Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1990, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.08.1990, Qupperneq 5
L E I Ð A R I Ungmennafélagshreyfingin hefur vaxið mjög hratt síðastliðin 20 ár. Félagsmenn eru nú orðnir um 40 þúsund. Ungmennafélagshreyf- ingin, sem fjöldahreyfing, þarf stöðugt að vera í sjálfsskoðun og fylgjast með hvert stefnir. Starf hreyfingarinnar byggist meðal annars á íþróttum, félagsmálum og skógrækt, en verður best lýst í kjörorðunum “RÆKTUN LÝÐS OG LANDS”. Öll þau verkefni sem félagarnir vinna að, vekja jafnan mikla athygli, ekki síst þau sérverkefni sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Eitt af stærri verkefnum ungmennafélags- hreyfingarinnar eru Landsmótin. Nú að loknu 20. Landsmóti UMFÍ, sem haldið var í Mosfellsbæ, vakna spurningar eins og sú hvort stefnan sé rétt. Óhætt er að fullyrða að markið varðandi framkvæmd Landsmótanna var sett hátt og siglt hefur verið fyrir fullum seglum. Það er ljóst að viðburður sá sem Landsmótin hafa verið eru hreyfingunni til framdráttar á mörgum sviðum. Undirbún- ingur og þátttaka félaganna sjálfra vegur þar að sjálfsögðu þyngst. Ég held að allir séu sammála um að sá undirbúningur sem fram fer hjá félögunum er mikil lyftistöng fyrir starfið í heild, þar sem mjög margir taka virkan þátt í honum. Landsmótin eru einnig mikil og góð kynning fyrir ung- mennafélagshreyfinguna. Fjölmiðlarsýndu 20. Landsmóti UMFÍ mikinn áhuga. Öll sú umfjöllun ogkynning sem á sér stað þegar Landsmót eru haldin er dýrmæt og erfitt að meta hana til fjár. Það er síðan umhugsunarvert hvort allt þetta umstang og til- stand sé þess virði. Erum viðef til vill farin aðhugsaof mik- ið um umgjörðina og útlitið á kostnað annarra hluta? Er nú kominn tími til þess að setjast niður og skoða hvert stefnir í landsmótshaldi? Þurfum við ef til vill að gera sérstaka út- tekt á starfínu í heild? Höfum við náð að laga okkur að þörf- um okkar? Öllum þessum spurningum og mörgum öðrum verðurekki svaraðhér. Staðreyndin ersú að vilji félaganna ræður. Við stjórnum sjálf þeirri stefnu sem valinerog þeim árangri sem við náum. A síðasta þingi UMFI, sem haldið var haustið 1989 lagði ég fram tillögu um að sett yrði á stofn nefnd sem skyldi skoða framtíðarstarf UMFI til ársins 2007, en þá verða samtökin 100 ára. Ég er enn jafn sannfærður um að þetta sé mjög brýnt verkefni, og vona að fulltrúar næsta þings eða sam- bandsráðsfundar nú í haust, samþykki að hrinda því af stað. Ef af verður er nauðsynlegt að nota alla þá rey nslu og þekk- ingu sem við höfum til þess að gera Ungmennafélagshreyf- inguna enn kraftmeiri. Að lokum óska ég öllum ungmennafélögum velfarnaðar í vetrarstarfinu. Sœmundur Runólfsson, stjórnarmaður UMFl. Ljósmyndasamkeppni Skinfaxa Glæsilegar myndavélar í verðlaun í síöasta tölublaði Skinfaxa var efnt til Ijósmyndasamkeppni um bestu eöa skemmtilegustu Ijósmynd sem tekin var á Landsmótinu í Mosfellsbæ 12. -15. júlí í sumar. Ákveöiö hefur verið aö fresta verölaunaafhendingu. Eru því allir þeir sem leynast meö skemmtilegar eða góöar myndir beðnir aö senda þær hiö fyrsta til Skinfaxa, Öldugötu 14, 101 Reykjavík. Gleymiö ekki aö merkja mynd- irnar meö nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Fyrstu verðlaun: Chinon Handyzoom, Ijósmyndavél meö þriggja geisla sjálfvirkri skerpustillingu og sjálfvirkri aödráttarlinsu frá Hans Petersen. Önnur og þriðju verðlaun: Chinon Belami, Ijósmyndavél, frá Hans Petersen, meö sjálfvirkri skerpustillingu, nett og meðfærilegvél. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.