Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.05.1991, Qupperneq 35
ÆFINGAAÆTLUN Vika 5 °g 7 Mán: Skokk 10-12 mín Þri: Hvíld Mið: 16 mín jafn hraði Fim: Hvíld Fös: Skokk 12-14 mín Lau: Hvfld Sun: Skokk 22-26 mín Vika 8 Mán: Skokk 10-12 mín Þri: Hvíld Mið: 12 mín jafn hraði Fim: Skokk 8-10 mín Fös: Lau: Hvíld Skokk 20-25 mín Skokk 25-30 mín 20-25 mín jafn hraði Hvíld 20-25 mín fartleikur Hvíld Skokk 45-50 mín Skokk 10-15 mín 10-15 mín jafn hraði Skokk 10-15 mín Skokk 10 mín Hvíld Reykjavíkur-Maraþon Skokk 30-35 mín 40-45 mín jafn hraði Skokk 30-35 mín 50-55 mín fartleikur Skokk 30-35 mín Hvíld Skokk 65-75 mín Skokk 20-25 mín Skokk 15-20 mín Skokk 10-15 mín Hvíld Hvíld 1) Jafn hraði: Byrjað eráþví að skokka rólega fyrstu mínúturnar. Þá er hraðinn aukinn og reynt að halda þeim hraða sem passar hverjum og einum. Síðustu m ínútumar eru notaðar ti 1 þess að skokka rólega þegar verið er að ljúka æfingunni. 2) Fartleikur: Byrjað er á þvíað skokka rólega fyrstu mínúturnar og síðan hlaupið 2-3x 100 metra (hraðaaukningar) og hraðinn aukinn jafnt og þétt, en á milli hlaupanna á að skokka svipaða vegalengd. Eftir þessa upphitun skal hlaupa 5-10 x 100-400 metra langa spretti og skokka rólega á milli spretta, þar til líkaminn er búinn aðjafna sig. Æfingin er síðan endurtekin þar til fjölda spretta er lokið. Síðustu mínútumar eru svo notaðar til þess að skokka rólega þegar verið er að ljúka æfingunni. Skinfaxi lagöi nokkrar spurningar fyrir Ágúst og vonandi koma svörin einhverjum langhlaupara aö gagni. Heilræði fyrir langhlaupara Klæðnaður Fólk verður að klæða sig eftir veðri. Fötin verða að vera úr þannig efnum, t.d bómull að svitinn geti leitað út. Föt úr gerviefnum geta haldið rakanum og hitanum við líkamann, sem getur þá leitt til þess að langhlauparinn kólnar fljótt niður þegar hann stoppar. í keppni er fólk yfirleitt í stuttbuxum og bol og þó einhver kuldi sé í lofti er fólk samt sem áður yfirleitt í stuttbuxum, en beturklætt að ofan til aðhaldaefri hluta líkamans heitum. Skóbúnaður Það er mjög mikilvægt að vera í góðum og vönduðum skóm með þykkum sóla svo að hann taki höggið, þannig að ekki komi slinkurábakiðþegarmennhlaupa. Skórinn á að falla vel að fætinum, vera mjúkur og úr efni sem loft getur leikið um. Hlaupastíll Menn eiga að stíga niður á utanverðu táberginu og fara síðan niður á hælinn, þannig að menn hvílast í hverju skrefi með því að lenda á hælnum. Ef menn hlaupa á tánum verða menn mikið þreyttari þegar um lengri vegalengdir er að ræða. Að velja hraða Sumum hættir til að fara of geyst af stað í upphafi hlaups. Með því að stunda æfingar og keppni læra menn að finna sinn eigin hraða og um leið hvað þeir þola. Fartleiksæfingarnar eiga að kenna fólki hvað það getur lagt á líkamann. Með þessum æfingum getur fólk öðlast þekkingu á eigin getu og valið sinn eigin hraða þegar í keppnina kemur. Einnigerminnihættaáþvíaðhlauparinn fari að elta einhvem sem e.t.v byrjar allt of hratt. Ef það gerist sprengir hlauparinn sig og getur verið töluverðan tíma að jafna sig aftur. Þaðermikilvægtaðfaraekkiofgeystaf stað. Þó að hlaupari geti ekki lokið öllum æfingunum í fyrstu skiptin, þá er það betra en að menn sprengi sig sem getur leitt til þess að rnenn gefast alveg upp við æfingamar. Y firleitt lærir fólk þó nokkuð fljótt hvað það þolir og það er ekki nauðsynlegt að fylgja æfingunum nákvæmlega eftir. Mataræði Á æfingatímabilinu verður fólk að borða próteinríkan mat, fisk, kjöt, grænmeti ogávexti. Þeirsem ætla ímaraþonhlaup Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.