Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Síða 9

Skinfaxi - 01.12.1990, Síða 9
V I Ð T A L Fær engar bætur frá almannatryggingum Arna Björk Baldursdóttir frá Kirkjubæjarklaustri varð fyrir því óhappi 31. júní í sumar að slasast í knattspyrnuleik. Hún var að leika knattspyrnu með Umf. Armanni á Kirkjubæjarklaustri við nágranna sína hjá Umf. Drangi í Vík og lenti í samstuði við markvörðDrangs. Hún var flutt til Víkur, þar sem læknirinn á Klaustri var ekki við. Arnaslasaðistmeðþeimafleiðingum að hnéskelin gekk út vinstra rnegin, og liðbönd tognuðu og rifnuðu. Nú eru fimm mánuðir síðan slysið varð og Arna er alltaf bólgin og verður að ganga með hólk um hnéð til þess að hlífa því. Hún segist verða vör við meiðslin endrum og eins, en vökvi safnist fyrir í hnénu sem þarf að fjarlægja nteð vissu millibili. Arna getur ekki spilað knattspyrnu sem stendur og læknar telja að fari hún aftur í boltann þá geti hún átt von á því að meiðslin geri aftur vart við sig. Þegar slysið varð var hún nýbyrjuð að vinna á barnaheimili, en varð að hætta að vinna, því hún þurfti að vera í gifsi í allt sumar. Arna erfædd 1. september 1974 og var 15 ára þegar slysið varð, og á því ekki rétt á greiðslu dagpeninga úr slysatryggingum almanna- trygginga. Þáöðlasthúnekki rétt til örorkubóta ef slysið leiðir til varanlegrar örorku. I samtali sem Skinfaxi átti við móður Örnu, Helgu Björnsdóttur, sagðist hún hafa þungar áhyggjur af því hvert stefni. „Ég á sjö börn og auðvitað vill maður að börnin stundi sem heilbrigðast líferni. En rnaður hlýtur að hugsa sig tvisvar um áður en maður hveturþau til íþróttaiðkunar, ef útkoman er sú, að þau fái engar bætur ef þau slasast í íþróttum.” Það er ekki enn ljóst hvort Arnahlýturvaranlegaörorku vegna slyssins, en vonandi á hún eftir að ná sér og leika knattspyrnu er fram líða stundir og óskar Skinfaxi henni góðs bata. ALLT FYRIR TRIMMIÐ /^4 • SKEIÐKLUKKUR Ifl^ jil • VEGALEN GDAMÆLAR II • HÆÐAMÆLAR 1 Vylll • PÚLSMÆLAR • ÁTTAVITAR Æai I Ódýr og einföld tœki. m m Á.ÓSKARSSON HF. AD Þverholti • Pósthólf 75 • 270 Mosfellsbæ ■ Simi 666600/667200 Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.