Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 17
G R E I N
3. Róið í sel
Tveir iðkendur setjast andspænis hvor
öðrum, spyrna saman fótum sem eru
bognir um hné, grípa höndum saman
með krumlutak'í éða handsalstaki.
Annarhefurróðurinn með bakfalli, svo
að höfuð snertir nær völlinn. Hinn
gefur mjúklega eftir með djúpri
bolbeygju og hnébeygjum. Til baka og
skipt.
Ath.: Iðkendur togast á og spyrna svo
þeir reisi hvorn annan á fætur.
4. Iðkendur snúi hægri hliðuni
sainan. stígi vinstri fótum langt til hliðar,
en jaðrar hægri fóta snertast, grípa
höndum saman í krumlu eða
handsalstaki. Togast á.
Ath.: Handsalstakerfornkveðjanorræn
og tákn um samkomulag.
6. Skaka strokk
Iðkendur snúi bökum saman í stöðu,
kræki samanörmum um olnboga. Annar
beygi sig djúpt áfram. Hinn gefi mjúkt
eftir og lyftist, beygi hné. Til baka og
skipt.
Ath.: Enda má skaksturinn með því að
annar beygir sig svo djúpt áfram með
varúð að hinn veltur um hrygg fram
fyrir hann til stöðu.
7. Olnbogatog
Við lok umsvifa í 6 snúi iðkendur saman
hliðumjaðrarhægrifótasnertist. Hægri
örmum krækt saman urn olnboga.
Iðkendur grípi saman höndum fyrir
framan sig. Togast á.
Sjowbrmífok ^3
5. Iðkendur standi í sömu sporuni og
í 4. Höndum gripið saman með
sjómannstaki. Iðkendur leitast við að
toga, ýta, gefa eftir og færa arm
viðfangsmanns til beggja hliða, svo að
hann lyfti il frá velli eða riði til falls.
8. Að olnbogast
Staðiðsem 17, losaðarolnbogakrækjur,
en armar beygðir um olnboga og
höndum gripið saman á kvið. Hvor
iðkandi leitast við að færa viðfangsmann
sinn úr sporunum með því að beita
olnboganum eða gefa snöggt eftir er
hann sækir.
9. Að reisa horgemling
Iðkandi sitji flötum beinum, dragifætur
að sér, færi hægri arm undir hnésbót
hægri fótar og grípi með hægri hendi
um eymasnepil hægra eyra. Vinstri
armur færist aftur fyrir bak og höndin
grípi um buxnastrenginn. I þessari
kryppluðu setu skal iðkandi rísatil stöðu
á vinstri fót, án þess að sleppa tökum á
snepli eða streng og hoppa þrjú hopp
áfram. Iðkandi ráði nteð hvorri hendi
hann grípi undir hnésbót, því með fætur
er eins og hendur að maður beitir öðrunt
meir.
10. Fara í eða úr brókinni hans skolla
(Skollabrókin, t. d. hnapphelda)
Iðkandi stendur og heldur fyrir framan
sig sveig, gjörð eða hnappheldu, sem er
hnesluð saman (þvermál rúntlega
axlarbreidd eða mjaðmamál viðkom-
andi) og skal þræða hana upp unt sig og
færa sig úr henni.
Skinfaxi
17