Skinfaxi - 01.05.1992, Page 32
G A M L A R K E M P U R
íþróttir öldunga
íþróttir lengja lífið
Það er stórkostlegt til þess að
vita að íþróttaiðkun færist sífellt í
vöxt hjá fólki sem komið er yfir
35-40 ára aldurinn. Það stendur
þeim nær sem eru gamalkunnir
íþróttamenn, en sífellt fleiri fara
af stað, jafnvel þó þeir hafi ekki
verið viðriðnir íþróttir að neinu
marki. Þátttaka eldri íþrótta-
manna í langhlaupum og víða-
vangshlaupum er nú orðin al-
menn um allt land, enda oft boðið
upp á göngu- eða skokkvega-
lengdir.
Til er hópur fólks sem kallar sig
öldunga og hefur í yfir tíu ár stundað
íþróttir og tekið þátt í sérstökum öld-
ungamótum hérlendis og erlendis.
Olafur Unnsteinsson, íþróttakennari,
sem nú heldur upp á þrjátíu ára íþrótta-
kennarafmæli sitt hefur verið ein aðal-
driffjöðrin í íþróttalífi öldunga. Skinfaxi
leitaði hófanna hjá honum til að fræðast
um þessa starfsemi.
Hvernig fóru íþróttir öldunga af stað
og hvernig hefur þetta þróast?
„Öldungastarf í frjálsum íþróttum
hófst af fullum krafti á árunum eftir
1980. Árið 1972 hafði Guðmundur Her-
mannsson, KR, fyrstur manna keppt í
öldungakeppni erlendis, en það var
keppni á milli Evrópuþjóða og Banda-
ríkjanna sem fór fram eftir OL í
Munchen. Hann sigraði þar og átti um
skeið heimsmet í kúluvarpi í 45-49 ára
flokki, 18,48 metra.
„Ég kynntist öldungastarfinu þegar
ég var við nám í Danmörku 1973-75, þá
ákváðu Danir að koma af stað meistara-
keppni öldunga í frjálsum íþróttum.
Meistarakeppni öldunga hafði þá farið
fram í Bandaríkjunum frá 1969 og það-
an er hugmyndin komin, en það voru
Vestur-Evrópuþjóðir sem urðu fyrstar til
þess að ryðja keppni í frjálsíþróttum
öldunga braut.“
Árið 1980 ákvað hópur eldri íþrótta-
manna að hrinda af stað mótum og
nokkur mót fóru fram í Kópavogi á
árunum 1980-85. Og árið 1985 var sér-
stakt frjálsíþróttaráð öldunga stofnað
innan FRI og undanfarin sex ár hefur
Ólafur verið formaður ráðsins sem vinn-
ur að framgangi öldungastarfsins.
„Keppni öldunga hefur þróast ótrú-
lega mikið og haldin er keppni þrisvar á
ári, meistaramót innanhúss, kappamót
öldunga og meistaramót utanhúss.
Keppendur hafa verið allt að 70 að tölu
og þátttakan er vaxandi og það er
skemmtilegt til þess að vita að kepp-
endur koma víða að af landinu. Öld-
ungaráðið hefur hvatt til þess að einstök
félög taki upp öldungakeppni einu sinni
á ári og það starf er að þróast. Sérstök
öldungamót hafa verið haldin hjá HSK,
í Keflavík, Hafnarfirði, hjá HSH, hjá
UIA og hjá Víði í Garði og nú er fram-
undan mót hjá Norðlendingum.
Innan öldungaráðsins eru skráðir um
120 meðlimir og starfið fer vaxandi, en
því miður fær öldungaráðið enga sér-
staka fjárveitingu frá ISI eða FRÍ til
starfsins. Þróunin erlendis er að verða sú
að styrkveitingar berast frá samsvarandi
aðilum og ég vona að sú þróun verði
einnig hér á landi. Starfið hefur hingað
til verið rekið með félagsgjöldum,
gjöldum fyrir þátttöku á mótum og
stuðningi fyrirtækja. Dyggir stuðnings-
menn öldungaíþrótta eins og Ólafur
Thors og Einar Einarsson hafa sagt við
mig, að ef ekki er hægt að styðja gamal-
kunna íþróttamenn sem eru jafnvel í
fremstu röð í heiminum, þá sé varla
grundvöllur fyrir því að styrkja íþrótta-
hreyfinguna í heild."
Hver er árcingur okkar Islendinga miðað
við aðrarþjóðir?
„Árangur okkar undanfarin ár er
með ólíkindum góður. Ég vil leyfa mér
að segja að við öldungar erum að ná
árangri sem er tiltölulega betri en þeir
yngri eru að ná í dag. Flest okkar voru í
fremstu röð fyrir áratugum síðan, Is-
landsmeistarar og methafar og náðum
góðum árangri erlendis. Nú höfum við
tekið þátt í stórmótum og höfum staðið
okkur það vel að komasl í úrslit í heims-
meistarakeppni, á Evrópumótum, Norð-
urlandamótum og þátttaka okkar hefur
auðvitað verið mikil landkynning", segir
Ólafur.
Ólafur er 53 ára og hefur sjálfur
keppt í um ljörutíu ár, en hann var sig-
ursæll í 100 m hlaupi, langstökki og þrí-
Ólafur, ásamt Al Oerter, fjórföldum OL-meistara í kringlukasti.
32
Skinfaxi