Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1990, Page 30

Skinfaxi - 01.08.1990, Page 30
KNATTSPYRNA A LANDSMOTI Vaxandi áhugi á kvenna- knattspyrnu Landsmótshelgina í Mosfellsbæ voru 30 knattspyrnuleikir leiknir og fóru þeir fram áTungubökkum, í skjóli fyrir veðri, vindum og moldroki. Þaðerhátt í fjór- földun leikja frá fyrri Landsmótum. Mestu munar að nú var keppt í kvenna- knattspyrnu og voru þátttökulið í for- keppninni fleiri heldur en í öllu Islands- móti KSÍ 1989, þannig að Landsmótið hlýtur að hafa verið kærkomið verkefni fyrirkvennaknattspyrnulið, sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Knattspyrnukeppnin gekk í alla staði mjög vel, tímaáætlanir stóðust og einu áhrif veðursins voru að fresta þurfti úrslitaleiknum um 1. sæti kvenna fram á sunnudag. Margir skemmtilegir og spennandi leikir voru leiknir og knatt- spyrnan sem leikin var á mótinu var heildina litið ntjög góð, enda mörg góð lið að keppa og vallaraðstæður eins og best verður á kosið. Hart var barist og leikmenn lögðu sig alla fram við að hala inn stig fyrir sitt samband, en keppnis- lundin og leikgleðin voru alltaf í aðal- hlutverki. Konumar sýndu góöa knattspyrnu á Landsmótinu Knattspyrna kvenna Knattspyrna kvenna er sennilega sú íþróttagrein sem er í hvað mestum vexti. Fjöldi þeirra liða sem nú eru komin fram á sjónarsviðið sýnir glöggt þann mikla og vaxandi áhuga sem ríkir um allt land. í A-riðli léku UDN, UÍA, UMSK og USU sem fékk rétt til þess að keppa á Landsmótinu eftir aukaforkeppni sem Keflvíkingar sigurvissir og höfnuöu í fyrsta sæti haldin var í vor, því ákveðið hafði verið að fjölga liðum úr 6 í 8. I fyrsta leik riðilsins kom íljós að kvenna- knattspyrna á Austurlandi er í mikilli sókn, en þá mættust lið UÍA og USÚ í hörkuspennandi og góðum leik. Eftir mikla baráttu tókst Hornfirðingum að sigra 2-1 en UIA stúlkurnar, sem áttu mörg góð færi, misnotuðu m. a. víta- spyrnu. UMSK hafði töluverða yfirburði í riðl- inum, enda stór hluti liðsins landsliðs- menn. Sigur þeirra á mótinu kom því ekki á óvart, en andstæðingar þeirra hafa eflaust fengið góða reynslu af að leika gegn þeiin. Aðeins liði USÚ tókst að skora hjá þeim mark. UMSK sigraði sem sagt í riðlinum, í öðru sæti var USÚ, UÍA í þriðja og UDN ífjórða. Dalastúlkurnáðuágætum leik gegn sterku liði UÍA og tókst að skora 2 mörk. Það sem kom h vað mest á óvart í þessum riðli var góð frammistaða liðs USÚ, sannkallað “Kamerúnlið” mótsins og ekki er ólíklegt að einhverjar Horna- fjarðarstúlkur hafi á mótinu spilað sig inn í íslenska landsliðið. A-riðill úrslit: UDN - USÚ 0-5 UÍA - USÚ 1 -2 UMSK-UDN 18-0 UMSK - UÍA 10-0 UÍA - UDN 6-2 USÚ - UMSK 1 - 12 f B-riðli léku HSK, HSÞ, UMSE og USVH sem vann sér þátttökurétt eftir aukaforkeppnina og gerði sér, eins og USÚ, lítið fyrir og varð í öðru sæti riðilsins. UMSE sigraði í riðlinum, vann alla sína leiki nokkuð örugglega og fékk aðeins á sig eitt mark. Það mark var skorað af HSK stelpunum, og voru þær þó í óstuði í leiknum og töpuðu stórt, 9-1. Skarp- héðinsstúlkur voru óheppnar og hefði ósigurinn orðið minni, í mörkum talið, hefðu þær leikið um 5. sætið á mótinu í stað 7. Baráttan um 3ja sætið í riðlinum var á milli HSK og HSÞ sem gerðu jafntefli 3-3. B-riðill úrslit: HSK-UMSE 1 -9 HSÞ - UMSE 0-6 USVH- HSK 6-4 USVH- HSÞ 3-0 HSÞ-HSK 3-3 UMSE-USVH 5-0 Þegar kom að úrslitaleikjum um sæti virtistsem A-riðill hafi veriðmun sterk- ari en B, því liðin í A-riðli unnu alla leikina með miklum mun nema leikinn um 7. sæti, þar sem UDN vann Skarp- héðin 2-1. Þess ber þó að gæta, að liðin voru mismunandi óheppin hvað varðar meiðsli. Það er mikið álag að leika fjóra leiki á jafnmörgum dögum og dæmi voru um að í lið vantaði 4-5 leikmenn í úrslitaleiknum. Ohætt er að fullyrða að stúlkurnar hafi verið orðnar þreyttar, en ánægðar, þegar Landsmóti lauk, því mótið fór fram við góðar aðstæður og var virkilega skemmtilegt. Leikir uni sæti: UDN - HSK 2- 1 USÚ -USVH 8- 1 UÍA - HSÞ 9-0 UMSK-UMSE 14-0 Lokastaöa: 1. UMSK 2. UMSE 3. USÚ 4. USVH 5. UÍA 6. HSÞ 7. UDN 8. HSK / 30 / Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.