Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 30
Afmæli Umf. Biskupstungna 80 ára Ungmennafélag Biskupstungna varð 80 ára hinn 21. apríl sl. á sumardaginn fyrsta. í tilefni afmælisins var haldin afmælishátíð í Aratungu og boðið þangað íbúum Biskupstungna, svo og brottflut- tum ungmennafélögum. Rifjuð var upp saga félagsins á fyrstu árum þess og Skálholtskórinn söng undir stjóm Ólafs Sigurjónssonar í Forsæti í Villingaholtshreppi. Félaginu bárust margargóðargjafiráþessumtímamótum, frá hreppsnefnd, félögum innansveitar, stjóm HSK og frá ungmennafélögum úr nágrannasveitarfélögum. Formaður félagsins, Jens Pétur Jóhannsson, heiðraði einn félaga. Það var Eiríkur Sæland, sem hefur starfað mikið fyrir Umf. Biskupstungna. Hann var formaður um árabil og átti stærstan þátt í að byggja upp öflugt sundstarf innan félagsins á árunum í kringum 1960, að ógleymdum þætti hans í byggingu Ara- tungu en Ungmennafélagið var aðal driffjöðrin í byggingunni og á stóran hlut í henni. Um kvöldið var síðan haldinn “dansleikur” fyrir yngstu Tungnamen- nina, 1 árs til 12 ára. Bömin skemmtu sér vel í afmælinu, dönsuðu og fóru í leiki. Óhætt er að fullyrða að ungmennafélög séu nauðsynleg stoð í félagslífi hverrar sveitar. Starfsemi Umf. Biskupstungna hefur á s.l. 80 árum spannað mjög víðtækt svið. Margir líta á ungmennafélög sem íþróttafélög fyrst og fremst og rétt er það að sá þáttur er og þarf að vera stór. Iðkun íþrótta hefur oft á tíðum verið mikil. Sund og frjálsar íþróttir æfðar reglulega, svo og körfubolti, en Umf. Biskupstungna hefur nær alltaf verið með í héraðsmóti HSK í körfubolta. Karateæfingar, skák, bridge og talæfingar hafa verið stundaðar öðru hvoru að ógleymdri glímunni sem nú er á uppleið. Iþróttaþátturinn verður ekki rakinn nánar hér. Hann væri efni í heila bók því félagið hefur átt marga afreksmenn bæði í sundi og frjálsum íþróttum. En fleira kemur til. Fyrir 80 árum síðan þegar 30 Tung- namenn komu saman að Vatnsleysu til að stofna Ungmennafélagið var öldin önnur. Fróðlegt er og skemmtilegt að heyra um starfsemina fyrstu árin. Fundir voru haldnir 6 á ári hverju og óhætt er að segja að ólíkir voru þeir því sem nú tíðkast. A hverjum fundi var rætt um ákveðið málefni s.s. skólabyggingu, málvemd, kvenréttindi, bannlög eða vínbindindi. Niðurlag fundargerðar frá 1. starfsári Ungmennafélagsins er á þessa leið: “Þá tóku menn að syngja og dansa. Einnig var glímt nokkra stund. Klukkan nálega 2 fyrir hádegi ver tekin hvíld og borðað. Að því búnu hélt Þorfinnur Þórarinsson alllangan fyrirlestur um ljósið. Síðan var aftur tekið að dansa og því haldið áfram til birtingar. Utanfélagsmenn ásamt nokkrum af félagsmönnum skemmtu sér mestalla nóttina við spil. I lok samkomunnar las Viktoría Guðmundsdóttir upp tvö kvæði eftir sr. Matthías Jochumsson: “Minni Islands” og “Þorgeir í Vík”. Fundi slitið Viktóría Guðmundsdóttir.” í þá daga var mikið fyrir því haft að komast á fundina. Biskupstungur em stór sveit og klofin að endilöngu af Tungulljóti, sjaldan var skemmtanir að hafa svo tímann varð að nýta vel. Skemmtunum ýmiskonar hefur Ungmennafélagið staðið fyrir til að gleðja og auðga andann. Má þar nefna uppsetningu Ieikrita, sem hefur verið stór þáttur í starfinu í gegnum árin. Nú síðast í vetur var í tilefni afmælisins settur upp gamanleikurinn “Ó þú” eftir þær stöllur Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Sú hefð hefur komist á að Fimm af heiðursfélögum Umf. Biskupstungna. F.v. Eiríkur Sæland, Einar Þorsteinsson. Jón H. Sigursson, Eríkur Sveinsson og Stefán Sigurðsson. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.