Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 34
V I ÐT A L I sviðsljósinu Silla á Blönduósi Sigurlaug Hermannsdóttir á Blönduósi, eða Silla eins og alþjóð þekkir hana, er alltaf á fullu. Hún hefur setið í stjórn UMFÍ síðan haustið 1991 og var formaður USAH 1988-1992. Hún er fóstra að mennt og var fyrsta fóstran og forstöðukonan á barnaheimilinu á Blönduósi og kenndi auk þess við Grunn- skólann. Sat í stjórn Kennara- sambands Norðurlands vestra og var formaður æskulýðs- nefndar A-Húnavatnssýslu frá 1975-1983. Silla er óhrædd við að láta að sér kveða og reyndar kemst maður ekkert hjá því að fínna fyrir henni, því hvar sem hún fer getur hún ekki látið nokk- urn mann „í friði“, þó ekki væri nema vegna þeirra áhrifa sem hláturinn og fjörið hefur á mann! Skinfaxi ræddi við Sillu unt það hvort konur væru feimnari við að taka að sér stjórnunarstörf en karlar, nýtt fþróttahús á Blönduósi og ferðalag með íþróttafólk á vegum UMFÍ til Fugls0 í Danmörku. Silla unir sér vel á gólfi íþróttahússins. Eru konur feimnari við að taka að sér stjórnunarstörf en karlar? „Nei, ég held að þær séu það ekki lengur, en þær fá bara ekki sömu tæki- færin og karlar. Ef konur vilja virkilega taka að sér stjórnunarstöður þá sækja þær óhræddar um, en það er oft á bratt- ann að sækja vegna gamalla hefða,“ segir Silla. „Konur vantreysta sér stundum ef um mjög krefjandi störf er að ræða, en það er oft vegna þess að þær gera allt of miklar kröfur til sín, þurfa helst að vera fullkomnar. Konur í stjórnunarstöðum þurfa líka að hafa mun meiri hæfileika og kunnáttu en karlar til þess að hljóta viðurkenningu. En konurnar hafa alla tíð sinnt einu vandamesta hlutverkinu í þjóðfélaginu, uppeldishlutverkinu, og þar hafa stjórnunarhæfileikarnir fengið að njóta sín.“ Öflugt íþróttalíf er besta vörnin gegn vímuefnum Ný íþróttamiðstöð var vígð á Blönduósi 6. september síðastliðinn. Hvaða áhrif kemur hún til með að liafa á íþróttalífið? „Ég hef þá trú að gjörbreyting verði á íþróttalífi í allri sýslunni. Nú verður hægt að stunda fleiri íþróttagreinar og aðstaða er til æfinga allt árið um kring. Það verður hægt að halda stór mót og áhugi bæjarbúa á öllum íþróttagreinum á eftir að stóraukast. Við fáum örugg- lega fleiri til að stunda íþróttir og bæta líkamlegt ástand sitt. Vonandi fáum við líka fleira fólk á staðinn, því æ fleiri eru farnir að setja það ofarlega á listann við búferlaflutninga að góð íþróttaaðstaða sé fyrir hendi á nýja staðnum, vegna þess að öflugt íþróttalíf hjá börnum og unglingum er besta forvörnin gegn vímuefnum." Hvernig er hœgt að virkja sem flesta til þess að taka þátt í íþróttum ? „Besta ráðið til þess að virkja sem flesta er að kynna íþróttir ítarlega í fjöl- miðlum, og þá helst í sjónvarpi. Mér finnst t.d. allt of lítið sýnt frá frjáls- íþróttum í sjónvarpinu og fá viðtöl við okkar ágæta frjálsíþróttafólk, bolta- greinarnar eru allsráðandi." Sigurlaug og maður hennar Fllynur Tryggvason tóku að sér fararstjórn í 10 daga æfingaferð á vegum UMFÍ með íþróttafólk til Fuglsp í Danmörku. Alls fóru 28 unglingar 15-19 ára gamlir, alls staðar að af landinu. Hvaða þýðingu tel- ur hún að það hafi fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk að fara í svona æfingaferðir. „Þessi ferð var í einu orði sagt alveg frábær. Svona ferðir hafa sérstaka þýð- ingu fyrir íþróttafólkið. Þarna kynnast krakkarnir persónulega og bindast sterk- um böndum, án þess að vera and- stæðingar, eins og þau eru á mótum. Þarna geta þau skipst á skoðunum og miðlað hvort öðru af þekkingu sinni á íþróttasviðinu. Ungt og efnilegt íþrótta- fólk ætti að fara í svona ferðir og vera í góðri þjálfun svo það hafi fullkomið gagn af þeim. Þetta er frábær undir- búningur fyrir aðal keppnistímabilið og verður, ef vel tekst til, ógleymanleg minning," sagði Silla að lokunt. Fulgsöfarar UMFÍ 1992. Efsta röð f.v.: Bjarki, Róbert, Haukur, Magnús Orri, Stefán, Tómas, Sigurbjörn, Sigurður, Sveinn, Skarphéðinn, Hans, Tlieodór og Þorvaldur. Miðröðf.v.: Jóna Rós, Elín Gréta, Hrefna, Sonja og Olöf. Fremsta röðf.v.: Þórhalla, Valgerður, Gerður, Ragnhildur, Arna Rut, Ása, Sigríður, Eyrún, Katla og Rebekka. 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.