Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 29
Nýtt félag á gömlum grunni Ungir og áhuga- samir Akureyr- ingar á einum af fyrstu æfingum félagsins nýja. Ungmennafélag Akureyrar hefur nýlega verið stofnað, nú í vor. Margir eru þeir liins vegar sem telja Ungmennafélag Akureyrar elsta ungmennafélag landsins. Það var hins vegar lagt niður árið 19. En nú er sem sagt komið nýtt ungmennafélag á Akureyri. Því er fyrst og fremst ætlað að sinna frjálsíþróttastarfi sem hefur verið svo til ekkert undanfarið. Þó saga ungmennafélaga á Akureyri og í Grafarvogi í Reykjavik sé auðvitað mjög ólík er mikill hugur á báðum stöðum. Þann 17. júní var haldin þríþrautarkeppni á Akureyri á vegum Ungmennafélags Akureyrar og sundfélagsins Oðins. Þríþraut er keppni í þremur íþróttagreinum, sundi,hjólreiðum og hlaupi. Ekki eru teknar neinar hvíldir á milli greina, heldur tekur hver grein við af annarri. Keppt var í einurn flokki á Akureyri, trimmflokki. Vegalengdin var: Sund 500 m. Hjólreiðar 20 km. Hlaup 5 km. Sigurve- gari varð Agúst Þorsteinsson, lengi þjálfari í Borgarfirði og einn af bestu langhlaupurum landsins. keppnin þótti takast nokkuð vel og er fyrirhugað framhald á næsta ári og þá jafnvel í tveimur . flokkum, trimmflokki og keppnisflokki, þar sem verða þá lengri vegalengdir í hverri grein. Hafnar eru æfingar á vegum Ungmennafélags Akureyrar í frjálsum íþróttum á Akureyri. Þjálfari er hinn kunni frjálsíþróttamaður og þjálfari Cees van de Ven hfrarkæfa tNautakjöt tao5 f Kjötbollur ^ ibrúnnisósu VEISLAIHVERRIDOS í ferðalagínu, í sumarbústaðnum eða í eldhúsinu heíma. ureyrí. S. 96-21400. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.