Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 15
Ómar "Ég held aö sjaldan eöa aldrei hafi ég unniö meö jafn samstilltum hóp." Ómar ásamt þeim Baldri Hermannssyni og Tage Ammendrup. koma svo mikið af ungum krökkum að við urðum að setja aldurstakmarkanir og annað til að stemma stigu við að þetta færi ekki allt úr böndunum. En það var svo að smám saman, með því að ræða um þetta í þáttunum sjálfum, myndaðist viss metnaður fyrir því að eiga sem besta áhorfendur. Undir það síðasta var þetta því einnig orðin keppni um það hverjir ættu skemmtilegustu áhorfenduma. Eg tel nú, svona eftir á að hyggja, að það hafi verið Þingeyingamir sem endanlega brutu ísinn hvað þetta varðar. Þeir steinlágu fyrir reykvíska liðinu en stemmningin í salnum var stórkostleg og þeirra drengskapur var alveg sérstakur. Með þessum þætti var orðið metnaðarmál fyrir héraðið að eiga góða áhorfendur.” Samstilltur hópur “En mig langar að nefna hópinn sem vann að þessum þátttum af Sjónvarpsins hálfu. Eg held að sjaldan eða aldrei hafi ég unnið með jafn samstilltum hóp. Það þurfti aldrei að fara að setja í ákveðin hlutverkaskipti, “Vilt þú gera þetta og þú þetta.” Það var þarna ákveðinn miðjukjarni sem vann saman frá upphafi til enda. Það var eins og hugur manns að vinna með t.d. þeim Tage Ammendrup, Ásthildi Kjartansdóttur, Gunnari Baldurssyni. Gunnar varmeð okkur allan tímann, maður sem bar kannski ekki mikið á. Hann var með sviðsmyndina, stjórnaði myndspurningunum, stjórnaði mikið áhorfendum. Ég nefni hann kannski vegna þess að hann var á kafi í þessu allan tímann þó ekki bæri mikið á honum. Bara nafn á skjánum fyrir sjónvarpsáhorfendum.” “Kvöldvaka þjóðarinnar” -Nú voru sumir farnir að líkja þessum þáttum við e.k. “Kvöldvöku þjóðarinnar”. Þetta var sjónvarpsþáttur númer eitt í vetur. “Já, þú segir nokkuð. Kannski. Þetta hefur snert einhvem streng kannski. Og þetta var mjög íslenskt”, segir Omar með áherslu. “Það held ég að hafi mikið að segja. Sjónvarpið, eign íslensku þjóðarinnar, var þarna á staðnum, út um allt land. Fólk áttaði sig líka á því hvað það er mikilvægt að eiga þessa stofnun og hvað þarf í raun mikla vinnu og mikinn tíma til að gera þátt sem þennan svo vel sé. Ég held að þessir þættir hafi fært Sjónvarpið sem stofnun mikið nær fólki um allt land það kunni betur að meta það en áður. -Hvað fannst þér nú minnisstæðast úr þessum þætti, atvik, persónur, vísur t.d.? “Þetta er nú erfið spuming. Atvikin. Við reyndum alltaf að láta þessi óvæntu atvik fylgja. Eins og þegar maðurinn, hann Hreinn, datt ofan af borðinu. Þegar ég fann ekki hljóðnemann. Við reyndum að láta þetta halda sér í þáttunum.” Viðkvæmar og erfiðar ákvarðanir “En það verður auðvitað að segjast að eftirminnilegastur var þátturinn á Blönduósi. Bæði vegna tæknilegra örðugleika og vegna þess að einn kep- pandinn lést stuttu eftir að þátturinn var tekinn upp. Það voru ákaflega viðkvæmar og erfiðar ákvarðanir sem voru teknar þá. Ég ætla ekkert að draga úr því að ég lagði eindregið til að þátturinn yrði sendur út, þrátt fyrir þetta dauðsfall og þrátt fyrir stórkostlegaágallaáupptökunni. Ég vissi auðvitað að þetta myndi mælast misjafnlega fy rir en var aldrei í vafa um að þegar frá liði myndi þetta hafa verið rétt ákvörðun. Þaðvarekkihægtaðendurtaka keppnina vegna þess að einn keppandinn varhorfinn frá. Það varengin leið að segja til um það að Skagfirðingar myndu tapa aftur. Þetta var auðvitað erfið ákvörðun og orkaði tvímælis þá. En nú held ég að flestir séu mér sammála, að þetta var rétt ákvörðun. Það hjálpaði mér reyndar mikið að ég hafði áður verið með Stikluþátt þar sem einn viðmælandi minn lést í vikunni sem þátturinn átti að sendast út. En eftir að hafa rætt við aðstandendur varð niðurstaðan sú að þátturinn yrði sjálfsagt ein bestu eftirmæli sem viðkomandi gæti fengið. Að sýna þetta viðtal þó svona óþægilega bæri að. Hið sama var uppi á teningnum í vetur. Aðstandendur voru auðvitað ákaflega slegnir eftir þetta. En þeir voru á endanum sammála um að sjá hann á skjánum, á einhverri stærstu stund síns lífs, þar sem hann var aðalmaðurin í liði sem brilleraði hreinlega. Aðstandendur voru því sammála eftir miklar vangaveltur og viðræður við mig og fleiri, um að þetta yrðu ein bestu eftirmæli sem .... gæti fengið. Af þessum ástæðum verður Blönduós þáttur- inn mér sérstaklega minnisstæður.” “...yrkja þig í soll” “En hvað varðar vísur sem eftirminni- legar geta talist. Það væru kannski vísur sem ekki voru í útsendingum. Já, það var ein vísa sem var tabú, bönnuð. EftirFlosa. Nei heyrðu það má ekki. Flosi er harður höfundaréttarmaður. Auðvitað virðir maður það.” Omar hugsar sig um nokkra stund. “Bíddu við. Það var eftir að þáttunum lauk að við Hákon Aðalsteinsson vorum að yrkja á hvorn annan á skemmtun fyrir austan. Hann hafði verið að segjaeitthvað um sollinn fyrir sunnan í vísum í “Hvað heldurðu.... og ég svaraði honum svona á skemmtuninni á Egilsstöðum: Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.