Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 35
VI Ð T A L Lítið ungmennafélag byggir íþróttavöll Þegar lítið ungmermafélag í sveit tekur sig saman og byggir íþróttavöll má segja að sannkallað þrekvirki hafi verið unnið. Ungmennafélag Staðar- sveitar á Snæfellsnesi var stofnað 12. janúar 1912 og hélt upp á 80 ára afmæli sitt í sumar. Á sama tíma var nýr og glæsilegur íþróttavöllur vígður. Völlurinn er sá fyrsti sem félagið eignast því hingað til hafa Staðarsveitarmenn stundað íþróttir á túnunum í sveitinni. íþróttavöllurinn er mjög vandaður, 400 metra hringur og sex brautir og talinn einn sá besti á Snæfellsnesi. Tími sjálfboðavinnunnar er sem betur fer ekki liðinn, því margar hendur hafa gefið vinnu sína við vallargerðina, sem hófst veturinn 1979-1980 og beindist aðallega að uppgræðslu áhorfendastæða, girðingarvinu, grjóttínslu og jöfnun. „Vallargerðin hefur virkað eins og vítamínsprauta á alla í sveitinni og allir sem vettlingi gátu valdið hjálpuðu til við framkvæmdir," sagði Margrét Björk Bjömsdóttir, formaður Umf. Staðar- sveitar í samtali við Skinfaxa. Hverju kemur þessi nýi völlur til með að breyta jyrir starfsemi félagsins ? „Völlurinn á eftir að bæta íþrótta- lífið mikið, en nú er fjöldinn allur af ungu fólki og börnum í sveitinni, þannig að það var tími til kominn að við eignuðumst völl. Félagið hefur ekki haft neitt keppn- islið síðustu ár, en í sumar fórurn við með 11 manna lið á barnamót HSH og vorum einungis fjórum stigum á eftir Umf. Snæfelli í Stykkishólmi. Við höfum verið með farandþjálfara í samstarfi við ungmennafélögin í ná- grenninu og eftir að völlurinn okkar var vígður var árlegt hreppamót haldið á honum og tókst mjög vel. Þar komu saman félagar úr Umf. Staðarsveitar, íþf. Miklaholtshrepps, Umf. Árroð- anum, Umf. Eldborg og Umf. Trausta. Það er ekkert aldurstakmark á þessum mótum og keppendur á aldrinum tveggja ára og upp úr skemmta sér konunglega við keppni og leik. Öll aðstaða hér, völlurinn, félags- heimilið okkar, Lýsuhóll, og sund- laugin, gerir það að verkum að við getum boðið öðrum félögum að koma hingað í æfingabúðir. Við látum okkur líka dreyma um að koma á fót allsherjar heilsurækt því fjölmargt annað býður upp á það,“ sagði Margrét Björk að lokum. Vísnavinir! Verða aðstandendur Skinfaxa að kyngja þeirri staðreynd að áhugi fyrir ljóðagerð fer dvínandi meðal ung- mennafélaga? Er pennaletin orðin svo ríkjandi að fólk gefur sér ekki tíma til að senda botna í Vísnaþátt Skinfaxa? Eða er þessi þáttur tímaskekkja og á hann ekki rétt á sér í ritinu okkar? Þessar spurningar vakna þegar sú staðreynd liggur fyrir að Ólína Gísladóttir í Borgamesi var ein um að senda botna við fyrripörtum sem birtust í síðasta blaði. Henni þökkum við botnana og hvetjum aðra til dáða. Botnar Ólínu Gísladóttur: Ennþá hrellir erfið tíð illt er því að kyngja. Aftur kemur birtan blíð best er því að syngja Ágústnóttin undur blíð ýmsar vonir glæðir. Laufblöð fríð og lyng í hlíð landið okkar klæðir. Sú staðreynd blasir við, að ef þátttakan eykst ekki í næsta blaði fellur þátturinn niður. Hér kemur fyrripartur til að botna: Vetur nálgast nöpur tíð nú mun taka völdin. Með von um góð viðbrögð, Ingimundur L Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.