Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 22
kúlu, kringlu og spjót. Þetta eru þær greinar sem við höfum náð lengst í og hægt er að notfæra sér þá þekkingu og reynslu sem til er. Því miður sé ég ekki að eitthvað sé að gerast í þeim efnum. Það sem þyrfti nauðsynlega að gera hér á landi er að byggja fjölnota íþrótta- höll og það er líka brýnt að bæta aðstöðuna úti á landi og kaupa tæki. Ég tel íslenska þjálfara ekkert lakari en erlenda og er sjálfur svo heppinn að ég tel mig hafa besta tækniþjálfarann á landinu. Samkeppni um fólkið er vissulega mikil og boltaíþróttirnar eru sterkar. E.t.v. fara margir í þær sem hefðu getað staðið sig betur í frjálsum, því það er ekkert sérstaklega glæsilegt að leggja stund á frjálsar íþróttir eins og uppbyggingin hefur verið. Á nýja Laugardalsvellinum er að mínu mati besta spjótkastsaðstaða í heimi ef vindur stendur rétt á völlinn, og mér hentar best að hafa hlið- arvind á hægri hönd. Ef rétt er að hlutunum staðið hér á landi væri hægt að auka áhugann þannig að fólk sæi framtíð í því að stunda frjálsar íþróttir. FRÍ á að fá að starfa og hugsa um velferð íþróttarinnar og íþróttamannsins." Verður þú var við lyjjanotkun í íþrótt- um? „Ég hef ekki orðið var við lyfja- neyslu, en það er staðreynd að hún er til staðar. Maður þykist sjá fólk sem breyt- ist frá einum tíma til annars, en það talar enginn um það. Ég man eftir því að á 01 1984 þá var boðið upp á heilsute í mötuneytinu og efni í því voru á bann- lista og það var tekið af matseðlinum. Svona getur þetta verið og allur er varinn góður, í flestum kvefmeðulum eru t.d. efni sem eru á bannlista og þar á meðal er kaffi og kódimagnýl. Við erum með lyfjalista en heitin á lyfjunum eru ekki alltaf þau sömu. Asmalyfið sem Krabbe tók er t.d. ekki á banniista sem ÍSÍ gaf út 1992. Það er ekki staðið nógu vel að þessum málum því lyfin eru sett fyrirvaralaust á bannlista án þess að íþróttamönnunum eða almenningi sé tilkynnt um það, og það getur tekið einn til tvo mánuði frá því að lyfið kemst inn á bannlista og þar til íþróttamaðurinn fær vitneskju um það.“ Herbergið fylltist af hvítum duftmekki Kanntu að segja frá einhverjum skemmtilegum atvikum ? „Ég er jafn góður að segja sögur og brandara, ég kann hvorugt,“ segir Siggi og hlær sínum smitandi hlátri. „Inni á vellinum er maður að keppa og það er yfirleitt eftir keppnimar sem atvikin eiga sér stað. Ég man t.d. eftir mjög skemmtilegu atviki í Monte Carlo 1989 þegar við kastararnir vorum að keppa í Grand Prix-úrslitum. Þá buðu Japanirnir okkur á japanskan matsölu- stað og þeir héldu stöðugt ræður yfir borðum, sem voru nær allar á japönsku, en þó ein og ein á ensku. Loksins kom smáhlé og þá stóð Einar upp og hélt ræðu á ,japönsku“. Það litu allir upp og voru alveg undrandi yfir þessu, en Einar talaði á ensku með japönskum hreim og gerði mikið grín að þeim. Það gerðist líka einu sinni í Köln að Svíarnir buðu mér upp á herbergi til sín til þess að spjalla. Þar var líka sænskur karl sem hefur hjálpað mér mikið í gegnum tíðina og hann fékk svona heift- arlegt tak í bakið. Við spjótkastararnir erum vanir því að vera með tak í bakinu og nuddum þá hvor annan. Ég segi því við hann að ég skuli nudda þetta úr honum og spyr hvort hann eigi ekki einhverja olíu. Nei, hann var ekki með neina olíu og þá segi ég honum að bíða aðeins á meðan ég hleyp til þess að ná í hana. Ég fer fram á gang og sé slökkvi- tæki hangandi á veggnum og hugsa með mér, nú stríði ég þeim aðeins, hann liggur þarna á maganum og býður eftir því að ég komi með olíuna. Ég hélt að þetta væri vatnstæki og fer með það inn í herbergið og ætla að sprauta vatni á bakið á honum, en þá var þetta dufttæki og allt herbergið fylltist á augabragði af hvítum duftmekki. Ég sá það ráð væn- legast að hlaupa eins og fætur toguðu út á gang- inn, setti tækið upp á vegg og flýtti mér inn í herbergið mitt, lokaði því og læsti.“ Biaðamenn hafa mikil áhrif Hvernig finnst þér um- jjöllun jjölmiðla um íþróttir vera ? „Oft á tíðum finnst mér umfjöllunin neikvæð þó svo að árangurinn sé vel viðunandi og góður. Það er bara búið að mata fólkið á of góðu. Við er- um engin milljónaþjóð, en höfum náð frábærum árangri vegna þess að við erum kröfuhörð í ýmsum greinum. En menn eru ekki alltaf á toppnum og við getum ekki farið á hvert einasta mót og sett met. Ég læt blaðaskrif ekki hafa áhrif á mig og ef ég færi að setja mig í einhverjar stellingar út af umfjöllun þá væri ég ekki ég sjálfur og væri farinn að laga mig að þeim sem skrifar. Mér finnst margir blaðamenn mega vera bet- ur upplýstir og betur inni í málum áður en þeir taka upp pennann, samanber ótrúleg skrif um mig og Nemeth-spjótin þegar því var haldið fram að ég kastaði ólöglegum spjótum, sem ekki var rétt. FRÍ ætti að hafa sérstakan blaðafullrúa til þess að upplýsa blaðamenn um svona mál og önnur og fræðsla um margt sem viðkemur íþróttum í blöðunum þarf að vera ítarlegri, t.d. eins og varðandi vindáttir í spjótinu, eða hvernig utanað- komandi áhrif geta haft áhrif á spjótkast. Það vantar líka jákvæða umfjöllun í Sigurður ásamt konu sinni Deboru Anne og dótturinni Önnu Victoriu. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.