Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 7

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 7
FOSTURBORNIN Umhverfisverkefni ungmennafélaganna „Fósturbörnin” Þátttakan um 90% fyrstu helgina Nú hafa ungmennafélagar um allt land hafist handa við þriggja ára umhverfisverkefni sem nefnt hefur verið „Fósturbörnin”. Allt frá upphafi vega hefur umhverfisvernd verið ung- mennafélögum ofarlega í huga og er skemmst að minnast átaksins „Tökum á, tökum til”, þegar ungmennafélagar hreinsuðu meðfram 6000 km svæði og um 400-500 tonn af rusli söfnuðust. Á sambandsráðs- fundi UMFÍ haustið 1990 var ákveðið að ráðast í enn veiga- meira verkefni og þeim tilmælum beint til allra aðildarfélaga UMFÍ að þau tækju að sér „fósturbarn” úr náttúru landsins. Tillögur að „fóstur- börnum” voru eftir- farandi: Fjara sem hreinsuð er reglu- lega, vegarkafli sem hreinsað er meðfram, land til uppgræðslu, gróðursetning í ákveðið landsvæði, hefting foks eða annað sem landinu kemur til góða. í byrjun apríl var Guðrún Sveinsdóttir ráðin verkefnis- stjóri til að hafa umsjón með verkefninu. Skinfaxihittihana að máli til að fregna hvernig hafi gengið. 220 fóstursvæði Umhverfisverkefniðhófsthelgina 8.-9. júní, livernig var þátttakan og hvað var gert? „Fyrir þessa fyrstu helgi höfðu alls 209 félög af 245 tilkynnt fósturbarn. Þessi þátttaka er nálægt því að vera 90% og mér finnst það stórglæsileg frammi- staða. Auðvitað vonast ég til að þau félög sem eftir eru, fylgi í kjölfarið vegna þess að umhverfisvernd er málefni allra og ekki síst yngri kynslóðarinnar. Einstaka ungmenna- félag hefur þar að auki tekið sér fleiri en eitt fósturbarn, t.d. hefur Ungmenna- félagið Efling í Reykjadal í S-Þing- eyjarsýslu þrjú fósturbörn í sinni umsjá. Alls hafa verið skráð 220 fósturbörn vítt og breitt um landið og ég vonast til þess að þau verði fleiri”. Viljum stuöla að hugarfarsbreytingu Hverertilgangurinn nteð verkefninu? „Aðaltilgangurinn með þessu verkefni er að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá fólki og fá það til að bera meiri virðingu fyrir umhverfinu og náttúru landsins. Þetta verkefni er mjög vel til þess fallið, af því að það á að standa yfir í þrjú ár. Við viljum þannig fá börn, foreldra og aðra til að vinna saman að skemmtilegu og gagnlegu málefni. Fólk getur einnig notað þetta tækifæri til að koma saman og gera margt annað skemmtilegt og bara láta sér líða vel úti í náttúrunni”. I hverju fólust verkefnin? „Verkefnin eru svo sannarleg margbreytilega og mér finnst mjög ánægjulegt hve þau spanna stórt svið. Mörg félög tóku að sér hreinsun; fjörur Félagar úr ÍK gróðursettu á félagssvæöi sínu í Fossvogsdal um 20 tveggja metra tré sem voru gjöf frá Kópavogsbæ. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.