Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 36

Skinfaxi - 01.05.1991, Side 36
ÆFINGAÁÆTLUN Frá Reykjavíkurmaraþoni 1986. verða að auka grænmetisneyslu sína. Menn verða að hafa nægilega mikla orku til að stunda æfingar. Daginn fyrir hlaup á fólk að borða létt fæði, mikið af kolvetnisríkri fæðu svo það hafi næga orku á meðan á hlaupinu stendur. Það er ágætt að það líði 3-4 tímar frá því að málsverður er snæddur og þar til hlaupið fer fram. Drykkir Þeir sem ætla að hlaupa hálft maraþon og maraþon ættu að drekka ntikinn vökva,t.d.ávaxtasafa,þremurtilfjórum tímum fyrir hlaupið. Einum til tveimur tímum fyrir hlaupið er gott að drekka hálftvatnsglas. Þegaríhlaupiðerkomið borgar sig fyrir hlaupara að fá sér að drekka á hverri drykkjarstöð vegnaþess að vökvatapið er það mikið, en samt ekki meira en tvo eða þrjá sopa. Gott er að hafa fyrir reglu að fá sér sykurdrykk í fyrri hluta hlaups, en vatn í þeint síðari, vegna þess að það tekur líkamann lengri tíma að vinna úr sykrinum. Byrjandi þarf líka að kunna að halda á glasi þegar hann hleypur. Þegar hlauparinn grípur glasið, sem ávallt er pappaglas, á hann að brjóta fyrir opið með því að grípa um það ofanvert, þannig að ekki skvettist úr því á hlaupunum. Ef menn taka þátt í maraþonhlaupum í 15 stiga hita eða meira, þá er gott að hellavatniyfirsigádrykkjarstöðvunum til að kæla líkamann. Þessi æfingaáætlun er ntiðuð við mínútur, en hvað tekur það langan tíma fyrirhlauparaaðfara 1 kmaðmeðaltali? Það getur tekið trimmara 5-7 mínútur að fara einn kílómeter, en fyrir þá sem hafa æft eitthvað að ráði tekur það 4-5 mínútur. En besta ráðið til að kanna það er að hlaupa ákveðna vegalengd, t.d. á hlaupabraut, sem er 400 metra hringur, hlaupa tvo og hálfan hring og mæla tímann sem svo er hægt að miða við þegar hlauparinn hleypur úti í náttúrunni. Gangi ykkur vel! Skiníaxi Besti árangur Ágústs Þorsteinssonar Vegalengdir Tími Staður Ar 800 m 2:00.1 mín Reykjavík 1978 1500 m 4:01.1 mín Troisdorf, Þýskal. 1979 3000 m 8:48.6 mín Heilbronn, Þýskal. 1978 5 km 15:18.8 mín Troisdorf, Þýskal. 1984 10 km 32:17.6 mín Reykjavík 1978 Hálft maraþon 1:10.41 kl.st. Haag, Holland 1986 Marþon 2:29.07 kl.st. Manchester, England 1983 3000 m hindrun 9:36.5 mín Tárnby, Danmörk 1984 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.