Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 8

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 8
Hver er réttarstaða slasaðra íþróttamanna? „Nú gengr maðr til leiks, fangs eða skinndráttar at vilja sínum, þá ábyrgist hann sik sjálfr at öllu, þó at hann fái mein eða skaða af.” (Um váðaverk, Jónsbók 1281, Mannhelgi, Kap. 13.) Meiðsli á íþróttafólki eru all tíð hér á landi eins og í öðrum löndum þar sem íþróttirerumikiðstundaðar. Hverskyldi vera réttarstaða íþróttamanna sem slasast við íþróttaiðkun? Iþróttafólk sem tekurþátt í fþróttaiðkun hvort heldur er æfingum, sýningum eða keppni er slysatryggt samkvæmt ákvæðum laga um almannatryggingar. Þó er sú undantekning gerð að íþróttafólk sem er yngra en 16 ára nýtur ekki slysatryggingar. Slysatrygging almannatryggingatryggirþeim, sem rétt eiga á henni, greiðslu á kostnaði vegna sjúkrahjálpar, rétt til dagpeninga í allt að 52 vikur og örorkulífeyri eða örorkubætur ef slys veldur varanlegri örorku. Örorkubætur greiðast þó ekki ef örorkutapið er metið minna en 10%. Getur hinn slasaði beint kröfu sinni að þeim sem meiðslunum olli? Bæturalmannatrygginga eru ekki háar og duga í fæstum tilvikum til þess að greiða tjón þess slasaða. Þá vaknar sú spurning hvort hinn slasaði íþróttamaðurgeti beint kröfum sínum að þeint sem meiðslunum olli, sé um slíkt að ræða. Það er ljóst að í ein- staklingsíþróttum verða slys sjaldnast rakin til annarraen íþróttamanns- inssjálfs. í hópíþróttum kann þessu að vera öðruvísi farið. Upphaf þessa pistils hefst með ákvæði úr Mannhelgibálki Jónsbókar, sem lögfest var hér á landi árið 1281. Akvæðið er enn talið gild réttarregla hér á landi og er, eins og mörg önnur Jónsbókarákvæði, að finna í Lagasafni okkarfrá 1. október 1983. Menn verða bótaskyldir vegna þess fjárhagstjóns sem þeir valda öðrum með gáleysislegri háttsemi sinni. Sú spurning vaknar hvort íþróttamaður, sem slasast í leik, vegna gáleysis mót- eða samherja eigi rétt á bótum frá þeim sem slysinu olli. Samkvæmt áðurnel'ndu Jóns- bókarákvæði ganga menn til leiks á eigin áhættu og ábyrgð. Hins vegar verður ekki fullyrt að hve miklu leyti dómstólar myndu telja ákvæði þetta eiga við nú á tímum. I því sambandi ber að hafa í huga að almennt eru íþróttir í dag ekki eins harkalegar og þær sem forfeður okkar iðkuðu. Jónsbókar- ákvæðinu yrði því tæplega beitt um þátttöku í hvaða leik eða íþrótt sem er. Fótboltadómurinn Frægurersvokallaður„Fótboltadómur” sem kveðinn var upp í Danmörku fyrir all mörgum árum. I því máli var knattspyrnumaður sýknaður af skaðabótakröfu vegna alvarlegra meiðsla sem liann olli andstæðingi í hita leiks. Var hann sýknaður þráttfyrir að sýnt þótti að hann hefði spilað grófan og hættulegan leik og með því brotið knattspyrnureglur. Talið var að sá sem slasaðist hafi með þátttöku sinni í leiknum tekið á sig ákveðna áhættu sem firrti hann rétti til skaðabóta í umrætt sinn. Að framangreindu er ljóst að sú áhætta sem íþróttamenn taka er mjög mikil. Fyllsta ástæða er til þess að hvetja til þess að bæta stöðu íþróttamanna hvað þetta verðar. Sýnist helsta aðferðin vera sú, að íþróttafélög eða samtök þeirra gangi til samninga við tryggingafélög um kaup á frjálsum slysatryggingum sem tækju til slysa íþróttafólks við æfingar og í keppnum. Þess má að lokum geta að bráðlega verður lagt fyrir Alþingi frumvarp að nýjum lögunt urn almannatryggingar. Samkvæmt frumvarpinu eru slysa- tryggingar lagðar niður sem sjálfstæð grein almannatrygginga. Verði frumvarpið að lögum óbreytt, fellur niður sú sly satrygging íþróttamanna sem áður gat, án þess að nokkuð annað komi í staðinn, að því er séð verður. Frá landsleik í knattspyrnu, Ísland-Skotland 1985. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.