Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Síða 29

Skinfaxi - 01.12.1990, Síða 29
G R E I N Framtíðarskipulag Þrastaskógar, náttúruperlu fjölskyldunnar Hinn lB.októberárið 1911 gafTryggvi Gunnarsson Ungmennafélagi Islands 45 hektara landssvæði úr Öndverðar- nestorfunni í Grímsnesi til þess að rækta þar skóg. Landssvæðið var nefnt Þrastaskógur árið 1913, þar sem urmull þrasta gerði sig heimakominn í skóginum og gerir enn. Árið 1912 var Þrastaskógur girtur og hefur skógurinn verið á náttúruminjaskrá síðan árið 1984. Árið 1913 hófst skipulagt skógræktarstarf í skóginum, fræjum var sáð og hafin gróðursetning ýmissa trjátegunda. Trjátegundir eru orðnar tjölmargar, en mest ber á sitkagreni og stafafuru, og virðist Þrastaskógur vera kjörlendi fyrir þá síðarnefndu. Margar fágætar trjátegundir finnast í skóginum og má þar helst nefna ýmsar þintegundir, s.s. fjallaþin. Einnig finnst þar blágreni og eru blágrenitrén með þeim hæstu, sem finnast á landinu. Frá upphafi hafa um 180 þúsund plöntur, m.a. frá Canada, Síberíu og Noregi, verið gróðursettar í Þrastaskógi. Þjónustumiðstöðin Þrastalundur liefur verið í eigu UMFÍ síðan 1965. Þar hefur verið rekin veitingasala og er Þrastalundur mjög vinsæll áningarstaður ferðalanga sem fara um Grímsnesið. Árið 1970 var íþróttavöllurinn í Þrastaskógi fullgerður. Framkvæmdir höfðu staðið yfir með hléum allt frá 1964. Það verk varmikil vinna, sprengja þurfti hraunhóla, aka uppfyllingu og gróðurmold ívöllinn,gerafrárennsIiog leggja þökur. Þórður Pálsson skógarvörður stjórnaði fyrst verkinu, en síðar Hafsteinn Þorvaldsson, sem þá var formaður UMFl. Iþróttavöllurinn hefur verið mikið notaður, þar hafa verið íþróttamót, æfingarog völlurinn hefurveriðnotaður sem leiksvæði og tjaldsvæði. Ungmennafélaga hefur lengi dreymt um að gera þessa náttúruperlu, Þrastaskóg, að aðgengilegra útivistarsvæði, samverustað fjölskyldunnar, þar sem hægt væri að skoða yndislega íslenska náttúru og dvelja við leik og íþróttaiðkun. Á stjórnarfundi UMFI sem haldin var í V ík í Mýrdal í maí 1988 var ákveðið að efna skyldi til hugmyndasamkeppni unt framtíðar- skipulag og notkun Þrastaskógar. Hugmyndasamkeppnin varhaldin 1989 og alls bárust fjórtán mjög frant- bærilegar tillögur. 1. verðlaun hlutu þeir Pálmar Kristmundsson og Björn Skaptason. Megintilgangur keppninnar var að fá hugmyndir að sem fjölbreyttustu athafnasvæði fyrir almenning, sérstaklega hvað útivist og íþróttir varðar. Skipuð var nefnd til þess að vinna úr þeim tillögum sem fram komu í keppninni. I nefndinni áttu sæti Finnur Ingólfsson formaður, Sæmundur Runólfsson, Hafsteinn Pálsson, Egill Heiðar Gíslason og Þórir Haraldsson. Skilaði nefndin störfum l'yrir 27. sambandsráðsfund UMFI, sem haldinn var í Nesjaskóla 3. nóvember s.l. Á fundinum voru niðurstöður nefndarinnar kynntar, en Vífill Magnússon arkitekt hel'ur fært þær í myndrænt form. Fundarmenn voru mjög ánægðir með niðurstöðurnar og var samþykkt að fela stjórn UMFÍ að fá fyrirliggjandi teikningu um skipulag Þrastaskógar samþykkta hjá skipulagsyfirvöldum. Voru menn sarnmála um að vinna skyldi áfram eftir tillögunum og stefnt skyldi að því að hefja framkvæmdir á næsta ári. Þá skyldi leggja áherslu á göngustígagerð, uppsetningu hrein- lætisaðstöðu í skóginum og uppbygg- ingu verslunar- og þjónustuaðstöðu við Þrastalund. Ungmennafélagar hljóta að fagna þessari samþykktoglítabjörtumaugum til þeirra stunda sem þeir eiga eftir að njóta í Þrastaskógi. Samkvæmt samþykktinni verður Þrastaskógi skipt í fjögur svæði: 1. Þrastalund. 2. Suðursvæði, sem er svæðið frá Þrastalundi inn að íþróttavelli. 3. Miðsvæði, sem er íþróttavöllurinn og næsta nágrenni. 4. Norðursvæði, sem ersvæðið norðan íþróttavallarins. Svæðið kringum Þrastalund verður hannað þannig að það geti þjónað Þrastaskógi og sumarbústaðasvæðinu í nágrenninu. Gerterráðfyrirverslunog veitingaaðstöðu, bensínstöð, bíla- stæðum og aðstöðu fyrir veiðimenn, starfsfólk og eftirlitsmann. Sérstök áhersla verður lögð á þjónustu við ferðafólk. Byggingarnar verða hannaðar með það fyrir augum að þær falli vel að landslaginu, verði hagkvæmar í notkun, ódýrar í byggingu og hægt verði að nota þær allt árið. Suðursvæðið, sem er að mestu skógi vaxið, verður það svæði skógarins sent verður látið halda þeirri mynd sem það er í, þó verða settir göngustígar og áningarstaðir og skógurinn grisjaður. Á miðsvæði verður byggður UMFÍ- skáli þar sem hægt verður að taka á móti íþróttahópum til gistingar í svefnpokaplássi. Þar verður búnings- og snyrtiaðstaða,borðsalur,lítiðeldhús og áhalda- og tækjageymsla. íþrótta- völlurinn verður sniðinn að þörfum fjölskyldunnar, þar verður hægt að leggja stund á almenningsíþróttir, fara í leiki og eiga góða stund við heilbrigða líkamsþjálfun. Á norðursvæðinu verður gert ráð fyrir mörgum litlum rjóðrum sem verða ætluð fyrir tjöld. Aðstaða verður fyrir tjaldvagna, ásamt hreinlætisaðstöðu og bílastæðum. Sumarhús UMFl verða staðsett norðan tjaldsvæðanna og bátavík verður staðsett við Álftavatn, þar sem gert verður ráð fyrir að hægt verði að stunda vatnaíþróttir. Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.