Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 25
Hrafnhildur með flest verðlaun sig ekki eins vel og hinir því lungun þurfa að vera sterk.“ Af hverju hætta krakkar á þínum aldri í íþróttum? „Ég held að það sé vegna þess að þau fá önnur ný og spennandi áhugamál og sund- ið er líka mikil vinna. Maður Ungt sundliö á Skagaströnd Hrafnhildur Hákonardóttir sundkona úr Umf. Aftureldingu í Mosfellsbæ er 16 ára gömul, fædd 1976. Hún vann til flestra verðlauna á unglingalands- mótinu á Dalvík þegar hún sigraði í fjórum greinum. Hvenær fórstu að æfa sund? „Það var 10. nóvember 1986, eða fyrir sex áium“ segir Hrafnhildur og brosir. (Ætli hún sé með alla mánað- ardaga á hreinu?) Sundkennarinn í skól- anum hvatti mig til þess að byrja og vinkonur mínar fóru lfka að æfa, þannig að þetta kom af sjálfu sér. Uppáhaldsgreinin mín er eiginlega baksund, 100 og 200 m, en mér finnst líka mjög gaman að synda 100 m skrið- sund.“ Hrafnhildur eru búin að vera í ung- lingalandsliðinu síðastliðin tvö ár. A síðasta ári hafnaði hún í 2. sæti í 100 m baksundi á Islandsmeistaramótinu, á aldursflokkameistaramótinu sigraði hún bæði í 100 m baksundi og 100 m skrið- sundi og lenti í 2. sæti í 200 m fjórsundi. A unglingalandsmóti UMFI sigraði hún í fjórum greinum, 50 m flugsundi, 100 m baksundi, 100 m fjórsundi og 100 m skriðsundi. I vetur sest hún á skólabekk við Menntaskólann við Sund. Verður ekki eriltt að stunda námið þegar sund- æfingarnar taka svona mikinn tíma? „Ég ætla að halda áfram að synda, maður þarf hvort eð er alltaf að fórna einhverju. í vetur verða sundæfingar í tvo tíma á dag og engir morguntímar, en þess í stað verða æfingabúðir aðra hverja helgi, þannig að ég hef líka tíma til þess að lesa. “ Hvernig verður maður góður sund- maður? „Maður æfir vel, reynir að vera jákvæður og hugsar um allt sem sundið getur gefið manni. Ég vil reyna að bæta mig og það væri gaman ef maður yrði valinn í sérstakan hóp eða b-hóp landsliðsins sem fer út að keppa. Það var mér líka mikil hvatning þegar Ragnheiður Runólfsdóttir var valin íþróttamaður ársins. Það er líka staðreynd að krakkar sem reykja standa Kristín Einarsdóttir er 22 ára íþróttakennari sem útskrifaðist frá ÍKÍsíðastliðið vor. Síðastliðið sumar lagði hún land undir fót og hélt út á Skagaströnd og þjálfaði hjá Ungmennafélaginu Fram. Þar var hún með leikja- námskeið og sundkennslu fyrir litla krakka, ásamt sundæfingum og frjálsum fyrir eldri. „Aðstaðan á Skagaströnd er ágæt og mér fannst alveg frábært að vera þarna. Það var sama hvað maður gerði, öllu var vel tekið. Ef mig vantaði t.d. einhver áhöld eða tæki þá gat ég keypt þau. Krakkarnir sem ég þjálfaði í sundi og frjálsum voru flestir yngri en 13 ára, en mér finnst það synd að þau eldri fást ekki til þess að vera með. Ég held að íþróttir séu ekki í tísku hjá eldri aldurshópnum. Það þarf að breyta því og fá þau til þess að koma á æfingar í stað þess að hittast í sjoppunni," sagði Kristín þegar Skinfaxi hitti hana að máli. Sundliðið hjá hjá Umf. Fram, sem jafnframt er sund- lið USAH, fór í fyrsta skipti á stórmót í sumar þegar ung- lingalandsmót UMFI var hald- ið á Dalvík. Svona stórmót gefur þeim sem ekki eru í fremstu röð líka tækifæri til þess að njóta sín. Hvernig fannst krökkunum að taka þátt í mótinu? „Þeim fannst það alveg ofsalega gaman og spennandi og svona mót geta orðið til þess að við missum ekki þennan eldri hóp út úr íþróttunum.“ Hvað þarf að gera til þess að auka íþróttaáhugann á Skagaströnd? „Það er í bígerð að byggja íþróttahús og það mun örugglega gera sitt, en mér finnst að foreldrarnir ættu að starfa meira hjá félaginu. Það var t.d. búið að auglýsa unglingalandsmótið þessa helgi og krakkarnir búnir að skrá sig, en allt í einu sögðu nokkrir: “Nei við getum ekki kemur heim dauðþreyttur eftir æfingar og fer stundum að sofa hálfníu. En mér finnst það þess virði. Ég fæ samt oft nóg af sundinu, en ég hef ekki tímt að hætta. Félagsskap- urinn er skemmtilegur og mikil hvatning að fá að fara til útlanda með unglingalandsliðinu. Svo íþróttin verði meira spennandi þarf að skapa Hrafnliildur Hákonardóttir. fleiri tækifæri legum mótum.“ til keppni á skemmti- Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.