Skinfaxi - 01.08.1992, Síða 23
V IÐT A L
blöðunum, það liggur við að það sé
sama hvaða afrek er unnið, alltaf birtist
neikvæð, breiðletruð umfjöllun sam-
hliða. Fólk er orðið hundleitt á því að
lesa neikvæðar fréttir og niðurdrepandi
harmafregnir.
Það sem mér finnst skipta miklu
máli í lífinu er að halda haus, þó svo að
á móti blási og reyna að halda þessu
rétta hugarfari og láta ekki leiðindi ná
tökum á sér. Leiðindi breyta hugsunar-
hætti fólks. Ef fólk verður fyrir áfalli
eða gengur illa við eitthvað og sér ekki
fram úr því þá leggst það í þunglyndi og
verður neikvætt. Þá verður það að leita
sér að einhverju jákvæðu, hvort sem það
er gegnum íþróttir eða félagsstarf, því til
lengdar hefur þetta svo mikil áhrif á
heilsufar og líðan fólks. Mér finnst það
hlutverk blaðamanna að reyna að byggja
upp jákvæðni í þjóðfélaginu því þeir
geta haft mikil áhrif á það að lyfta
þjóðinni upp úr þunglyndi."
Mikilvægt að leita
aðstoðar
Hvaða veganesti getur þú geftð ungum
íþróttabörnum sem vilja standa sig í
íþróttum ?
„Fyrst og fremst er að æfa vel og
skynsamlega, vera heiðarlegur, sjálfum
sér samkvæmur og reglusamur á allt;
mataræði, nautnalyf, svefn o.s.frv., forð-
ast öfga og líta ekki of stórt á sig. Ef
íþróttamaðurinn getur farið eftir þessu
þá kemur það honum til góða seinna
meir. Það er líka mjög mikilvægt að
leita aðstoðar, það er ekki nóg að kasta
100 köst á æfingu og vita ekki hvað
maður er að gera. Fólk þarf að vera
ófeimið við að leita aðstoðar, hlutirnir
koma ekki upp í hendurnar á manni.“
Attu einhver önnur áhugamál?
„Það er ekki margt annað sem kemst
Sterkur og öruggur persónuleiki - leggur allt undir.
(Ljósmynd Pjetur)
að, en ég hef mjög gaman af því að fara
í bíó og það finnst ntér góð afslöppun.
Mér finnst líka mjög gaman að vinna í
garðinunt mínum, rækta rósir og runna.
Ég hef gaman af fallegri náttúru og í
Alabama nýt ég þess að drekka
morgunkaffið úti í garði og fylgjast
með hröðum vexti nýrra blóma hvern
Sagan um íþróttamanninn og
stærðfræðinginn
Herbergisfélagarnir Gunni og Siggi
gengu á leið upp á vist eftir að hafa
fengið niðurstöður úr stærðfræðiprófi.
Gunni hafði staðið sig betur en Siggi.
Eftir nokkra þögn segir Siggi; „Það er
ákveðið samband á milli þess að vera
góður í íþróttum og góður í stærð-
fræði." Hann bætti svo við; „Ég á
örugglega alltaf eftir að verða góður í
íþróttum, en þú verður örugglega alltaf
góður í stærðfræði." (Með öðrum orð-
um: „Þú verður aldrei góður í íþrótt-
um“.) Þetta þótti Gunna slæm ummæli
því hann rembdist eins og rjúpan við
staurinn við það að verða góður í
íþróttum og átti samkvæmt þessu
greinilega enga von til þess.
En Siggi hélt áfram að verða betri.
dag. Ég hef mjög gaman af börnum og
dóttir mín er eitt af mínum aðal-
áhugamálum.
Stefnir á
Reykja víkurmaraþon
Hvert stefnir svo Sigurður Einarsson?
„Ég stefni að því að ná enn lengra,
en auðvitað veltur það ntikið á þeirri
hjálp, fjárhagslegu aðstoð sem ég er að
bera mig eftir. Og með því að ná lengra
þá verð ég að leggja jafnmikið á mig og
meira en ég hef gert hingað til. Ég stefni
á Heimsmeistaramótið á næsta ári og
næstu 01 eru jafnvel líka inni í mynd-
inni. En það veltur á því hvort hlutirnir
ganga upp og ég geng heill til skógar. Ef
ég held áfram að bæta mig þá sé ég
ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram
að keppa.“
Skinfaxi
23