Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1990, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.08.1990, Qupperneq 38
SÝNINGARGREIN Á LANDSMÓTI Vélarvana keppnisstjóri Hvað segirðu, er keppt í siglingum? Þessi spurning heyrðist oft meðan á Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ stóð. Já siglingar voru sýningargrein eins og svo oft áður, en því miður í hálfgerðum feluleik, því siglingasvæðið var langt frá aðalkeppnissvæðinu. Keppt var á kænum á Þerneyjarsundi og seglbrettum á Hafravatni. Kænukeppnin varhaldin á sundinu milli Þerneyjar og Gunnuness. I fjörunni á Gunnunesi hafði verið komið fyrir tjaldi, kamri og dekkjum til að geyma bátana á, en keppendum þóttu aðstæðurnar frekar frumstæðar. A föstudeginum klukkan þrjú átti að hefja keppni og voru allir keppendur ti lbúnir með bátana sína, en ekkert bólaði á bát keppnisstjórnandans, sem var á leiðinni frá Kópavogi. Eftirum klukku- tíma bið fréttist af honum vélarvana í Reykjavíkurhöfn. Var þá hafist handa við að útvega annan bát, en sá bátur kom of seint, svo keppni var frestað til laugar- dags. A laugardeginum klukkan tíu byrjaði siglingakeppnin loksins og keppt var í tveimur flokkum. Veður var mjög gott, nægur vindur og bjart. Það var leiðinlegt hve fáir áhorfendur komu til að fylgjast með keppninni vegna þess hve góð aðstaða var til þess. Þeir sem lögðu leið sína út á Gunnunes voru sammála um að aldrei hefðu þeir séð eins fallega og skemmtilega keppni í eins mikilli nálægð við land, menn gátu hreinlega hvatt sína menn með köllum. Eftir tvær umferðir var haldið með kepp- endur í sturtu í íþróttahúsið að Varmá. En þá gerði rok og allt fauk sem fokið gat. Tjaldið féll niður, kamarinn lagðist á hliðina, en sem betur fer skemmdust bátarnir ekki. A sunnudeginum klukkan tíu var keppni haldið áfram og eftir tvær vel heppnaðar umferðir var pakkað saman og haldið á VarmárvöII þarsem verðlaunaafhending fór fram. Af seglbrettakeppninni er það að segja að henni lauk á Hafravatni, eftir sjö um- ferðir. Aðstæður voru mjög góðar, rok- hvasst eins og seglbrettamenn vilja hafa það. Sem sagt spurningunni um hvort keppt hafi verið í siglingum er aldeilis hægt að svara játandi. Keppni var fjörug bæði á Þerneyjarsundi og á Hafravatni. I punktamóti siglinga er keppendum gef- in refsistig sem hér segir: 1. sæti: 0 stig 2. sæti: 3 stig 3 sæti: 5,7 stig 4. sæti: 8 stig 5. sæti: 10 stig 6. sæti: 11,7 7. sæti og áfram: 6 stig að viðbættri tölu viðkomandi sætis, sbr. b. liður, 5. gr. Kappsiglingarfyrir- mæla SÍL. Úrslit í seglbrettakeppni: Refsistig: 1. Valdimar Kristinsson 17,4 2. Jóhannes Ö. Ævarsson 20,4 - 3. Böðvar Þórisson 27,7 - 4. Hrafnkell Sigtryggsson 36,4 - 5. Birgir Ómarsson 51,7 - 6. Aron Reynisson 57,7 - 7. Guðmundur Guðjónsson 78,7 - 8. Valdemar Hannesson 87,4 - 9. Jóhann Guðjónsson 93,0 - 10. Oliver Hilmarsson 95,7 - Jóhann H. Ólafsson frá Ými í Kópavogi sýnir listir sínar í opnum flokki. Siglingar Urslit í opnum flokki: 1. Guðjón Guðjónsson Kristján Jóhannesson 2. Jóhann Ólafsson 3. Sigrfður Ólafsdóttir 4. Benedikt H. Guðmundsson 5. Ingibjörg Böðvarsdóttir 6. Hólmfríður Kristjánsdóttir 7. Guðjón Jóhannesson Úrslit í Optimist: 1. Ragnar Már Steinsen 2. Bjarki Gústafsson 3. Guðrún Sigurðardóttir 4. Ragnar Þórisson 5. Guðni D. Kristjánsson 6. Agúst Kristjánsson 7. Friðrik Ottesen 8. Rakel Jóhannesdóttir 9. Laufey Kristjánsdóttir 10. Snorri Valdimarsson 11. Jens Gíslason 12. Berglind Guðmundsdóttir 13. Kristín Jóhannsdóttir Bátur Refsistig UMSK UMSK 470 3 UMSK Europe 3 UMSK “ 14,4 UMSK “ 18,7 UMSK “ 30 UMSK “ 33,7 UMSK Topper 42 Refsistig UMSK 0 UMSK 8,7 UMSK 19 gestur 21,7 UMSK 23,7 UFA 27,4 gestur 33,4 gestur 40 UFA 43 UMSK 46 UFA 49 UFA 49 gestur 57 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.