Skinfaxi - 01.05.1992, Qupperneq 6
Glímukóngur Islands ífullum
skrúða ásamt Kjartani Lárussyni,
þjálfara sínum.
GLIMUKONGURINN
Glímu-
kóngurinn
Nýkrýndur glímukóngur íslands
og handhafi elsta og jafnframt
eins merkasta verðlaunagrips
hér á landi, Grettisbeltisins, er
Jóhannes Sveinbjörnsson frá
Heiðarbæ í Þingvallasveit. Hann
er 22 ára gamall, fæddur 12.
apríl 1970 og hefur verið sigur-
sæll í glímu um langt skeið.
Þegar hann keppti í fyrsta skipti
í Íslandsglímunni hafnaði hann í
fjórða sæti og varð í öðru sæti '89
og '90. Hann vann fyrsta glímu-
sigurinn á fyrsta mótinu sem
hann keppti á, fyrsta veturinn
sem hann æfði glímu, þá 15 ára
gamall.
„Ég slysaðist einhvern veginn til
þess að vinna minn flokk í landsflokka-
glímunni og það hefur sennilega frekar
verið vegna þess að ég var stærri og
sterkari en hinir, en að ég hefði
einhverja verulega tækni. Sá sigur hvatti
mig auðvitað til þess að halda áfram og
eftir það hvarflaði aldrei að mér að
hætta. Næsta vetur á eftir var ég yfirleitt
annar eða þriðji og vann enga sérstaka
sigra sem ég man eftir.
Um haustið I986 tókst mér að vinna
Fjórðungsglímu Suðurlands og var þá
VI
F
yngstur í fullorðinsflokki. En það
glímumót sem mér hefur þótt einna
eftirminnilegast var Bændaglíma Suð-
urlands 1987, sem haldin er til minn-
ingar um Sigurð Greipsson. Þá kepptu
Arnesingar og Rangæingar. Fyrst fórum
við Arnesingar halloka en svo tókst mér
að leggja þá fimm Rangæinga sem voru
eftir í liðinu þannig að við unnum. A
þessari glímu voru margir áhorfendur og
það er alltaf dálítið gaman og hvetjandi
þegar fólk, sem hefur gaman af glímu,
er að horfa á. Það eru mörg mót
skemmtileg en þetta mót var með þeim
skemmtilegri sem ég hef keppt á.“
Jóhannes hefur unnið Fjórðungs-
glímuna í hvert sinn síðan ‘86, verið
Islandsmeistari í sínum flokki sex
sinnum og hefur því frá því hann byrjaði
misst tvisvar af fyrsta sætinu. A lands-
móti UMFÍ á Húsavík ‘87 varð
Jóhannes annar í þyngsta flokki, bikar-
meistari varð hann í unglingaflokki '88
og í fullorðinsnokki ‘92, vann Þorramót
glímusambandsins í fullorðinsflokki '91
og '92 og Skarphéðinsskjöldinn hefur
hann borið alls fimm sinnum.
Hvað er það sem gerir mann að góðum
glímumanni?
„Þetta er erfið spurning, en ég held
að það sé númer eitt að æfa glímuna vel
og best að læra hana af þeim sem kunna
hana betur en maður sjálfur. Það er lika
nauðsynlegt að vera í sem bestu líkam-
legu formi. Glímumenn verða að vera
liðugir, þolgóðir og hafa góða snerpu.
Til þess að vera í sem bestu alhliða
formi er ágætt að stunda einhverjar
aðrar greinar með og æfa lyftingar til
þess að allir vöðvar vinni saman og það
er ekkert atriði að geta lyft miklu. Þolið
skiptir líka miklu máli. Ef glímur eru
langar þá er maður fljótur að mæðast ef
ekkert þol er fyrir hendi.
Snerpan þjálfast með því að æfa viss
brögð og vera snöggur að taka þau og
svo er líka hægt að æfa spretti og hopp-
æfingar. Ég lærði ýmislegt gott í sam-
bandi við það þegar ég var í frjálsum hjá
Þráni Hafsteinssyni á Laugarvatni. Hann
Iagði mikla áherslu á snerpuna og benti
okkur á að hlaupa bæði stutta spretti og
lengri vegalengdir.
Snerpan er oft úrslitaatriði því við-
bragðið skiptir miklu máli. Eftir hverja
æfingu er nauðsynlegt að teygja vel á
vöðvunum.
Það þýðir ekkerl að glíma alltaf við
þann sama, menn læra fljótt hvor á ann-
an og til að fá sem mesta fjölbreytni er
best er að glíma öðru hverju við þá sem
6
Skinfaxi