Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 15

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 15
SAMSTARF UM UMHVERFISMAL Góð fjáröflun fyrir félögin Hvers vegna þetta viðhorf? „Þetta fyrirkomulag er báðum til hagsbóta. Þessi verk þarf að vinna og þaukostapeninga. Ef ungmennafélagar nenna og geta unnið þessi verk, er það góð fjáröflun sent félögin þurfa á að halda til að viðhalda fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, sem síðan bætir mannlífið og gerir strjálbýli og þéttbýli byggilegra. Það er öllum hollara að vinna fyrir sér heldur en lifa eingöngu á styrkjum og framlögum”. Eðlilegt að sveitarfélögin hafi yfirumsjón með umhverfismálum Hvaða þáttum œtti sveitarfélagað hafa yfirumsjón með á sviði umh verfismála ? „Sem flestum þáttum. Það er eðlilegt að sveitarstjórnir hafi yfirumsjón nteð umhverfismálum, þótt bæði einstaklingar, félög og verktakar sjái um framkvæmd hinna ýntsu þátta. I minni sveit er vikuleg sorphirða í höndum verktaka, sem vinnurfyrirþrjú önnur stór sveitarfélög. Þannig nýtist stór pressubíll vel. Einnig er notkun ruslagáma allmikil á svæðinu, sem hefur gjörbreytt öllu útliti við hafnir og úrvinnslufyrirtæki. Brennsla úrgangs og umhirða á losunarstað er einnig á hendi þess verktaka sem flytur sorpið”. Sameiginleg sorphreinsun í undirbúningi Eru einhverjar fyrirhugaðar framkvœmdirinnanhreppsinstengdar umhverfismálum eða endurvinnslu? „Já, nú er í undirbúningi hjá Héraðsnefnd Eyjafjarðar sameiginleg sorphreinsun, flokkun og losun á urðunarstað fyrir mest allt Eyjafjarðarsvæðið. lVleð frekari samvinnu er betur hægt að flokka hættuleg efni og einnig pappír, plast og annað til endurvinnslu. Á Akureyri er þegar hafin endurvinnsla á plasti sem flutt er út. Einnig er brotajárni og bílflökum safnað saman, pressað í vissa stærð af böggum sem passa á flutningabíla eða í skip. Hjá mínu sveitarfélagi fór fram könnun á því hvað kostar að brenna sorpi með tilliti til nýtingu orkunnar í fjarvarmaveitur. Þess má geta að sveitarstjórnin hér beitti sér fyrir framleiðslu á ruslagámum í mörgum stærðum og gerðum. Það er járniðnaðarfyrirtæki hér í sveit sent frantleiðir þessa gáma í samvinnu við danskt fyrirtæki. þ.e. efnið kemur tilsniðið en er soðið hér og ntálað. Þar nteð geta viðskiptavinirnir keypt gáma í stærðum sem henta hverjunt og einunt og með því bætt umgengni og umhirðu allra í kringum sig,” sagði Sveinn Jónsson oddviti að lokum. ALLT FYRIR ÍÞRÓTTIR Sleggjur Kasthringir Startblokkir Stökkplankar Hástökksáhöld Stangarstökksáhöld Grindur Startbyssur og skot Boðhlaupskefli Merkivélar Handboltamörk Fótboltamörk Vökvunarvagnar Fótboltar Handboltar Kúlur Á.ÓSKARSSON HF. AD Þverholti Pósthólt 75 270 Mosfellsbæ Simi 666600/667200 Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.