Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 28
G R E I N Halldóra Jónasdóttir UMSB hóf Islandsmetaregnið á ULM í sumar. ætti því að leggja áherslu á að auka fjölda æfinga jafnt og þétt og að fjöldi þeirra nái hámarki um tvítugt og hann haldist stöðugur næstu árin þar á eftir. Það fer ekki hjá því að æfingar á hverj- um degi og kannski fleiri en ein á dag svo mánuðum og árum skiptir krefjast þolinmæði og sterks persónuleika. Ungi afreksmaðurinn verður að læra að sætta sig við að einhver hluti æfinganna sé ekki skemmtilegur, en nauðsynlegt er að leggja sig fram við þær vegna þess hve mikilvægar þær eru til að ná árangri í keppni. Meirihluti æfinganna verður nú eins og hvert annað starf sem nauðsyn- legt er að vinna, ólíkt því sem var á barnsaldrinum þegar æfingamar áttu í flestum tilfellum að vera skemmtilegar. Þó er mikilvægi skemmtilegra æfinga ekki síðra þegar æfingaálagið er mikið og hlutverk þjálfarans við að gera erfiðar æfingar skemmtilegar er ómetanlegt. Sérhæfðar æfingar aukast Aukinn fjöldi æfinga er fyrst og fremst fólginn í fleiri séræfingum sem tengjast sérgrein íþróttamannsins. Al- hliða þjálfun ætti að halda áfram en áhersla á hana ætti að vera mismikil með tilliti til árstíma og keppnistíma- bils. Kraft-, þol- og hraðaæfingar verða áfram hluti alhliða uppbyggingar, en frekari áhersla á þessa þætti ræðst af kröfum greinarinnar til fþróttamannsins. Þolæfingar fyrir lyftingamenn eða kúlu- varpara hljóta að verða í lágmarki því slrkar æfingar nýtast þessum íþrótta- mönnum mjög takmarkað. Þolæfingar verða hins vegar aðaluppistaða æfinga hjá sundmönnum og langhlaupurum svo tvö ólík dæmi séu tekin. Alhliða þjálfun — lært á líkamann Allir íþróttamenn þurfa að vera vel þjálfaðir, liðugir og með góða sam- hæfingu hreyfinga. Það má því ekki gleyma að viðhalda þessum hæfileikum, ekki síst til þess að minnka líkur á meiðslum. Það æfir enginn mikið ef hann er meiddur. Líkamlegu eiginleik- Sveinn Margeirsson UMSS kemur fyrst- ur í mark í 800 m hlaupi d ULM í swn- ar. arnir verða ekki óþekkt stærð lengur, heldur lærir einstaklingurinn smátt og smátt á það hvernig líkaminn bregst við hinum ýmsu áreitum sem felast í æfingum og keppni. Einstaklingurinn lærir að byggja líkamann upp og komast í sem best form og að beita honum til þess að ná hámarksárangri. A frekshugsunar- háttur Hugarfarslega er þetta aldursskeið mjög mikilvægt fyrir íþróttamanninn. Hér leggur hann grunninn að því hvern- ig hann mun æfa fyrir komandi afreks- skeið milli tvítugs og fertugs. Ef íþrótta- manninum tekst að komast upp á lagið með að æfa af mikilli elju og sam- viskusemi og láta íþróttaæfingarnar ganga fyrir öðrum áhugamálum, er nokkuð víst að eftirleikurinn verður auðveldari en ef önnur áhugamál hefðu ráðið ferðinni. Þetta er oft erfiðara en sýnist í fyrstu því að bættur árangur er nú mun háðari æfingum en var á æsku- og unglingsárunum. Menn bæta árangur sinn í minni stökkum og það þarf að vinna meira fyrir hverju skrefi fram á við en var á æsku- og unglingsárunum. Þess vegna er oft erfitt að sannfæra efnilega íþróttamenn um gildi mikilla æfinga. Þeirra fyrsta persónulega reynsla af miklum æfingum hefur kannski verið á þá leið að árangurinn hefur látið á sér standa. Hlutverk þjálf- arans er að útskýra mikilvægi stöðugrar þjálfunar og að árangurinn komi ekki á silfurfati þó svo æft hafi verið í ein- hverja mánuði af mikilli elju, og þó svo að ein aðferð henti einum íþróttamanni er ekkert víst að hún henti þeim næsta. Margir þættir mikilvægir í þróun afreksmannsins Þeir þættir sem segja má að séu allir mikilvægir til að íþróttamaðurinn nái að þróa hæfileika sína til hins ítrasta eru þessir: Hreyfteiginleikar (þol, kraftur, hraði, liðleiki og samhœfmg) Persónueiginleikar (sálrænir þœttir, hugarfar, gildismat og þekking) Líkamleg bygging (beinastœrð o.fl. etfðafrœðilegir þættir) 28 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.