Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 22

Skinfaxi - 01.12.1990, Page 22
V I Ð T A L Það er von okkar að hægt verði að setja fjölskylduráðgjöf víðar upp en í Reykjavík, því við þurfum á stofnun sem þessari að halda.” Hvaö leiöbeiningar getur þú gefiö fólki í leit sinni aö trúnni? „Oskaplega vorkenni ég oft fólki sem hefur ekki þegið aðstoð trúarinnar og kirkjunnar. Eg skil það nú hvers virði það var þegar pabbi sendi mér reiðilegt augnatillit þegar ég kunni ekki að taka tillit til hans og þegja þegar hann tók þátt í messunni í útvarpinu. Ég skildi ekki þá hvað unt var að vera, en það er tillitssemin við aðra sem er svo mikilvæg. Trúin á að kenna okkur tillitssemi og ræktarsemi. Ræktarsemi birtist m.a. í því hvernig við göngum um, við sýnum kirkjunni okkar ræktarsemi með því að vera ekki fjarri henni, viðsýnum umhverfinu ræktasemi með því að eyða ekki því sem G uð hefur treyst okkur fyrir. Og við sýnum fjölskyldunni þessa tillitssemi og ræktarsemi með því að hlúa hvert að öðru og reyna að skilja hvert annað. Ég vil ráðleggja fólki, sem ekki hefur þegið þennan kristilega arf heiman að frá sér, að skoða sjálft sig. Athugahvort því myndi ekki líða betur ef það liti hærra og tæki sér eitthvað fyrir hendur sem er meira en þetta hversdagslega. Þaðgeturenginnbreytt heiminumnema að byrja á sjálfum sér. Það er þetta sem kirkjan er að segja börnum, unglingum, foreldrum og öðrum: Við viljum hjálpa þér til þess að byrja á sjálfum þér. Það ere.t.v.þettasemforeldrarnireigaerfitt með að átta sig á, við ætlum ekki að ala upp bömin fyrirforeldrana, en við viljum gjarnan ala foreldrana upp með börnunum, því stundum þarf að gera það. Með því að ganga til móts við kirkjuna sína og söfnuðinn og hafa það að markmiði að barnið hafi gott af, eru foreldrar raunverulega að opna sál sína og líl'fyrirGuði. Fyrsta skreffólks erað horl'a með ábyrgð á framtíðina. Ef fólk heldur áfram að þroskast, sér það að það geturekki hugsað unt framtíðina, nema trú komi þar einhversstaðar fram. Ég ráðlegg fólki að Iesa Nýja „Jólin eru trúarhátíö fjölskyldunnar". testamentið, ætla sér ákveðinn tíma á dag til bæna, hvort sem við köllum það bæn eða hugleiðingu, fara í kirkju, taka í höndina á barninu og hjálpa því. En það er ekki hægt að krefjast kraftaverks um leið og maður segir, jæja Guð, nú er ég tilbúinn, gerðu mig nú trúaðan. Við verðum að gæta þess að missa ekki fótanna í þessu þjóðfélagi fjölbreytn- innar og halda að sérhvert nýtt hljóti að vera betra en það sem dugði pabba og mömmu. Ogefeinhverkemurtilþínog segir að það sé þvílíkur máttur í ákveðnum steini að þú verðir að handleika hann, eða segir að þú verðir að setja á þig eitthvert armband því máttur þess svo mikill, þá vil ég heldur segja: Það er annar steinn sem ég vil benda þér á, og það er annað armband sem ég vil heldur að þú takir. Það er steinn kirkjunnar sem Jesú talar um, hann dugar okkur og annbandið er þegar við tökum í höndina hvert á öðru og myndum þannig lifandi sveig í kirkjunni okkar, það dugar best. Um leið og þú tekur fyrrnefndan stein þá ertu hætt að hugsa um h vað þú getur sjálfurog heldur að máttur steinsins móti þig. Ég hef oft hugsað um livað það hlýtur að vera fólki mikils virði að liafa sótt kirkju og kynnstprestinum sínum þegar eitthvað sorglegt kemur fyrir í fjölskyldunni. Hvað það hlýtur að vera mikils virði að fá prestinn, sem vin fjölskyldunnar, inn í stofu lil þess að bera fólki váleg tíðindi, heldur en einhvern embættismann og þar með fulltrúa dauðans. Fólk þarf að hagnýta sé þann möguleika sem það hefur, fólk þarf líka að stíga fyrsta skrefið. Þó ég segi að við séum að reyna að hafa frumkvæðið þá verður fólkið að vera með okkur, því húsvitjanir eru ekki framkvæmanlegar í þéttbýli. Fólk þarf að gera kirkjuna sína að hluta daglegs lífs, stóru stundarinnar, gleðinnar og sorgarinnar, þá sér það prestinn, tekur í höndina á honum og hann verður ekki framandi lengur. Það þarf mikið á honum að halda og þessi persónutengsl eru mikils virði. Ég held því fram að þrátt fyrir mis- munandi uppeldi, þá séum við íslend- ingar trúaðir. Við erum búnir að lifa í nálægð við náttúruöflin, sjóinn, eldgos og hafís, það kennir okkur að við getum ekki bara treyst á okkur sjálf. Og líka hitt, þú verður að hjálpa þeim sem á heima á næsta bæ.” Hvaö augum lítur kristin trú íþróttir? „Kristin trú vill styðja allt sem er manninum til heilla og góða og ég held að íþróttirséu alveg bráðnauðsynlegar, ekki endilegakeppnisíþróttir, heldur það að gera eitthvað fyrir líkamann. Líkaminn er musteri Guðs og maður á að gæta hans. Fimmta boðorðið segir: Þú skalt ekki mann deyða. Það áekki bara við það að ég taki byssu og hleypi af, það snýr líka að sjálfum mér. Mér ber að varðveita það sem mér er gefið og ég fæ ekki annan líkama þó svo hægt sé að framkvæma líffæraflutning. Mér ber skylda til þess að hugsa svo vel um þennan skrokk minn sem ég mögulega get og íþróttirnar eru lykilinn að því.” 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.