Skinfaxi - 01.12.1990, Síða 33
G R E I N
30 ár frá fyrstu ferð á
Landsmót DDGU
Sigurlið UMFÍ í Horsens. Fremri röö f.v.: Elín Högnadóttir UÍA, Jóna Ágústsdóttir UMFK, Heiöa Bjarnadóttir UMSK, Lísbet Alexandersdóttir UÍA, Helga Þ.
Guðmundsdóttir UNÞ, Ragna Erlingsdóttir HSÞ, Jóhanna Gunnlaugsdóttir UMSE, og Dóra Gunnarsdóttir fararstjóri. Efri röö f.v.: Ólafur Unnsteinsson
Iþróttakennari, Birgir Bragason UMFK, Hörður Gunnarsson HSH, ísleifur Karlsson UMSK, Guðbjörg Viðarsdóttir HSK, Kolbrún Rut Stefens UDN, Huld
Aðalbjarnardóttir UNÞ, Jón Þ. Heiðarsson USAH, Steingrimur Jóhannesson UMFÓ, Bjarki Viðarsson HSK, Helgi Sigurðsson UMSS, Kristinn Þ. Bjarnason HSS, Orri
Pétursson UMSK, Hjörleifur Sigurþórsson HSH, Þuríður Þorsteinsdóttir UMSS, Friörik Steinsson UMSS, Sigríöur Helgadóttir UMSE, Jóhann Hrjóbartsson USVS,
Sigurbjörn Gunnarsson og Sigurbjörn Gunnarsson fararstjóri.
Hinn 29. júní -1. júlí fór fríður flokkur
UMFÍ-fólks til keppni á Landsmóti
DDGU, sem haldið var í Horsens á
Jótlandi.
Þátttakendur á landsmótinu voru um 30
þúsund og var Margrét Danadrottning
meðal heiðursgesta.
Danska sjónvarpið sjónvarpaði frá
mótinu og virtist áhugi almennings vera
mikill.
Ólafur Unnsteinsson sá um þjálfun
hópsins, en hann hefur séð um
samæfingar frjálsíþróttafólks UMFI í
Reykjavík síðastliðin tvö ár.
Þátttaka frjálsfþróttafólks innan UMFÍ
í Landsmóti dönsku ungmenna-
félaganna hófst fyrir rúmlega 30 árum.
Þá voru það sigurvegarar á 11.
Landsmóti UMFÍ á Laugum árið 1961
sem fóru á danska Landsmótið, sem
haldið var í Vejle árið 1961. Ólafur var
þar meðal keppenda, en á Laugum
sigraði hann í 100 metra hlaupi, varð
annar í langstökki og þrístökki, auk
þess sem hann var stigahæsti karl
mótsins.
íslensku keppendurnir sigruðu í Vejle
árið 1961 og það gerðu þeir einnig í
Horsens 1990.
Um 15 dönsk sambönd sendu keppendur
á mótið í Horsens, en Islendingarnir
kepptu þar sem gestir.
Islendingarnir stóðu sig vel, en það var
Hörður Gunnarsson frá HSH sem var
fjölhæfasti keppandi mótsins og vakti
hann mikla athygli með því að sigra í
fjórum greinum: 100 m hlaupi á
tímanum 11,2 sek., 400 m hlaupi á
tímanum52,l sek., langstökki erhann
stökk 6,64 m og 1000 m boðhlaupi.
Frjálsíþróttakonur UMFI vöktu mikla
athygli með því að sigra glæsilega. Hin
kornunga Heiða Bjarnadóttir UMSK,
sem er 15 ára gömul, sigraði í 100 m
hlaupi á tímanum 12,8 sek.
Þá sigraði Lísbet Alexandersdóttir UÍA
í 800 m hlaupi á tímanum 2:31,5 mín.,
og einnig í 3000 m hlaupi á tímanum
11:11,9 mín.
Eftir Landsmót DDGU kepptu
íslendingarnir á frjálsíþróttamóti í
Fuglsp, þar sem Hörður Gunnarsson
hljóp 100 metrana á 10,9 sek og sá
árangur var fyrirboði þess að hann var á
leið íhóp bestu spretthlaupara landsins.
Bjarki Viðarsson kastaði kúlunni 15,47
m og er hann nú kominn í hóp bestu
kúluvarpara hérlendis.
Það var samhent lið sem hélt heim á leið
eftir góða og ánægjulega ferð til
Danmerkur.
Fararstjórar hópsins voru Dóra
Gunnarsdóttir og Sigurbjörn
Gunnarsson, en Pálmi Gíslason og Stella
Guðmundsdóttir voru sérstakir gestir á
mótinu og voru með hópnum mestallan
tímann.
Feröir sem þessar hafa löngu sannað
gildi sitt og þeir unglingar sem kepptu
eiga án efa eftir að vekja athygli á
komandi árum.
Skinfaxi
33