Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 7
Molar Ársþing UÍA var haldið á Reyðar- firði, 7. maí síðastliðinn. Þingfulltrúar voru 68 frá 19 félögum og er þetta fjölmennasta þing í sögu sambandsins. Þing UÍA hafa lengi staðið í tvo daga, nú stóð það hins vegar í einn dag og breytti nokkuð svip þingsins. Nýr formaður U1A var kjörinn á þinginu, Hrafnkell Kárason frá Egilsstöðum, sem tók við af Adolf Guðmundssyni frá Seyðisfirði. Helsta mál þingsins var erfið fjárhagsstaða sam- bandsins. í nýlegu fréttabréfi UÍA segir Magnús Stefánsson, framkvæmdastjóri UÍA: “Þingið tók ekki eins ákveðið á þessu ináli og nauðsynlegt hefði verið en samþykkti að formannafundur skyldi haldinn á haustdögum og skyldi hann fjalla um fjárhagsstöðuna. Við gerum miklar kröfur til UÍA og veltum fyrir okkur þeirri spurningu hvemig sam- bandið geti orðið félögunum að sem mestu gagni. En önnur spuming hlýtur að leita á hugann: Hvað getum við - allur hinn mikli fjöldi í aðildarfélögum UÍA - hvað getum við gert til að lyfta sam- bandinu yfir þessa erfiðleika?”... Grindahlaupiö hjáUSVSfórfram sunnudaginn 12 júní s.l., og var hlaupið gegn um Vestur-Skaftafellssýslu frá aus- tri til vesturs. Um 65 hlauparar tóku þátt í því, og var það fólk á öllum aldri, frá 5 ára og upp úr. Mjög gott veður var fyrri hluta leiðarinnar, en á Mýrdalssandi fengu hlauparamir vindinn í fangið, og var mikið ryk og sandfok á kafla. En þegar komið var úti í Mýrdal var orðið lygnara, en þá var komin súld og var til loka hlaupsins. Það tók slétta 12 tíma að fara þessa leið, og var hlaupið yfir uþb. 350 grindur á leiðinni. Aheitasöfnun er í gangi, og verða þau notuð til að kaupa grindur fyrir USVS.... Jón Sævar Þórðarson er þjálfari hjá USVS í sumar, og er hann tekin til starfa af fullum krafti. Hann ferðast milli allra félaga sambandsins, og á fyrstu æfin- gunum voru langsamlega flestir hjá Umf. Skafta, en þar mættu 30 mans. Þess má geta að félagsmannafjöldinn er eitthvað yfir 40. Stóru félögin meiga þess vegna fara að vara sig ef svona heldur áfram... Hrafnkell Kárason, nýr formaö- ur UÍA. Skaftfellingar gegn Jóni Laugardaginn 16 apríl síðastliðinn var haldið fjöltefli í félagsheimilinu Tunguseli í Skaftártungu á vegum USVS og var Jón L. Ámason fenginn austur til að tefla. 12 keppendur mættu til leiks. Fólk hafði gaman af en forráðmenn fjölteflisins voru heldur óánægðir með þátttökuna. Fyrir nokkrum árum var haldið í Vík í Mýrdal fjölmennasta helgarskákmót sem haldið hefur verið á landinu til þessa. Keppendur voru um eitt hundrað talsins, og mikill skákáhugi í sýslunni á þeim tíma og margir drífandi einstaklingar. Re- glulegar skákæfingar voru í Vík og á Kirkjubæjarklaustri, og í Álftaveri og í Skaftártungu komu menn saman á bæjunum á kvöldin og tóku skák. Það kom þeim USVS mönnum nokkuð á óvart að ekki skyldu mæta fleiri. Þeir ætla þó að halda ótrauðir áfram og hafa upp á hinum mikla skákáhuga fólks á svæðinu. Fyrirhugað er að halda héraðsskákmót innan tíðar. Einn keppandi náði að gera jafntefli við Jón L. Ámason , en það var Salvar Júlíusson frá Jórvík. Hann er einn af þeim sem voru í skákinni fyrir nokkrum árum, og virðist engu hafa gleymt og ekki týnt niður áhuganum. Aðrir keppendur voru þessir: Gísli Vigfússon, Flögu, Gísli Vigfússon, Skálmarbæ, Jafet Vigfússon, Skálmarbæ, Ámi Böðvarsson, Jórvík, Júlíus Amar Birgisson, Norður-Hjá- leigu, Skjöldur Hilmarsson, Kirkju- bæjarklaustri, Sverrir Gíslason Flögu, Hilmar Gunnarsson Kirkjubæjarklaustri, Sveinn Gunnarsson, Flögu, Sigurður Ómar Gíslason, Hemru og Páll Pétursson, Vík. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.