Skinfaxi - 01.08.1992, Side 30
G R E I N
Laufey Stefánsdóttir, Umf Fjölni, sigurvegarí í 800 m hlaupi á ULM, á hœla henni
kemur Hólmfrtður Asa Guðmundsdóttir UMSB.
Heilsufar
Tœkni
Taktík - högun eða leikaðferðir -
keppnistaktík
Keppnisaðstœður og utanaðkomandi
aðstœður
Hlutverk þjálfarans er að sjá til þess
að öllum þáttunum sé sinnt í þjálfuninni
og að íþróttamaðurinn skilji mikilvægi
hvers þáttar um sig svo hann geti ætíð
verið á verði og nýtt tíma sinn vel í þágu
íþróttanna. Afreksmenn eru ekki bara
afreksmenn þegar þeir mæta til æfinga
og keppni; þeir verða að lifa sem af-
reksmenn allan sólarhringinn, viku eftir
viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár.
Meiri þörf fyrir góða
aðstöðu
Aðstaða til æfinga og keppni verður
mun mikilvægari en áður var, því nú
harðnar keppnin til muna. Allt stórt og
smátt er tínt til, til þess að auka líkurnar
á að ná langt. Þjálfarinn, aðstandendur,
stjórnarmenn íþróttafélags og áhuga-
menn verða að vera vel með á nótunum
um hvert stefnir og hvað þurfi til í
ástundun, lifnaðarháttum, aðstöðu og
félagslegu umhverfi til að ná settu
marki.
Taktík og leikaðferðir
lærðar
Hvernig haga skal keppni eða taktík
verður nú miklu stærri hluti þess sem
snýr að einbeitingu og þekkingu á
íþróttinni og andstæðingunum. Viðtæk
þekking og víðsýni varðandi leikinn eða
keppnina á afreksskeiðinu byggist á því
uppeldi sem ungt afreksfólk fær á um-
ræddu skeiði.
Tæknileg færni
staðfest
Séræfingar varðandi smærri þætti
tækninnar og fínhreyfingar verða alls-
ráðandi í tækniæfingum. Tækninni þarf
alltaf að viðhalda og í sumum greinum
er sífellt verið að þróa tækni.
Heilsufar og líferni
Grunnurinn að góðu heilsufari og
hraustum líkama er heilsusamlegt líf-
erni. Fjölbreytt og hollt fæði og reglu-
legur og nægur svefn er undirstaða þess
að líkaminn geti nýtt þær æfingar sem á
hann eru lagðar til að auka afreksgetu
hans. Þessi þátlur í uppbyggingu ungs
afreksfólks hefur verið vanræktur
hrapallega hér á landi um margra ára
skeið. Því miður þykir flestum sjálfsagt
að nota árin fyrir tvítugt til þess að taka
upp á allskonar vitleysisgangi í sam-
bandi við neyslu vímuefna. I engum
tilfellum hefur slíkt góð áhrif á
líkamann eða sálina, hvað þá að það
auki líkur á bættum árangri í íþróttum.
Því miður eru þjálfarar og eldri íþrótta-
menn allt of oft þær slæmu fyrirmyndir
sem ráða því að ungt afreksfólk byrjar
að nota vímuefni.
Lokaorð
Hér hef ég fyrst og fremst fjallað um
þjálfun ungs afreksfólks og þau mark-
mið sem nauðsynlegt er að setja til að
ná árangri í afreksíþróttum. Um þá sem
ekki hafa hæfileika eða hug á að hella
sér út í harðan heim afreksmennsk-
unnar, en langar samt til að stunda íþrótt
sína á hóflegan hátt, yrði að fjalla í
annarri grein og ljóst er að markmið
þess fjölmenna hóps yrðu allt önnur en
hér hefur verið lýst. I okkar starfi
gleymist alltof oft að greina á milli af-
reksmennsku og almennrar íþróttaiðk-
unar og veldur það misskilningi meðal
allra sem að íþróttastarfinu standa. Þessi
grein er viðleitni í þá átt að að skýra
markmið og leiðir í þjálfun ungs af-
reksfólks.
Pennavinur
frá Finnlandi
Halló, ég heiti Elisabeth V'uorinen. á
heima í Finnlandi og er 15 ára gömul.
Eg vil skrifast á við stelpur og stráka
á hvaða aldri sem er og ég skrifa á
ensku. Aðaláhugamál mín eru tónlist
(Queen, Metallica, Mötley Crue),
eldamennska, pennavinir og 4H.
Elisabeth Vuorinen
Talonpojantie 10
5F-2Ö610 Pori 61
FINLANP
LJÓÐ Ég horfi á heiminn Eg horfi á heiminn á blaði.
Stefán Bogi Sveinsson; sem vann
smásagnasamkeppni Skinfaxa og rætt Öll þessi stóru lönd
var við í síðasta tölublaði er líka rnikill svo smá,
ljóðasmiður. Ljóðið sem hann sendi að ég gæti eytt þeim
Skinfaxa heitir; “Ég horfi á heini- í hendi mér.
inn,“ en ekki "Ég horfi á himininn” og Eins og þau gætu eytt mér,
er það því birt aftur. í raunveruleikanum.
30
Skinfaxi