Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 13
Omar, hvað heldur þú? ”Hvað heldurðu” var framhald af “Spurt úr spjörunum” sem ég datt eiginlega óvart inn í. “Spurt úr spjörunum” byrjaði í febrúar í fyrra og var ákaflega lausleg hugmynd. Hrafn Gunnlaugs-son hafði lengi verið að viðra við mig ýmsar hugmyndir sem ég þurfti alltaf að vera að segja nei við. Svo var ég orðinn svo leiður á því að segja alltaf nei, að ég sagði já, við þessari spumingakeppni.” Það er Omar Ragnarsson sem er að tala. Hann vatt sér inn í þjónustumiðstöð UMFÍ seint í maí eftir að undirritaður hafði legið í honum vikum saman um að ræða svolítið um spumingakeppnina. Ekki vantaði að Omar væri til í spjall. En Omar er upptekinn maður. Alltaf var Ómar á kafi í verkefnum fyrir fréttastofu Sjónvarps og gat ekkert látið uppi um hvað næsti dagur bæri í skauti. Ymist var hann yfir Látrabjargi eða að hann var að lenda á Vopnafirði þegar hringt var í bílasímann hans. En þetta hafðist á endanum með góðum vilja Ómars. Og hann hefur frá ýmsu að segja um þennan stórmerkilega spurningaþátt sem sumir vilja segja að hafi verið eins konar “Kvöldvaka þjóðarinnar” meðan hann stóð yfir. “Eftir að “Spurt úr spjörunum” lauk”, segir Ómar, “var verið að ræða það á Sjónvarpinu hvort ekki væri hægt að halda áfram með eitthvað svipað form sjónvarpsþáttar. Mér leist satt að segja ekki á það. Eg fór nú samt í það að upphugsa einhverjar hugmyndir. Fyrst datt mér í hug að virkja átthagafélög, fá 16 átthagafélög í svona keppni. I fyrri þáttunum vorum við búnir að vera með hjón, síðan stofnanir. Þetta gafst þokka- lega en ég var ekki ánægður. Eg var t.d. ekki ánægður með stemmninguna í sjónvarpssal. Hún varmjögmisjöfn. Svo sá ég það nú brátt að það var langbest að láta fólkið sjálft um allt land um að keppa, frekar en að vera með einhver "Það var mikð pælt fyrir þessa keppni." Ómar að störfum í Sjónvarpinu. átthagafélög í Reykjavík. Mig langaði að finna einhvem grunn sem gæti hjálpað spumingakeppninni, jafnvel þótt hún yrði léleg. Maður var sem sagt að velta fyrir sér þátttöku á landsvísu. Og hvers vegna þá ekki að fara á staðina um allt land.” Ómar lagði grófa hugmynd um þetta fyrir sína yfirmenn á Sjónvarpinu og fékk mjög jákvæð viðbrögð. “Nema að hugmynd um lið úr 32 héruðum var hafnað”, segir hann. “Ein- faldlega vegna þess að það hefði verið svo óskaplega löng keppni. Það hefði ekki endað fyrr en komið væri sumar. Það hefði hins vegar getað orðið dálítið skemmtileg keppni. Þá hefðu t.d. verið þrjú lið úr Reykjavík, eittfrá Bolungarvík, eitt frá ísafirði. Þessir nágrannabæir hefðu keppt fyrst. Akur-eyringar við Siglfirðinga, þar er gamall rígur. Norðfirðingar hefðu keppt við Seyðfirðinga. Þar er einnig gamall og viðurkenndur rígur. En þetta þótti hins vegar allt of viðamikið og langt. Og ég er nú hálf feginn að það skyldi ekki vera farið út í þetta. Um tíma var keppnin komin á ystu nöf með að halda athygli landsmanna, það hefðu ekki mátt vera fleiri þættir. Ég hafði því skipt landinu niður í 22 hluta. Ég var með alls konar útgáfur á blaði þá viku sem ég var að velta þessu endanlega fyrir mér. Það var tii dæmis spurning hvort Keflvíkingar með 7000 íbúa ættu að vera með sérstakt lið. Eins var það með Akumesinga og Vestmannaeyinga, 5000 manns, hvor staður. En svo var það ljóst að það var lang mest bilið milli stóru kaupstaðanna fjögurra og svo þess sem kom þar á eftir. Það var þannig fall úr 14000 niður í7000 manna kaupstaði. Mér þótti því verjandi að það yrðu fjórir stórbæir og allir aðrir kaupstaðir yrðu með sínu nágrannahéraði.” “Efra” og “neðra” “Á endanum lágu dálítið fomar land- fræðilegar ástæður fyrir skiptingunni. Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.