 1953-1960. Árin 1963 til 1968 var bryddað upp á nýjung í blaðaútgáfu Ungmenna- félagsins. Þá voru gefin út alls fjögur tölublöð af prentuðu blaði, “Bergþór”, sem var nefnt svo í höfuðið á Bergþóri risa í Bláfelli. Árið 1980 er svo farið að gefa út fjölritað blað og það nefnt “Litli Bergþór”, það hefur komið út óslitið síðan, þrjú tölublöð á ári, lengst af offset- prentað. Eins og fyrr kom fram var Ungmennafélagið aðalhvatinn að byggingu Aratungu og einnig síðar sund- laugarinnar. Síðasta stórvirkið er svo gerð íþróttavallar í Reykholti og verður hann vígður í sumar í tilefni afmælisins. Skógrækt hefur frá upphafi verið hluti af starfinu og þó hún hafi fallið niður um tíma þá hefur hin síðari ár verið reynt að planta út trjám og hlúa að þeim sem fyrir eru á hverju vori. Göngudag fjölskyldunnar hefur Umf. Biskupstungna haldið upp á og aldrei fellt niður síðan UMFI kom honum af stað. Einn er sá þáttur ótal inn sem hefur y ljað mörgum í vetrarnæðingnum og ýtt undir foreldrana að fylgja bömum sínum eftir í starfinu. Það er fyrirkomulag fimmtudagskvöldanna. Þá er Aratunga fullnýtt því auk þess sem sundlaugin er opin eru íþróttaæfingar fyrir yngri flokkana, bókasafnið á vegum Ungmennafélasins er opið og félagið hefur “opið hús” á setustofu sinni. Þar geta menn tyllt sér yfir kaffibolla og haldið áfram að ræða landsins gagn og nauðsynjar þar sem frá var horfið í heita pottinum. I núverandi stjóm eru: Kjartan Sveinsson formaður, Róbert Róbertsson gjaldkeri, Ingibjörg Sverrisdóttir ritari, Þorsteinn Bragason varaformaður og Sigurjón Sæland meðstjómandi. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. Ferðamenn! Egilsstaðir eru á krossgötum. Við rekum kjörbúð, söluskála olíuafgreiðslu og tjaldstæði. Verið velkomin. Kaunfélaa Héraðsbúa Egilsstöðum Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.