Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 34
í Þ R Ó T T I R Urslit hestaíþrótta á 20. Landsmóti UMFÍ Hestaíþróttir voru sýningargrein á Landsmótinu í Mosfellsbæ 12.-15. júlí í sumar. Keppni fór fram í öllum greinum hestaíþrótta, en einnig var keppt í 250 metra skeiði, sem hestamenn hafa ekki skilgreint sem hestaíþrótt hingað til, þótt kappreiðaskeið sé í eðli sínu hrein og klár íþrótt. Alls tóku átta héraðssambönd þátt í mótinu og mun það ný reynsla fyrir hestamenn að taka þátt í móti sem þessu því frekar lítið hefur verið um að þeir keppi í sveitakeppni líkt og nú var. Þá var það einnig ný reynsla að keppa undir nafni héraðssambands, þar sem fyrrum keppinautar voru nú orðnir samherjar. Það er von hestamanna að þeir hafi með þátttöku sinni í Landsmóti UMFÍ tryggt sig í sessi innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Og er það von þeirra að hestaíþróttir verði teknar inn í stigakeppni sambandanna fyrir 21. Landsmót UMFl á Laugarvatni 1993. Ef svo fer má búast við að teflt verði fram sterkustu keppendum hvers héraðssambands. Hestamenn eru í senn glaðir og þakklátir að vera komnir inn í hlýjuna hjá hreyfingunni. Þeir hafa haft þá staðföstu trú að þar ættu þeir heima. Þátttaka í Landsmótinu hefur gert hestamenn meðvitaða um að þeir væru alvöru íþróttamenn og eru þeir nú smátt og smátt að læra hvernig þessi sterku samtök vinna í reynd. Það er von hestamanna að þeir geti lagt sitt að mörkum til þess að efla mátt ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar í heild sinni. V. K. Trausti Þór Guömundsson, UMSK mætti til leiks meö Muna frá Ketilsstööum, sem er án efa einn besti gæöingur landsins. Tölt Hestur Félag 1. Trausti Þór Guðmundsson Muni UMSK 2. Vignir Siggeirsson Vaka HSK 3. Hrönn Asmundsdóttir Eldur UMFK 4. Magnús Lárusson Þokki UMSS 5. Páll Bjarki Pálsson Snælda UMSS 6. Þorgerður Guðmundsdóttir Sóti UMFK Fjórgangur 1. Vignir Siggeirsson Vaka HSK 2. Magnús Lárusson Þokki UMSS 3. Hrönn Asmundsdóttir Eldur UMFK 4. Þóra Brynjarsdóttir Gammur UMFK 5. Björn Olafsson Goði UMSK 6. Þorgerður Guðmundsdóttir Sóti UMFK Fimmgangur 1. Jóhann Skúlason Prins UMSS 2. Einar Öder Magnússon Fálki HSK 3. Hulda Gústafsdóttir Sindri UMSK 4. Trausti Þór Guðmundsson Fölvi UMSK 5. Haraldur Sigvaldason Loki UMSK 6. Hermann Ingason Hjúpur USAH r 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.