Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1990, Side 33

Skinfaxi - 01.08.1990, Side 33
SKÁK Á LANDSMÓTI Skákkeppnin var geysilega sterk Fjórtán sveitir mættu til leiks í skák- keppni Landsmóts í Mosfellsbæ. Var það mun minni þátttaka en búist var við, en engu að síður var um mjög harðsnúið lið að ræða frá hinum ýmsu héraðssam- böndum. Tefldar voru sex umferðir eft- ir Monradkerfi, en vegna fæðar keppnis- liða var ákveðið að fækka umferðum úr sjö í sex. í upphafi var ljóst að keppnin myndi standa milli Ungmennafélags AkureyrarogUngmennasambandsKjal- arnesþings. Báðarsveitirsigruðu ífyrstu umferð, með fullu húsi vinninga, en í annarri umferð skildu leiðir, er Akureyr- ingarbárusigurorðafUMSKmeðþrem- ur vinningum gegn einum. í lokaumferð urðu þeim fiestar sveitir léttvægar fundn- ar, að Húnvetningum frátöldum, en þeir gerðujafntefli áöllumborðum. Öruggur sigur UFA var í höfn og til marks um yfirburði sveitarinnar má geta þess að hún tapaði engri skák. Sveitina skipuðu: 1. borð Áskell Örn Kárason 2. borð Gylfi Þórhallsson 3. borð Rúnar Sigurpálsson 4. borð Bogi Pálsson 1. varamaður Kári Elísson Sigursveit Ungmennafélags Akureyrar í skák 2. varamaður Jakob Kristinsson Skákkeppni Landsmótsins var jöfn og spennandi, ef tvær efstu sveitir eru frá taldar og má segja að margir af bestu skákmönnum landsins hafi verið meðal keppenda. Aðstæðurvoru meðágætum, en vegna umferðar annarra keppenda um nærliggjandi skólastofur skapaðist ekki það næði sem skákmönnum er nauð- synlegt að hafa. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson og mótsstjóri Jón A. Pálsson. Úrslit: 1. UFA 20 vinningar af 24 2. UMSK 16 3. HSB 14 77,0 stig 4. UGS 14 69,5 stig 5. USAH 13 1/2 74,0 stig 6. UMSE 13 1/2 71,5 stig 7. UDN 13 1/2 59,0 stig 8. UMFK 12 1/2 - 9. HSS 11 1/2 - 10. HSH 1 1 - ll.HSK 10 - 12. HSÞ 9 vinningar 13. UMSB 8 - 14. USÚ 1 1/2 - Til stóð að birta hér í blaðinu hressilega baráttuskák úr 5. umferð skákkeppninn- ar, en vegna plássleysis verður hún að bíða næsta blaðs. BRIDDS Á LANDSMÓTI Briddsþankar að loknu Landsmóti Briddskeppnin á Landsmótinu í Mos- fellsbæ var sú fyrsta á Landsmóti sem til stiga taldi. Á Landsmótinu á Húsavík var bridds sý n i ngargrei n. Við sem st u nd- um þessa göfugu íþrótt, sem sumir vilja telja sjúkdóm eða fötlun, teljum að tími sé kominn að standa jafnfætis öðrum greinum svo sem skák. Sautján sveitir tóku þátt í keppninni frá jafn mörgum héraðssamböndum og félögum og er það ekki sem verst byrjun. Mættur var til leiks fríður hópur fólks, vissulega á mismunandi stigi í íþróttinni að minnsta kosti á pappírunum. Greini- legt var að hin ýmsu héraðssambönd lögðu mismunandi skilning í reglur um þátttökurétt. Sumir virtust teygja sig nokkuð langttil að útvíkka félagaskrána t. d. var ein sveitin skreytt með fyrirliða Islandsmeistaranna í sveitakeppninni, og fleiri dæmi af svipuðum toga mætti tína til. Nokkur taugatitringur virtist í upphafi mótsins, gengu umræðumar aðallega út á hvort tilteknar sveitir, eða einstaklingarinnan þeirraværu löglegar. Eftir fundahöld og japl, jaml og fuður var mótið síðan drifið af stað með öllum keppendum sem mættir voru til leiks. Gekk mótið áfallalaust undir styrkri og Ijúfri stjórn Isaks Arnar Sigurðssonar. Spilaðar voru 9 umferðir eftir Monrad- kerfi, 16 spila leikir. Lengst af voru það sömu sveitirnar sem stóðu í toppbarátt- unni. Einstök úrslit verða ekki rakin hér, en að loknum 5 umferðum var staða efstu sveita þannig: 1. UV 99 stig 2. UFA 95- 3. HSK 92- 4. UMFK 89- 5. -7. UÍA 81 - 5.-7. UMSB 81 - 5.-7. HSB 81 - 8. UMSK 79- Víkverji, UFA, HSK og UMFK voru í toppbaráttunni allt til enda, þó Akureyr- ingar y rðu að gefa eftir á lokasprettinum. Fyrir síðustu umferð voru sveitir Skarp- Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.