Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 17
Hauskúpa Hamlets Hins vegar féllumst við alls ekki á þau rök að við hefðum rænt af þeim sigrinum. Svo er eitt atriði sem er að það er hægt að hártoga það að Hamlet megi ekki segja þetta. Frá hendi Shakespeare er ekki orð um leikmuni. Ekki orð um það á hverju hann heldur. Þannig að leikstjóri sem dytti í hug að láta Hamlet halda á hauskúpu þegar hann segir:”Að vera eða vera ekki, það er spumingin”, hann má alveg gera það. Svo er annað sem má hártoga. í vitund meirihluta fólks er það viðurkenndur misskilningur sem heldur velli hvað sem hver segir, að hann horfi á Ómar hauskúpuna. í öllum gamanþáttum, auglýsingum og svo framvegis, alls staðar utan leikhússins, heldur hann alltaf á hauskúpu þegar hann segir þessi frægu orð. Þetta er orðið hálfgert tákn í mennin- gunni. Hamlet heldur á hauskúpunni og segir: “Að vera eða vera ekki...”. Ég get nefnt annan viðurkenndan misskilning sem er hliðstæður þessu. Ef kvikmyndaáhorfendur myndu vera spurðir að því hver sé frægasta, fleygasta setningin í Casablanca? Þá myndu sjálfsagt 90 % segja; “Play it again Sam”. En hvorugurleikarinn, Humphrey Bogart eða Ingrid Bergmann segir þessi orð í myndinni. Þetta er misskilningur sem komst á kreik og hefur ekki verið hægt að kveða niður. Setningin “Play it again Sam” er orðið e.k. tákn fyrir Casablanca eins og “Að vera eða vera ekki...” er fyrir Hamlet. Asamt hauskúpunni auðvitað! Svo við Baldur vorum að setja okkur í stellingar til að verja dóminn en gerðum það nú samt ekki. Þetta er alveg eins og þegar dómarinn dæmdi vítaspymu í fótboltaleik og það reyndist vera haus en ekki hendi!” IH Tölvubókhald fyrir ungmennafélögin Formaður og framkvæmdastjóri UMFÍ ásamt þeim Tok mönnum. UMFÍ hefur ákveðið að velja bókhaldshugbúnað frá TOK, Tölvuvinnslu og kerfishönnun h.f. Þessi hugbúnaður gefur ungmennafélögunum möguleika á að tölvufæra bókhald sitt. Á síðustu árum hefur orðið geysileg félagaaukning innan ungmennafélaganna og mikill vöxtur í umsvifum. Jafnframt þessu hefur bókhaldsþátturinn aukist. Ljóst var að þörfin fyrir tölvuvinnslu bókhaldsins var orðin brýn. Því ákvað stjóm UMFÍ að stuðla að því að valið yrði samræmt bókhaldskerfi fyrir hreyfin- guna. TOK kerfið er búið að vera á markaðnum í um það bil 5 ár og hefur mikið verið notað af fyrirtækjum, endurskoðendum og bókhaldsstofum. Þá hafa mörg félagasamtök, stéttarfélög og lífeyrissjóðir þeirra valið þetta kerfi. Auk þessa mun hreyfingin fá hugbúnað sem heldur utan um félagatal, félagsgjöld og gíróseðlaútskrift. Nú þegar hvert félagið og sambandið af öðru er að tölvuvæðast, er ljóst að þetta kemur til með að hafa geysilega þýðingu fyrir hreyfinguna. Sigurður Þorsteins- son, framkvæmdastjóri UMFI, sagði í samtali við Skinfaxa að þessi samningur væri ungmennafélögunum mjög ntikilvægur. “Það eru margir forystu- menn í félögum víða um land sem hafa haft samband við mig”, sagði Sigurður, “og lýst þöri' fyrir hugbúnað sem þennan til að létta mönnum störfin. Þetta kerfi léttir mönnum mikið að halda utan um starfið og hafa gott yfirlit yfir félagana. Með þessum hugbúnaði er mögulegt að prenta út límmiða á alla félaga eða hluta félaga, allt eftir því hvað menn kjósa. Þá verður hægt að prenta út gíróseðla og svo framvegis.” Hvað varðar mismunandi gerðir tölva á það ekki að vera fyrirferðarmikið vandamál, segir Sigurður. “Mörg félög eru að festa kaup á, eða hafa fest kaup á Macintosh tölvum sem vinna eftir öðrvísi stýrikerfi en þessi forrit fráTOKgera. Þaumiðastvið svonefndar PC tölvur. Tengihugbúnaði á milli þess- ara tölvugerða fer hins vegar sífellt fram og ég hef engar áhyggjur af slíku. Félög og sambönd með Macintosh tölvur munu einnig njóta góðs af þessum hugbúnaði.” Sigurður fór með þennan hugbúnað á Framkvæmdastjóranámskeið UMFI í Vík í Mýrdal í byrjun júní. Þar voru staddir framkvæmdastjórar frá flestum héraðssamböndum og félögum á landinu og gerði fólk góðan róm að hugbúnaðinum. IH Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.