Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 5
Neisti , ungmennafélagiðáDjúpavogi, gefur út lítið og látlaust fréttabréf annað veifið sem dreift er í öll hús í þorpinu. í einu þeirra er sögð nokkuð skemmtileg saga af samkomuhúsi staðarins, “Neista”. Ungmennafélagið átti húsið í ein 60 ár, allt þar til það var selt hreppnum til niðurrifs, 1986. Eysteinn Jónsson, fyrirrverandi ráðherra, kom nokkuð við sögu þegar þetta hús var byggt. Mörgum finnst það sjálfsagt sýna gott fjármálavit, að lítið ungmennafélag komi sér upp heilu samkomuhúsi sem þjónar byggðinni í áratugi og er síðan selt fyrir 400.000 krónur. Fréttabréfshöfundur Neista segist ekki hafa öruggar heimildir en segir einhvern hafa sagt sér að til að fjármagna þessa byggingu hafi verið gefin út “skuldabréf ’ sem fólk gat keypt. Neðst á bréfinu stóð hins vegar þessi litla athugasemd; “Skuldabréf þetta verður aldrei innleyst.”.. Molar Knattspyrnuskóli er að verða nokkuð útbreidd og vinsæl mennta- stofnun.Einn slíkur hefurhafiðstarfsemi sína á Neskaupsstað. Skóli þeirra Þróttara er ætlaður krökkum á aldri 6. flokks í knattspyrnu eða 10 ára og yngri. Þetta er þriggja mánaða skóli og leiðbeinandi þar er Birkir Sveinsson. í fyrra voru 50 krakkar í skólanum og er búist við fjölgun í sumar. Fyrir þátttakendur í skólanum er rúsínan í pylsuendanum sjálfsagt fótbolti sem Þróttarar gefa hverjum þátttakanda... I byrjun mars síðastliðins hófst vinna við gerð nýs íþróttahúss á Seltjamarnesi sem kemur eflaust til með að þykja glæsilegt. Hið nýja íþróttahús verður staðsett við hlið þess gamla. Það verður 20x40 m. að flatarmáli, þ.e.a.s. lögleg keppnisstærð fyrir handknattleik en svo var ekki hægt að segja um gamla húsið. Ahorfendastæði verða í húsinu fyrir um 800 manns og verða þau báðum megin við völlinn. Líkast til hefurekkert íþróttahús verið byggt enn hér á landi með áhorfendapöllum beggja vegna vallarins. En það sem vekur mesta athygli við nýja húsið er um 156 fermetra fimleikagryfja. Gryfjan er bráðnauðsynleg fyrir æfingar í fimleikum. Slíkgrytja hefur hvergi fun- dist í íslenskum íþróttahúsum. Enn annað sem vekur athygli er að húsið verður vígt í ársbyrjun 1989. Skammur byggingartími það. Þessi bygging verður auðvitað bylting í fþróttaaðstöðu Sel- tyrninga en mikil þrengsli hafa verið við gamla húsið, bæði í tíma og rúmi... Sundsamband íslands hefur veg og vanda af nokkuð óvenjulegri keppni sem til stendur að halda næsta haust, líkast til eftir Ólympíuleikana í Seoul. Um er að ræða keppni milli ungmennafélagannaog íþróttafélaganna í sundi. Eins og áður segir hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvenær keppnin verður haldinogekkiheldurhvar. En eitt er.víst, að það verður spennandi keppni. Meira um þetta síðar... Sumarstarfið er hafið víðast hvar hjá héraðssamböndum og félögum. Hjá UMSS varfrjálsíþróttaliðiðítveggjadaga æfingabúðum á Feykisvelli við Stóru Akra í Skagafirði í byrjun júní. Gísli Sigurðsson, frjálsíþróttakappi, fór þar fyrir fólki. Dró það meðal annars í gönguferð á fjöll. Þá eru fyrirhuguð íþrótta- og leikjanámskeið við Sólgarða í Fljótum síðar í sumar. Sólgarðar bjóða upp á ýmislegt til leikjanámskeiða og sagði Gísli sem er framkvæmdastjóri UMSS, í samtali við Skinfaxa að hugmyndin væri að vera þama með hestaleigu, dorgveiðar og fleira skemmtilegt auk íþrótta og leikja... Glímumenn eru stöðugt að þessa dagana. Eitt af því sem þeir hafa nú komið í kring er að glíman verður tekin til kynningar á Leikjanámskeiðum Reykjavíkurborgar sem hófust 1. júní síðastliðinn. Glímusambandsmenn hafa einnig rætt við æskulýðsfulltrúa í Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði og telja þeir víst að krakkar í þessum bæjarfélögum kynnist þessari elstu fþróttagrein Islend- inga. Síðasta sumar kynntust 350 böm glímunni á þennan hátt. Það verður því um að ræða þreföldun á þessari tölu í sumar. Þá er ráðgert að fara aftur í þá skóla sunnanlands næsta haust sem farið var í með kynningu síðasta vetur. Um þessar mundir er verið að undirbúa kynningu í um 35 skólum sem ekki hefur verið farið í áður. Margar fyrirspurnir hafa borist um þessar kynningar og mun Glímusambandið reyna að sinna öllum óskum um kynningar og sýningar... Ekki láta þeir Glímusambandsmenn staðar numið með kynningu þá sem hér er að framan nefnd. Þeir verða í sumar með "Glímusumarbúðir" á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Hér er reyndar um að ræða nokkuð hefðbundnar sumarbúðir en glímunni verður að sjálfsögðu gert hátt undir höfði... Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.