Skinfaxi - 01.12.1990, Page 12
VIÐTAL
Skokkari léttist úr 165 kílóum
í 130 kíló
Óli kokkur er hann oftast kallaður og
fáir vita að hann heitir Óli Theódór og
er Hermannsson. Ólier47áraog 1,90
á hæð og samsvarar sér mjög vel. Óli
byrjaði að ganga og skokka í maí 1989
vegna þess að hann var orðinn svo
máttlaus og ónógur sjálfum sér. Hann
dreif sig í Hveragerði og fékk þar góða
byrjun. „1 Hveragerði er mjög góð
íþróttaaðstaða og gott fólk sem þjálfaði
okkur, en eitt er víst að árangurinn er
undirmanni sjálfumkominn,”segirÓli.
Óli á heima í Mosfellsbænum og vinnur
hjá Vegagerð rikisins á Artúnshöfða.
Hann fer oft eftir hitaveitustokkunum
heim, en sú leið er um 8 kílómetrar.
„Mesta sem ég hef gengið voru 16
kílómetrar, þá labbaði ég frá Bergholtinu
í Sætún á Kjalarnesi á klukkutíma og
korteri. Mér finnst best að ganga og
skokka til skiptis og ég passa mig á því
að hita vel upp áður en ég byrja.
Við konan förum oft saman í fjallgöngu
og höl’um m.a. farið í átta daga gönguferð
á Hornstrandir. I sumar fórum við í
Jökulfirðina og vorum sex daga á göngu.
Við gengum 7-8 tíma á dag og allt upp
Óli kokkur á fullri ferð.
í 10 tíma. Það er yndislegt að vera úti í
náttúrunni og eftir hvert tjall og hverja
brekku er maður auðvitað mjög
ánægður.
Með göngutúrunum æfi ég þrjá daga í
viku í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ. Þar
er ég með fjölda kvenna í leikfimi.
Núnaerum við tveirkarlmennirnir. Það
er fínt að vera með konunum, þær eru
mikið harðari af sér en karlmennirnir,
við erum oft linari í teygjunum. Það er
svo gott að koma í íþróttahúsið og
sundlaugina í Mosfellsbæ. Fólkið sem
vinnur þarna er svo elskulegt og styður
mig mjög mikið. Að hitta þetta fólk
eykur líka áhuga manns.
Áður en ég byrjaði að hreyfa mig var ég
einsog múmía, fór í vinnuna og heim.
Nú vil ég ekki missa af þessu og ég verð
að fara út hvern einasta dag.
Eg ætla að halda áfram eins lengi og ég
get og ætla ekkert að gefa eftir. Ef ég
gef eitthvað eftir þá finn ég fyrir því um
leið. Þegar maður er búinn að byggja
upp þolið þá er þetta ekkert mál. Menn
eiga einfaldlega að drífa sig af stað,”
segir Óli kokkur og skokkar eftir
stokkinum.
Menntskælingar koma
bæjarbúum í gott form
Menntskælingar á Egilsstöðum hafa
staðið í stórræðum við að koma
Egilsstaðabúum ígottform. Nemendur
við íþróttabraut hafa gel'ið út bækling
þar sem í eru haldgóðar upplýsingar um
það hvernig hægt er að þjálfa líkamann
og koma honum í gott form. Og þeir
hafa ekki látið þar við sitja. Kennari
þeirra, Hermann Níelsson, hefur farið
með þeim í nokkur fyrirtæki á staðnum
þar sem kynnt hefur verið holl hreyfing
oglfkamsþjálfun. FariðvaríKaupfélag
Héraðsbúa, þar sem starfsmenn fengu
fræðslu í kaffitímanum. Hermann tók
fólkið í örvunarleikfimi og nemendurnir
kynntu bæklinginn um líkamsþjálfun.
Starfsmönnunum var boðið að mæta
um kvöldið til þess að kynna sér göngu-
og skokkþjálfun og síðan boðið að taka
þátt í leikfimi.
Þessi kynning varð til þess að
starfsmennirnir mynduðu með sér
gönguhóp og hefur starfsmannafélagið
nú tvo fasta íþróttatíma í íþróttahúsinu
á viku.
Á Egilsstöðum er rekin heilsuræktar-
stöðin Táp og tjör og segir Hermann
Níelsson að aðsókn hafi aukist eftir
þessa kynningu.
Þetta er merkilegt framtak og augljóst
hve góð áhrif þessi kynning á hreyfingu
hefur fyrir l'ólkið og starfsemina í
bænum.
„Breyttu um lífsstíl, hreyfðu þig meira,
farðu út og viðraðu hundinn, hvort sem
þú átt einhvern eða ekki,” segja
menntskælingar á Egilsstöðum.
12
Skinfaxi