Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 27
Umf. Reykdæla 80 ára "Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd" Sumardagurinn fyrsti 1988 rann upp, bjartur, hlýr og fagur, mun hlýrri en dagarnir á undan. Fyrsti vorboðinn. Nokkuð síðbúinn. Eftir hádegið fór bílaumferð að aukast hér í dalnum og stefndu flestir þeirra að Logalandi, félagsheimili UMF Reykdæla. Út úr þeim steig prúðbúið “æskufólk á öllum aldri”. Þeir elstu um áttrætt, en þau yngstu létu sig heldur að gjöra svo vel að halda á þeim inn, hvort sem þeim likaði betur eða verr. Var einhver að tala um kynslóðabil? En hvaða erindi á þessi hópur í Logaland einmitt í dag? Jú, hann kemur til að minnast mer- kra tímamóta í menningar- og félagsmálasögu sveitarinnar. Hverfum nú nokkra áratugi aftur í tímann. Sumardagurinn fyrsti 1908 rann upp, ekki bjartur og hlýr eins og nú, heldur með norðanroki og nokkru frosti. Þó að veðrið væri ekki sem best, bar nokkuð á mannaferðum hér í sveit. Þetta fólk þaut ekki áfram í gljábónuðum bifreiðum eftir mis- sléttum eða -holóttum vegum. Nei, þá var engin bifreið til hér og enginn þurfti að tala illa um Vegagerðina vegna ósléttra vega, því þá var enginn vegur hér í sveit. Þeir sem ferðuðust gangandi fóru beint af augum. Þeir sem notuðu “þarfasta þjóninn” fóru Bugana eins og það var kallað. Einhvern tíma heyrði ég að sá sem fór ríðandi frá Kletti og inn Hálsasveit hefði þurft að ríða Reykjadalsá 36 sinnum. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti. En víkjum aftur að sumardeginum fyrsta 1908. Fólkiðsemþá varhéráferð, æskufólk, flest á tveimur jafnfljótum stefndi allt á einn og sama staðinn eins og nú. Ekki að Logalandi, því að þá var ekkert Logaland til. Aðeins nokkuð slétt grasflöt á vesturbakka Bjamagils. Gilið er enn á sínum stað, en Stekkjarflötin nú að mestu horfin undir veg, byggingar og bifreiðastæði. En göngufólkið hugsaði ekki um vegi og bifreiðar. Erindið var brýnt. Hugurinn bar það hálfa leið: ‘Ahugi æskufólksins bauð norðanrokinu birginn” segir Jón Ivarsson í grein sem hann ritaði í bókina “UMF Reykdæla 75 ára”eftirHelga J. Halldórsson. Brátt voru allir komnir á áfangastað - komnir að Deildartungu - hlaðnir orku ungmennafélagshugsjónarinnar sem gagntók þjóðina á fyrstu áratugum tuttu- gustu aldarinnar. í Deildartungu var fyrsta ungmennafélag í Borgarfirði, UMF Reykdæla, stofnað fyrir 80 árum. Þetta er ástæða þess að fólk kemur saman í Logalandi í dag til að minnast og fagna. Þó að afmælisbarnið sé nú að stíga fyrstu sporin inn í níunda áratuginn, er hér engin ellimörk að sjá. Pétur Pétursson, formaður félagsins, setur afmælishófið og býður gesti velkomna. Síðan tekur sr. Geir Waage sóknarprestur við sem veislustjóri. Vigfús Pétursson rekur í stuttu máli, en gamansömum tón, nokkra þætti úr sögu félagsins. Þá er komið að yngstu félögunum. Börn á aldrinum 6-12 ára bjóða veislugestum í “sirkus” þar sem þau komaframíýmsui ' gervum. Dýratemjari með langa svipu lætur dýrin sýna furðulegustu kúnstir. Dansmeyjar svífa um sviðið, trúðar og töframenn leika listir sínar og kraftajötnar sýna aflraunir, svo nokkuð sé nefnt. Þetta atriði vekur almenna athygli, ekki síst vegna þess hvað þetta upprennandi listafólk nýtur þess að vera virkir þátttakendur í fagnaðinum og skemmta öðrum. Að þessari sýningu lokinni syngur kirkjukór Reykholtskirkju nokkur lög undir stjóm Bjama Guðráðssonar. Nú hefst hinn sígildi þáttur í öllum stórafmælum, þ.e. ávörp og ræðuhöld. Magndís Alexandersdóttir flytur kveðjur og heillaóskir frá UMFÍ, Sigríður Þorvaldsdóttir frá UMSB, Rósa Marinósdóttir frá UMF íslendingi, Jóhann Gestssson frá UMF Brúnni, Gréta Ingvarsdóttir frá Kvenfélagi Reykdæla. Þórir Jónsson talar fyrir hönd hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps. Einnig töluðu þeir Ingimundur Ingimun- darson framkvæmdastjóri UMSB og Kristinn Björnsson sálfræðingur frá Steðja, sem starfaði hér í félaginu á árum áður, en hefur átt heima í Reykjavík um áratuga skeið. “Römm er sú taug.” Meðan ræðuhöld stóðu sem hæst átti sá er þessar línur ritar brýnt erindi, sem ekki verður tíundað nánar hér, út úr salnum. Þegar ég var á leið inn aftur, voru nokkur börn að leik í forstofunni. Einn drengjanna, ekki hár í lofti, vék sér að mér og spurði: “Er þetta fólk ennþá að tala?” Ég svaraði því játandi. Sá litli hristi Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.