Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 18

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 18
G R E I N 11. Stökkva yfir sauðarlegg Iðkandi haldi fyrir framan sig sauðarlegg, bandi eða priki frá spannarlengd upp í axlarbreidd. Hann skal stökk va yfir tæk ið án þess að sleppa af því tökum, en hann má beygja sig áfram. Hann skal svo stökkva yfir það til baka. 12. Tveir iðkendur andspænis hvor öðrum breiði út faðminn og grípi í axlir, standi gleitt. Milli þeirraávöllinn erlagður vettlingur. Þriðji iðkandi vegi sig upp á handleggina og steypi sér niður á milli þeirra, hefur handfestu á klæðnaði þeirra og hangi að síðustu á hnésbótum eða ristum á örmum meðiðkenda sinna, svo að hann nái vettlingnum í munn sér. Hann skal síðan komast upp úr „skrokknum” með vettlinginn. 13. Rífa rifinn ræfil upp úr svelli Staðið, annarri hendi gripið um buxnastreng aftan baks. I fjarlægð frá tám sem nemi lengd til I) geirvörtu, 2) axlar 3) munns, sé lagður t. d. vettlingur eðaklútur. Iðkandinnbeygirsigíhnjám, setur lófa lausu handarinnar á völlinn og færir sig á henni þar til einhverjum „ræflinum”ernáð,helstþeimsem lengst er í. Færa skal sig til baka á lófanum. Rétta úr sér með „rifinn ræfil” milli tannanna. Ath.: Eitt afbrigði er að iðkandinn snúi hlið að ræflinum. 14. Standa upp í sauðbandi eða í þríbindu Iðkandinnsiturflötumbeinum. Hendur ábaki og hné bogin. Böndum erbrugðið um báða fótleggi, rétt neðan hnjáa, báða lærleggiogbáðaúlnliði. Skal iðkandinn svo bundinn rísa á fætur. 15. Hornaskinnsleikur (Hráskinnsleikur) Fimm iðkendur leika í senn á ferningi, sem er 4-5 m á hverja hlið. Blautt kálfsskinn eða stórt blautt handklæði er brotið saman, ekki vöðlað. Fjórir taka sér stöðu sinn í hverju horni. Sá fimmti inni á miðju. Einn hornamaður handleikur skinnið, sendir það til annars hornamanns með ýmsum „skinnleiks- brögðum”, þ. e. gabbi. Sá sem er inná reynir að ná taki á skinninu, komast inn í sendingu eða hrifsa til þess sem heldur á því og hefjast þá átök um skinnið. Sá sem missir skinn til inná-manns úr höndum sér skiptir um stöðu við hann. 16. Draga á dræsunum í Rómavegu Helmingur iðkenda stendur að baki hinna, leggur arma fram yfir herðar þeirra. Þeir taka um armana og ganga áfram út af vellinum og draga félaga sína á eftir sér. í 1. tbl. Skinfaxa árið 1991 verður áframhald kynningar á þeim gömlu og þjóðlegu leikjum sem sýndir voru á 20. Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ ísumar. Þeir þættir, sem þá verða birlir, eru Fangbrögð og Bitaleikir Þorsteinn Einarsson 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.