Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 17
U L M - G 0 L F Golfari og atvinnumaður í knattspyrnu 16 ára gamall! Nafn: Guðni Rúnar Helgason, 16 ára, Golfklúbbi Húsavíkur. Setti vallarmet á Amarholtsvelli í karlaflokki, þegar hann lék á 24 högg- um, eða alls á 165 höggum. Hvernig er aðstaða til þess að spila golf á Húsavík? „Hún er mjög góð, ég þarf bara að ganga í 5-10 mínútur og þá er ég kominn á völlinn.“ Hvenær fórstu fyrst að leika golf? Guðni Rúnar Helgason. Golf - Úrslit Konur 15-16 ára Högg 1. Berglind Ólaísdóttir UMSE 273 Stúlkur 14 ára og yngri 1. Jenný Dögg Heiðarsdóttir UMSE 505 Drengir14áraog yngri 1. Hannes M. Ellertsson HSH 167 2. Ásgeir Blöndal USAH 185 3. Sigursteinn Rúnarsson USAH 187 4. Bjöm Albertsson USAH 189 5. Pétur Hafsteinsson USAH 199 6. Davíð Jónsson úíó 223 7. Amar Snær Rafnsson UMSE 225 8. Gunnar Dór Karlsson USAH 255 9. Davíð Ingi Jónsson UMSE 275 10. Hafþór Gunnarsson UMSE 295 Karlar 15-16 ára 1. Guðni Rúnar Helgason HSÞ 165 2. Ingimar Einarsson USAH 182 3. Ágúst Jensson HSH 186 4. Guðmundur R. Jónsson úíó 204 5. Eyjólfur Stefánsson HSH 208 6. Baldvin Hallgrímson HSÞ 213 7. Óskar Jónsson úíó 233 „Það var enskur atvinnugolfkennari sem kom mér af stað þegar ég var þriggja ára og bjó í Reykjavík." Aðrar íþróttagreinar? „Ég hef lítið leikið golf í sumar. Ég var í unglinga- landsliðinu í knattspyrnu í fyrra og bíð nú eftir því að fá atvinnumannaleyfi og fer þá til Sunderland á Norður-Englandi. Það er eitl sterkasta unglingalið Englands með sex unglingalandsliðs- menn innanborðs og ég mun gera samning til tveggja ára. Ég leik sjálfsagt eitthvað golf úti, en þegar ég fæ tveggja mánaða frí á ári, þá kem ég heim og hvíli mig á knattspyrnunni og leik golf.“ Það eru fáir sem ná því að verða at- vinnumenn 16 ára gamlir! Arangur í golfl: 5. sæti Landsmót unglinga í golfi 1989 1. sæti á Opna Húsavíkurmótinu í golfi 1989 og 1990 Norðurlandsmeistari í golfi 1989 og 1990 Húsavíkurmeistari í golfi 1987, 1988, 1990 1. sæti á unglingalandsmóti UMFI í golfi 1992 Árangur í knattspyrnu: 2. sæti 6.11. Tommamótið 1986 4. sæti 6. n. íslandsmótið 1986 4. sæti 3. n. íslandsmótið 1991 Framtíðaráform? „Ég er mjög metnaðargjam og stefni á að standa mig vel í atvinnumennskunni." Nafn: Hannes M. Ellertsson, 14 ára, Golfklúbbnum Mostra, Stykkis- hólmi. Setti vallarmet í drengjaflokki á Amarholtsvelli í Svarfaðardal, þegar hann lék á 25 höggum, eða alls á 167 höggum. Áttirðu von á því? „Nei, þetta er fyrsta vallarmetið mitt. Það gekk allt upp og völlurinn er auðveldari á rauð- um teigum en gulurn." Hvernig er aðstaða til golfiðkunar í Stykkishólmi? „Við höfum mjög góðan 9 holu völl sem er inni í bænum. Það vantar bara golfskálann en það á að fara að byggja hann.“ Hvenær fórstu að leika golf? „Ég var þá tólf ára og sá lítið golfsett í búð, keypti það og fór út á golfvöll! Þá var ég einn, en vinir mínir hafa síðan fylgt í kjölfarið." Aðrar íþróttagreinar? „Knatt- spyma, körfubolti og ég var líka í frjálsum, en varð að hætta vegna tíma- skorts." Árangur: 1. sæti Opna Flugleiðamótið í Ólafsvík 1992 3. sæti Opna Pinseeker-mótið 1992 1. sæti Meistaramót klúbbanna 1991 og 1992 1. sæti Hvítasunnumótið 1992 1. sæti Knúdsensmótið 1992 1. sæti Opna unglingamót VIS 1992 Grásleppumeistari Stykkishólms 1990 og 1991 Hannes M. Ellertsson. 1. sæti unglingalandsmót UMFÍ í golfi 1992 Besti völlurinn? „Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði." Erfiðasti andstæðingurinn? „Ágúst Jensson, Golfkúbbnum Mostra, en ég hef oftast unnið hann!“ Framtíðaráform í golfi? „Stefni að því að komast í meistaraflokk." Næsta takmark? „Að verða betri en Benedikt Jónsson, sem er bestur í golfi í Hólminum." Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.