Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 32
sumir lilutar stærri en þeir eru.
Lystarstolssjúklingar forðast mat og
telja sér trú um að hann sé óþarfur og
ógeðslegur, sumir stinga fingrunum
ofan í kok til þess að kasta upp og koma
þannig í veg fyrir meltingu og
næringarupptöku. Einnig ganga sumir
sjúklinganna það langt að nota
þvagræsilyf og hægðalosandi lyf.
Lífsgleði og lífslöngun dofnar og er
talið að helmingur þjáist af depurð og
margir af kvíðatilfinningu.
Félagsleg einkenni
Varðandifjölskyldunakemuruppmikil
valdatogstreita á heimilinu í sambandi
við mat, því fjölskylda sjúklingsins er
alltaf að spyrja hvers vegna hann borði
ekkert og getur þetta leitt til þess að
sjúklingurinn fer að stjórna heimilinu í
gegnum mat. Eftir því sem lengra líður
á sjúkdóminn einangrast sjúklingurinn
vegna þess hve skapferli hans er erfitt
og sveiflugjarnt, þannig að fólk á í
erfiðleikum með að umgangast hann og
sjúklingurinn dregur sig inn í skel sína.
Orsakir
Tilgátur unt orsakir eru margar og
misjafnar. Nýjasta tilgátan er sú að
Lystarstol sé ein tegund fíknar,
sveltifíkn. Öll fíkn grundvallast á
sjálfseyðingarhvöt, hvort sem um er að
ræða áfengis-, eiturlyfja-, þjáninga- eða
sveltifíkn. Flestir eru því sammála að
um sam verkandi orsakaþætti sé að ræða,
jafnt líkamlega, andlega og félagslega.
Ein elsta tilgátan er sú að sjúkdómurinnn
sé afleiðing ótta við að verðafullorðinn.
Einstaklingurinn hafi óbeit á þeim
breytingum sem verða við kynþroska
og vilji þannig með þessum
megrunaraðgerðum hverfa aftur til
bernskunnar. Enn ein tilgátan er sú að
orsakanna sé að leita í fjölskyldu
sjúklingsins og að hann sé einkennisberi
fjölskyldunnar.
Einnig má nefna að atferlisfræðingar
telja Lystarstol vera lært atferli, eins og
önnur tilbrigði mannlegrar hegðunar
sem koma fram vegna áreita í
unthverfinu. Þeirri skoðun hefur mjög
vaxið fylgi að ýmsir félagslegir þættir
ýti undir Lystarstol. Hin dáða granna
kvenímynd erhyllt á öfgakenndan hátt.
Slíkt hlýtur að setja mark sitt á
unglingsstúlkur sem eru á miklu
umbrotaskeiði í lífi sínu.
Horfur og meöferð
Framvindu sjúkdómsins, Lystarstols, er
erfitt að meta sökum þess hve ein-
staklingsbundinn hann er. Skanrm-
tímaárangur af sjúkrahúsmeðferð er
yfirleitt góður, en langtímaárangur er
erfiðar að meta. Erlendar athuganir
sýna að 40-50% Lystarstolssjúklinga
ná ful I um bata, 20-30% batnar verulega,
en verðaekki með öllu einkennalausir í
nokkur ár. Önnur 20-30% eiga við
einkenni að stríða um langt skeið og
dánartíðni er í kringum 5% (5).
Sjúkdómstilfellin eru margvísleg og
sjúklingar mismunandi veikir, bæði
andlegaoglíkamlega. Horfurfaraalltaf
eftir því hversu góða meðferð
sjúklingurinn fær. Frumskilyrði þess
að Lystarstolssjúklingi batni erað hann
þyngist og til þess þarf hann að fást til
þess að borða. Oftast þarf að flétta
saman nokkrum meðferðarformum til
þess að ná fram bata. Helstu
meðferðarformin eru:
* Lœknisfrœðileg meðferð.
* Lyfjameðferð.
* Félagslegur stuðningur.
Miklu máli skiptir að ná gagnkvæmu
trausti meðferðaraðila og sjúklings.
Margar orsakakenningar eru uppi um
þann sjúkdóm sem hér hefur verið rætt
um, en engin ein er talin betri en önnur.
Of lítið hefur verið fjallað urn þennan
sjúkdóm hér á landi. Engar ábyrgar
tölur eru til um tíðni sjúkdómsins á
Islandi, en gera þarf gangskör að
rannsóknum íþeimefnum. Nauðsylegt
er að hrinda af stað fyrirbyggjandi
aðgerðum, s.s. fræðslu í grunnskólum
sem væri þá í höndum hjúkrunar-
fræðinga. Erlendar tölur sýna aukna
tfðni sjúkdómsins og engin ástæða er tiI
að ætla að hann sé sjaldgæfari hér á
landi en annars staðarog því erbrýnt að
fyrirbyggjandi aðgerðirhefjist sem f'yrst.
Heimildir:
1. Ironbar, N. Okon. 1983.
Self-instruction in Psvchiatric Nursing.
Bailliére Tindall, London.
2. Krause, Marie V. & Mahan, L. Kathleen.
1984.
Food, Nutrition and Diet Therapv,
W. B. Saunders Company, Canada.
3. Laywood, Alison. 1989.
“Anorexia Nervosa: A view front the inside”.
Nursing Times 85. árg., 18. tbl., bls. 48-49.
4. Magnús Skúlason, Eiríkur Örn Arnarson
& Ingvar Kristjánsson. 1985.
"AnorexiaNervosa: Lystarstolafgeðrænum
toga.”
Læknablaðið 71. árg., 5. tbl., bls. 161-167.
5. Sigrún Á. Markúsdóttir. 1986.
“Lystarstol”. Vikan 48. árg., 32. tbl., bls.
38-42.
6. Stuart, Gail Wischard & Sudeen, Sandra
J. 1987.
Principles and practice of psvchiatric
nursing,
3. útg., C. V. Mosby Company, America.
7. Súsanna Svavarsdóttir. 1990.
"í helsvelti.” Moreunblaðið 78. árg., 81.
tbl., bls. lc-6c.
8. Sörensen, Karen C. & Luckmann, Joan.
1986.
Basic Nursing: A Psvchophvsiologic
Approach.
2. útg. W. B. Saunders Company, Canada.
Hildigunnur Svavarsdóttir og
Hugrún Hjörleifsdóttir, nemendur í
heilsufélagsfræði við Háskólann á
Akureyri.
t
(h
i
32
Skinfaxi