Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 31
V IÐT A L Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur ákveðnar skoðanir á undirbúningi íslenskra íþróttamanna fyrir keppni. Landslið íslands í handknattleik hafnaði í fjórða sæti á ÓL og Sigurður Einarsson spjótkastari í fimmta sæti, en aðrir íslenskir íþróttamenn stóðu sig ekki sem skyldi. ■ sájlJ 1- 'M Í V 't ÍS^L&Æ. '/IÍí ( tBP SÞK-WilM&f 1 W* Æj . Ólympíulið lslcmds í handknattleik 1992. (Ljósmynd RAX) Hvers vegna gengur sumum vel í keppni en öðrum ekki? Hvers vegna ná menn ekki sínu besta þegar þeir eiga að vera í topp- formi? Var handknattleikslandsliðið ekki svo illa undirbúið, þrátt fyrir að komast bakdyramegin inn á ÓL? Er sálfræðilegur undirbúningur íþróttafólks lítill sem enginn hér á landi, sé miðað við önnur lönd? Gerum við sömu kröfur til einstaklingsíþróttamanna og hóp- íþróttamanna? Undirbuningur handknattleiks- landsliðsins var góður „Menn voru snemma farnir að gæla við þann möguleika að taka þátt í ÓL. Það er vitað að liðið er inni '93 og líka í heimsmeistarakeppninni '95. Liðið gat alltaf sagst vera að undirbúa sig fyrir '93 og var þessvegna alltaf klárt í slag- inn. Landsliðið fór í töluvert margar æfingaferðir og lék m.a. tvisvar á Spáni og kynntist þar þeim aðstæðum sem ÓL fóru fram við. Það er afskaplega mikil- vægt við allan undirbúning að þekkja aðstæður, í þessu tilviki að leika í hit- Jóhann Ingi Gunnarsson. anum á Spáni, því það skapar mikið öryggi. Liðið var því alveg eins vel undirbúið og öll önnur lið sem tóku þátt í keppninni. Ég veit það t.d. að þýska liðið og austantjaldsliðin höfðu ekki undirbúið sig meira en íslendingar." A tvinnumennskan hentar okkur ekki „Við þurfum lfka að skoða árangur liðsins með tilliti til fyrri reynslu. Árið 1978 gengu hlutirnir ekki eftir eins og við vonuðum þó svo að leikmenn léku þá í fyrsta skipti eins og þeir væru í atvinnumannaliði. Þeir voru á launum og í fríi frá vinnu og æfðu tvisvar á dag. Þá héldu ntenn að hægt væri að setja jafnaðarmerki á milli þess að æfa mikið og þess að ná árangri og vissulega eru þá líkur á góðum árangri. En síðan '78 hafa menn lært að það þarf nieira til. Menn þurfa að vera í góðu, andlegu jafnvægi og hungraðir til þess að ná árangri. Leikmenn mega ekki fara þreyttir og ofþjálfaðir í stórmót. Und- irbúningi fyrir Seoul 1988 var hagað rneð sama hætti og 1978. Mönnum var kippt út úr sínu venjulega umhverfi og þeir fóru að vinna eins og atvinnumenn sem ég held að henti okkur ekki.“ Orðnir andlega þreyttir áður en þeir lögðuafstað Afhverju ekki? „Sumir voru jafnframt í annarri vinnu til þess að ná sér í tvöföld laun. Menn voru ekki nægilega einbeittir, L. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.