Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 27

Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 27
KNATTSPYRNUVELLI R 4. KR-völlur eftir götun og söndun í lok maí 1990. eru einnig viðkvæmir í þurrkum, og geta ofþornað á örskömmum tíma. A þetta ekki síst við um velli þar sem tyrft hefur verið beinl á grófan sand (t.d. skeljasand). Notkun og umhirða Afgerandi um ástand allra grasvalla er upphafleg gerð, umhirða og notkun. Astand viðkvæntra valla með mjög lífrænu yfirborðslagi ræðst enn frekar af umhirðu og notkun. Mögulegt er að halda slíkum völlum í mjög frant- bærilegu ásigkomulagi ef vel er að málum staðið. Erfiðast er að takmarka notkun á völlunum, þar sem eftirspurn er víðast langt umfram framboð, enn sem komið er. Mikill þrýstingurer því jafnan á forsvarsmenn valla um aukna notkun, ekki síst ef vellirnir eru iðagrænir að sjá. Ef markmiðið er hins vegar að halda í græna litinn og gott ástand vallar, þarf markviss og ákveðin stýring að koma til. Hér þarf skynsemin að ráða ferðinni, og sameiginleg markmið að vera sett til hagsbóta fyrir alla aðila. Góð umhirða grasvallarereinnig algert skilyrði fyrir vel heppnuðum knatt- spyrnuvelli. Helstu þættir vandaðrar umhirðu á knattspyrnuvelli eru: Jarðvegssýnagreining, jarðvegshita- mælingar, ábutðargjöf, sláttur og hirð- ing, vökvun, viðgerðir og lagfæringar (þ.m.t. eftir alla leiki) og ýmsar séraðgerðir svo sem yfirbreiðsla dúks, Séraðgerðir- nar geta átt við eftir atvikum á einstökum völlum. Öll umhirða er vandasöm og krefst góðrar þekkingar, og þurfa að vinna að henni aðilar sem kunna vel til verka. Götun, söndun og slóðadráttur Hérverðurgerðfrekari greinfyrirgötun, söndun og slóðadrætti, sem eru hluti þeirra séraðgerða við umhirðu, sent að framan var getið. Þessar aðgerðir eru einmitt ntjög mikilvægar á grasvöllum nteð þéttu yfirborði, sem svo algengir eru hérlendis og áður var lýst. Götunin erframkvæmd með sérstökum göturum, semhirðajarðvegsstubbaúryfirborðinu, og skilja eftir holur með litlu millibili. Algengdýpt á götun með venjulegum göturumerá bilinu 8-15 cm. Mikil- vægt er, að götunin nái niður úr þéltu og líf- rænu yfir- borðslaginu. Annars er hætta á að götuninsjálf valdi þjöpp- un íþvílagi. G ö t u n i n 5. KR-völlur I lok júní 1990. opnar þannig rásir niður í og niður úr þjöppuðu yfirborði vallanna. Loft, vatn og næringarefni fágreiðari aðgang niður í rótarkerfið og neðri lög vallarins. Rótarkerfið fær betri möguleika á að dafna og dýpka. Söndun er mjög ráðleg samfara götun. Án söndunar gerir götunin takmarkað gagn. Sandurinn fyllir í rásir götunarinnar og tryggir varanleg áhrif hennar. Endurtekin götun og söndun gerir það að verkum að smám saman er þéttu yfirborði með óæskilegum eiginleikunt skipt út fyrir heppilegan sand í gróðurlagi vallarins. Að lokinni götun og söndun er slóðadregið. Sandur sem ekki berst í rásir götunarinnar jafnast á yfirborð vallarins. Hann blandast lífrænu yfirborði eða viðheldur þegar sendnu yfirborði, bætir stöðugleika þess og gróðurskilyrðin. Við slóðadrátt með heppilegunt slóða jafnast einnig smám saman ósléttyfirborð, þarsem sandurinn fyllir í minni ójöfnur í yfirborðinu. Æskilegt er að grasið nái að vaxa vel upp úr sandinum áður en völlurinn er notaður næst. Þannig er árangur jöfnunarinnar best tryggður. Best er að nota sama sand í söndun og í efsta lag sendinnar uppbyggingar. Heppilegur, dökkur basaltsandur finnst víða, a.m.k. sunnanlands. Dökkur sandurinn dregur einnig í sig varma og eykurhitastigið í jarðveginum. Þarmeð skapast hagstæðari skilyrði til grasvaxtar, og er þetta ekki síst rakstur eða yfirborðs- s k u r ð u r, endursán- ing, varnir gegn ill- gresi, götun, söndun og slóðadráttur, r á s u n (slicing) og djúploftun. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.