Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 26

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 26
G R E I N Fullkomin neðanjarðar íþróttahöll var leyndarmál í nóvember árið 1989 komu hingað til lands 10 Austur-Þjóðverjar og dvöldu hér í vikutíma. Það var Vináttufélag íslands og Austur-Þýskalands sem stóð fyrir komu þeirra, en UMFI var beðið um að taka á móti fólkinu og hafa veg og vanda af dvöl þeirra hér. UMFI fékk síðan heimboð frá Austur- Þýskalandi og hélt fimmtán manna hópur frá Islandi þann 21. ágúst síðastliðinn og dvaldi þar til 1. september. Þessi ferð var á margan hátt ánægjuleg, en við ferðalangarnir vissum ekki hvað beið okkar handan járntjaldsins. Þegar við ókum gegnum Austur-Berlínblasti viðokkurvíðfrægur bílafloti Austur-Þjóðverja, Trabantar í röðum. Húsin virtust öll veraeins, sex hæðablokkiránsvala. Þegarviðstigum úr rútunni fyrir framan hótelið í A- Berlín lá við að menn næðu ekki andanum vegna mengunar. Mengunarvarnir í Austur-Þýskalandi eru mjög skammt á veg komnar, en ástæðan fyrir hinni miklu mengun þetta kvöld var sú að lítið hafði rignt síðustu daga. Margirmarkverðirstaðirvoru skoðaðir og eitt er víst að túlkurinn okkar, Susan Nagel, sem talar góða íslensku, bar okkur á höndum sér. Við skoðuðum múrinn, fórum til Sachsenhausen- fangabúðanna, þar sem Leifur Miiller þurfti að dvelja og skoðuðum TómasarkirkjunaíLeipzig. Enátorginu fyrir framan kirkjuna urðu mótmæli lýðræðissinna einna áköfust og lögðu þaugrunninn aðfallialþýðulýðveldisins að margra áliti. Rétt utan við Austur-Berlín er Waldfrieden, sem var bústaður Austur- Þýsku ríkisráðsmannanna. Við vorum, að sögn, fyrsti erlendi hópurinn sem var hleypt inn fyrir múrana, sem umluktu 800 fermetra einbýlishús Erichs Honeckers og samstarfsmanna hans. Innan múrveggjanna var sérstakt sjúkrahús, sérstakt kaupfélag og sérstök íþróttamiðstöð. I hverju 800 fermetra húsi, sem búið var betri húsbúnaði en gengur og gerist, var m. a. sérstök íbúð fyrir þjónuslufólk og bókasafn, sem ekki var af verri endanum. Ef að var gáð mátti þar sjá bækur Nóbelskáldsins, Halldórs Laxness íhillum. Þessi staður, Waldfrieden, hefur nú fengið nýtt hlutverk, þar er nú rekin endurhæfingarstöð fy rir ýmsa sjúklinga. Húsin í Austur-Berlín voru mörg hver í mikilli niðurníðslu. Akveðið hverfi borgarinnar bar af, enda var það sýnt gestum og átti að vera til merkis um yfirburði sósíalismans. Margirsundáhugamenn voru í hópnum og rann langþráð sund upp þegar við fórum í sund í A-Berlín. Þá urðum við hissa, sundhöllin var hreint út sagt stórkostleg. Þar varfullkomin æfinga- og keppnislaug, barnalaugar og pottar, laug sem framkallaði öldugang með vissu millibili og var engu líkara en menn væru úti á rúmsjó. Mikill fjöldi var af ljósalömpum og gátu hvítir kroppar legið í friði fyrir luktum dyrum og einnig í röðum rétt ofan við laugarbakkann. Eftirsundið vargengið um íþróttamannvirkið, en af göngum hússins varhægtaðsjáinn í íþróttasalina. Greinilegt er að hér var ekki skorið við nögl. I Leipzig var skoðaður frægur íþróttaskóli, Deutsche Hochschule fiir Körperkultur. Skólinn er vel búinn tækjum og sérhver íþróttasalureinungis notaður fyrir ákveðnar íþróttagreinar. Þá er þar safn ýmissa listmuna og minjagripa viðkomandi íþróttum. Tveir Islendingar hafa stundað nám við íþróttaskólann, þau Ingimar Jónsson og Helga Alfreðsdóttir. Við skólann störfuðu 500 kennarar og voru nemendur um 2000. Ekki er að undra að A-Þjóðverjar hafi staðið framarlega í íþróttaheiminum þar sem kennari var fyrir hverja fjóra nemendur. Nú er þessi staða hins vegar breytt þar sem mörgum íþróttakennurum hefur verið sagt upp störfum vegna sameiningarinnar. Rétt utan við A-Berlín uppgötvaðist nýlega mjög fullkomin íþróttamiðstöð sem byggð var neðanjarðar. Þar gátu ólympíufarar æft við beslu hugsanlegu aðstæður. Iþróttamaður sem átti að fara hinumegin á hnöttinn til þess að keppa gat æft við sömu aðstæður og voru á 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.