Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 15
G R E I N Næg verkefni Ekki er vanþörf á að ungmennafélagar séu með á nótunum þar sem verkefni eru nægog virðastnæróþrjótandi. Sunt eru stór og önnur smærri, en flest eru þó brýnogverðurhefjaframkvæmdirstrax og standa vörð um þau sem þegar eru farin af stað. Nefnum dæmi: Úrbætur í frárennslismálum. Úrgang í örugga urðun. Öllendurvinnslaíheildarskipulagningu. Umhverfishættuleg efni í eyðingu við fullkomna aðstöðu undir ströngu eftirliti. Markviss hreinsun landsins (fjörur - vegir - fólkvangar). Og samhliða þessum verkefnum þarf að vinna að: Kynnigu á vörum sem skaðlausar eru umhverfinu. Stóraukinni skógrækt til ljóstillífunar. Aðstoð við tilraunir með mengunarlaus farartæki (rafmagns- og vetnisvélar). Stórauka eftirlit með matvælum. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Margar leiðir er Iiægt að fara til þess að bæta umhverfið, en allar eru þær til lítils gagns ef almenningur er ekki vel upplýstur um umhverfismál almennt. Það þarf því sterk samtök eins og ungmennafélagshreyfingunatil þess að upplýsa almenning um leiðir til betri vegar í þessum efnum. Miklar fórnir þaif og aukið fjármagn til þess að standa undir svo vandasömu verkefni, en málstaðurinn ersterkurog þörfin mikil. Við eigum að binda saman fjölsky lduna, útivist og umhverfismál. Gott sunnudagsskokk samhentrarfjölskyldu í hreinni náttúru er framtíðarsýn. Tímasetningar móta Undanfarin 20 árhef ég verið þátttakandi í æskulýðsstarfi ungmenna- og íþróttafélaga. Á þessum tíma hef ég á hverju ári ferðast með marga hópa á ýmsum aldri bæði innanlands og utan. Það er mikið átak og fyrirhöfn sem fylgir því að ferðast með 20 og allt upp í 80 krakka um landið lil keppni. Við sem erum í forystu fyrir æskulýðs- eða ungmennastarf höfum tekið á okkur mikla ábyrgð og foreldrar hafa sýnt okkur mikið traust. En erum við alltaf traustsins verð. Nei, því miður ekki. Mérhefurfundistskipuleggjendurmóta ekki alltaf geragreinarmun áhvort verið sé að skipuleggja mót fyrir börn eða fullorðna. Þess vegna hefég ekki alltaf verið sáttur við tímasetningar móta og get tekið sem dærni innanhúsmótið í knattspyrnu fyrir yngri flokkana. Þetta mót byrjaði fyrir nokkrum árum og er ég mjög ánægður með þá ákvörðun. En tíminn sem valinn hefur verið til Albert Eymundsson skrifar. mótshaldsins er í janúar og febrúar. Ekki þarf að deila um það að þetta er versti ferðatími ársins. Það er allt í lagi að ferðast með fullorðið fók, sem tekur ábyrgð á sér sjálft, við hvaða aðstæður sem er, en það er áby rgðarley si að ferðast með börn í ótryggri færð. Sjálfsagt skiptir það litlu máli fyrir félögin á Suðvesturhorninu hvenær mótið er haldið á meðan mótshaldið fer fram á því svæði. Þar eru allir heima hjá sér eins og segja má. Þó hefur það gerst s. 1. tvö ár að lið af þessu svæði hafa ekki öll komisl til keppninnar vegna veðurs. Við frá Sindra á Höfn misstum að mestu leyli af mótinu 1989 og aðeins helmingur komst í mótið í ár og varð tepptur í tvo daga eftir mótið. Með þessari tímasetningu er raunverulega verið að útiloka íjölda liða, sembúa viðerfiðustu skilyrðin, frá þátttöku í þessum mótum. Er það miður, því rnörg smærri félögin á landsbyggðinni eiga auðveldara með að vera þátttakendur í hópkeppni þar sem ekki þarf nenia 5-10 leikmenn í stað 11 -12 eins og í sumarknatt- spyrnunni. Eg skil vel að með ýmsar greinar s. s. handbolta, körfubolta og blak sé ekki hægt að komast hjá að nýta þessa mánuði eitthvað, en það er ekki nauðsynlegt í knattspyrnunni, þar sem aðeins er um eina helgi að ræða. Og þó að Reykjavíkurmót hefjist snemma og önnur æfingamót, má án nokkurra erfiðleika hafa Islandsmótið seinna en nú ergert eðajafnvel miklu fyrr, þ. e. a. s. að hausti. Með þessum línum vona ég að einhvers staðar fari fram umræða og skoðanaskipti um þessi mál. Viðmegum ekki gleyma okkur í allri keppninni um stig, verðlaun og titla. Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.