Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 20
ALMENNINGSIÞROTTIR
íþróttir jafn mikilvægar
og matur og næring
/ heil tíu ár hafa Austurlands-
fraukur á Egilsstöðum stundað
reglubundna líkamsrækt og
síðan Táp og fjör var stofnað fyrir
tveimur árum geta þær oftar
gengið að skipulögðum æfinga-
tímum.
Skinfaxi hitli nokkrar hressar konur,
þar sem þær voru af fullum krafti að
púla og svitaperlurnar láku niður
kroppana á meðan nokkur börn hlupu
og hoppuðu í kring.
Þær sögðust mæta til skiptis í léttari
og erfiðari púltíma, en í vetur var reynt
að koma af stað blönduðum tímum en
það gekk ekki upp.
„Þeir eru eitthvað hræddir við
okkur, en við söknum þess að hafa ekki
blandaða tíma.“
I Túp ogfjör koma konur og karlar á
aldrinum 17-80 ára, menntaskóla-
stelpur. húsmæður og annað vinnandi
fólk. Börnin hafa oft verið tekin með af
því að annars komast mæðurnar ekki út
úr húsi og þar með fá börnin líka fyrstu
reynslu sína af íþróttum.
En qf hverju að vera að þessu sprikli,
þegcir nóg er cið gera í vinnunni, við
heimilisstörfm og íbarnastússinu?
„Eg vinn skrifstofuvinnu og maður
verður að gera eitthvað til þess að halda
sér í formi. Þessi leikfimi gefur mínu lífi
tvímælalaust jafn mikið gildi og það að
borða og nærast."
„Okkur er nauðsynlegt að samræma
heimilisstörfin og vinnuna og finna
síðan tíma til þess að þjálfa líkamann",
fullyrðir ein.
„Hjá mér varð þetta til þess að
karlinn fór að elda matinn“, bætir önnur
við.
Hvciða rcíð getið þið gefið konum sem hcfo
ekki enn drifið sig í einhverja líkams-
rcekt?
„Ef konur búa á stöðum þar sem
ekki er boðið upp á neinar íþróttir þá
eiga þær að drífa sig út að ganga eða
skokka. Byrjunin gæti verið sú að
nokkrar tækju sig saman og hittust á
ákveðnum stað á ákveðnum tíma og
mynduðu þannig gönguhópa. Þær verða
auðvitað að byrja rólega ef þær hafa
ekki verið í neinni hreyfingu og færa sig
svo smám saman upp á skaftið.“
„Nei ég er ekki sammála að best sé
að byrja úti, ég held að það sé betra að
byrja innan dyra, þá öðlast maður meira
öryggi og fara síðan út. Það er alltaf til
bolur og einhverjar buxur til þess að
vera í inni, en úti þarf maður að eiga
útigalla og góða göngu- og hlaupaskó.“
Það er sem betur fer liðin tíð að
konur haldi að til þess að geta látið aðra
sjá sig í íþróttum þá þurfi þær að vera
tággrannar og í flottum glansgöllum
sem verða í tísku 1993. Það er sam-
dóma álit þeirra kvenna sent hafa drifið
sig af stað í líkamsrækt að það sé þeint
mikils virði að nota ákveðinn tíma til
þess að öðlast hreysti og vera í góðum
og skemmtilegum félagsskap.
20
Skinfaxi