Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 6
Molar Huginn er ungmennafélag þeirra Fellabúa við Egilsstaði. Þar hefur ekki verið mikið starf undanfarin ár. Nú er hins vegar orðin þar nokkur breyting. Meðal áhugasamra stjórnarmanna er formaðurinn, Maríanna Jóhannsdóttir. Hún sagði í samtali við Skinfaxa að nú í sumar væru fyrirhugaðar knattspyrnuæfingar hjá litlu krökkunum. Huginn sendir tvo unglinga á þjálfaranámskeið nú í byrjun sumars og þeir taka síðan að sér knattspyrnunámskeið. Göngudagur fjölskyldunnar verður haldinn hátíðlegur á vegum Hugins, Maríanna sagði að fengist hefði öðlingsmaður til að stjóma göngunni og segjafrá staðháttum og sögu. Mikill hugur í Huginsmönnum... Halldóra Jónsdóttir starfsmaöur hjá HSK Ráöinn hefur verið nýr starfskraftur til Héraðssambandsins Skarphéðins. Sú heitir Halldóra Jónsdóttir, fyrrum frjálsíþróttakona úr UÍA. Hún hefur nú verið búsett á Selfossi um nokkurt skeið. Mun hún gegna störfum framkvæmdastjóra í júní og júlí en verður síðan í hálfu starfi eftir það með nöfnu sinni Halldóru Gunnarsdóttur sem gegnt hefur framkvæmdastjórastarfi hjá Skarphéðni í nokkur ár við góðan orðstír. Skinfaxi býður Halldóru Jónsdóttur velkomna til starfa. Þetta er nýr landsliðsþjálfari sem stjórn FRI hefur ráðið til starfa, Guðmundur Karlsson, heitir hann og væntir stjórn FRI mikils af starfi hans. Eins og Ágúst Ásgeirsson sagði frá í viðtali í síðasta Skinfaxa verður Guðmundur fyrst og fremst ráðgefandi þjálfari og er búist við að Guðmundur móti starfissvið sitt og markmið að miklu leyti sjálfur. Skinfaxi óskar Guðmundi góðs gengis í starfinu. Unnar Vilhjálmsson frá UÍA náði góðum árangri í tugþraut nú á dögunum, er hann fékk 6594 stig, og er eins víst að íslandsmetið farið að verða í hættu. Hann er í góðu formi þessa dagana, og ætlar að eigin sögn að einbeita sérað tugþrautinni í framtíðinni. Það er gott til þess að vita fyrir UÍA menn að eiga hann að á næstu árum.... Jónsmessuhátíð UÍA verður í Atlavík helgina 24.-26. júní. Þessi hátíð er byggð upp sem fjölskylduskemmtun og verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem grillveisla, ratleikur, siglingar, leiklist, jass og margt fleira. Þaðerlögðáhersla á að þetta verði vímulaus hátíð fyrir alla fjölskylduna.... usu hélt formannafund í lok apríl, og mættu þar formenn allra félaga nema tveggja, auk stjórnar USU og framkvæmdastjóra. Þar kom fram að haldin voru Dómaranámskeið og A-stigs leiðbeinendanámskeið í frjálsum 15.-17. apríl s.l., einnig var rætt um þjálfun í sumar. Þórgunnur Torfadóttir mun taka að sér þjálfum og talað hefur verið við Guðrúnu Ingólfsdóttur í sambandi við þjálfun úrvalsliðs USU. Einnig kom fram sú hugmynd að halda uppskeruhátíð að loknu sumarstarfinu og fékk hún góðar undirtektir.... Framkvæmdastjóranámskeiö var haldið dagana 4-5 júni í Vík í Mýrdal, og mættu þar framkvæmdastjórar flestra héraðssambanda á landinu. Margt var gert til skemmtunar utan fundahalda, meðal annars grill veisla og knattspyrnuleikur. Farið var í gönguferð á föstudagskvöldinu þegar búið var að sitja við í rúma tvo tíma, og skoðað nágrenni þorpsins. Daginn eftir var svo farið í siglingu á Hjólaskipi og voru Reynisdrangar skoðaðir í krók og kring og farið í land hjá stuðlabergshellinum í Reynisfjalli. Á heimleiðinni stökk maður fyrir borð þegar stutt var í land og synti síðustu metrana upp í fjöru. Þennan mann þekkja flestir sem komið hafa í Þjónustumiðstöð UMFI... 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.