Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.06.1988, Blaðsíða 21
---------- usvs "Er í öllum íþróttum sem ég kemst í" Jón Geir Birgisson í ungmennafélaginu Armanni á Kirkjubæjarklaustri er með efnilegustu íþróttamönnum í V- Skaftafellssýslu. Hann er 17 ára og kep- pir í öllum íþróttum sem hann kemst í en megináherslan verður sjálfsagt á frjálsíþróttimar í sumar. Hann keppir að sjálfsögðu í liði USVS í Bikarkeppni FRÍ í 3. deildinni sem verður haldinn á nýjum velli Ármenninga í ágúst í sumar. -Þú hefur verið að þjálfa krakkana hér á Klaustri, Jón Geir, í frjálsum íþróttum hér í félagsheimilinu. “Já, það er rétt ég hef verið með svolítinn hóp hér á æfingum. Annars get ég nú varla kallast þjálfari. Ég hefmiðlað þeim af því sem mér hefur verið kennt frá því ég byrjaði í þessu og það eru nú ekki nema tæp tvö ár síðan ég fékk einhverja þjálfun að marki. Þetta var sæmilegur hópur sem byrjaði en fór fækkandi eftir því sem á leið. Annars náði Ármann ágætis árangri á innanhússmóti USVS í frjálsum innanhúss sem var haldið í Vík um páskana. Það munaði aðeins tveimur stigum að Ármann tæki titilinn “Héraðsmeistari í frjálsum innanhúss”frá Drangi, félaginu í Vík. Við höfum ekki verið svona nálægt því í mörg ár.” -En nú er vetrarstarfinu lokið. Hvað tekur við hjá þér í sumar? “Ég er að fara til Reykjavíkur í vinnu í sumar.” -En þú ætlar að taka þátt í 3. deildar keppni Frjálsíþróttasambandsins sem verður hér á Klaustri í júlí. “Já, ég ætla að gera það. Ég er búinn að vera með æfingaáætlun frá Jóni Sævari Þórðarsyni frá því í vor og er að vonast til að komast inn á æfingar hjá einhverju félaginu í Reykjavík, til að halda mér í ®fingu. Annars hef ég ekki getað æft nægilega undanfarið. Ég hef verið í prófum við Fiskeldisskólann hér á Klaus- tri, það hefur verið nóg að gera þar. Ég var að klára síðasta prófið í morgun.” -Hefur þú verið fyrst og fremst í trjálsíþróttum? “Nei, það má eiginlega segja að ég hafi verið í öllu sem ég kemst í. Fótboltinn á sumrin með frjálsíþróttunum og körfubolti á veturna, jafnvel blak. Ég hefði mjög gaman af því að komast í handbolta, hefmikinn áhuga á honum. En eina aðstaðan hér á Klaustri er á grasi. Félagsheimilið hér er allt of lítið. Við höfum aðeins verið að leika okkur strákamir hér á grasi.” -Hvað hefurðu æft frjálsar lengi? “Að einhverju marki hef ég æft frá sumrinu '86. En maður hefur verið að sprikla í þessu svolítið lengur, taka þátt í héraðsmótum og innanfélagsmótum, fyrst og fremst til að vera með. Ég hef aðallega verið í hástökki hingað til. Ég á best l.BOm.þar. Núerégaðhugsaumað bæta við tveimur greinum, kúluvarpi og hundrað metra hlaupi. Ég fékk prógram hjá Jóni Sævari fyrir 100 metrana en ég held ég hafi þokkalega tækni í kúluna líka.” -Nú sagðirðu áðan að ykkur í Ármanni hefði gengið vel á innanhússmóti í Vík í vor. Hvað heldur þú að helst þyrfti að koma til svo framfarir verði stöðugar á næstu árum? Það er náttúrulega aðstaðan. Og hún batnar auðvitað stórum með þessum velli hér við Klaustur sem kemst í gagnið í sumar. Það er stórt skref. Svo þyrfti að verahérgóðurþjálfari viðloðandi staðinn. Þá myndi áhuginn aukast. En það má segja að þetta sé í raun allt að byrja núna. Fólk er rétt að kynnast því hvað hægt er að gera á svona litlum stað eins og Klaustri. Hingað til hafa kannski verið merktar brautir á sandinum fyrir mót. En aðstaðan hefur engin verið. Þetta verður spennandi í sumar á nýjum velli.” 1H Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.