Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 21
V IÐT A L En það kom mér á óvart að ég skyldi ekki geta kastað lengra. Þegar ég stend úti á spjótkastsbrautinni og horft út á grasið finnst mér ég skynja að ég geti kastað lengra og það er það sem gefur mér sjálfstraust og skap. Ég hef lengst kastað 83,36 m og þetta er bara spurning um að ná betra kasti við réttar aðstæður. Ég er mjög skapstyggur að eðlisfari og reyni að nýta skapið og agann til þess að virkja mig við réttar aðstæður. Það sem mér finnst erfiðast þegar ég er að keppa og er andlega þreyttur, er að framkalla einbeitingu og þessa aukaorku sem þarf til þess að ná árangri og það get ég ekki gert mjög oft. Krafturinn, spennan og reiðin verða að koma innanfrá til þess að ég geti kastað langt. Og ég þarf alltaf að hafa stöðuga áskorun til þess að ná árangri." Hefði einhver önnur grein en spjótkastið komið til greina? „Ég fór aðallega í spjótkastið vegna þess að það er einstaklingsíþrótt. Til þess að ná langt í hópíþrótt eins og handbolta þá þurfa menn að lenda í góðri liðsheild sem er tilbúin að leggja það sama á sig og þú sjálfur. Ég spurði sjálfan mig: Hvað kemst ég langt sem körfubolta- eða handboltamaður á fs- landi? Spjótið freistaði mín meira, þar gat ég treyst á sjálfan mig og ráðið æfingatímum.“ Ertu metnaðargjarn egóisti? „Ég viðurkenni að ég er það, en ég vil líka vera sanngjarn og vil ekki láta eitthvað sem ég geri bitna á öðrum. En ég geri hlutina með það að markmiði að það komi mér sem best. Ég vil fara mínar eigin leiðir og stundum er ég þannig að ef einhver seg- ir að þetta sé rétt og þetta sé það sem eigi að gera, þá vel ég oft allt aðra leið. Ég spyr mikið og hlusta á allt, en síðan vil ég sjálfur taka ákvörðun.“ Hvernig er hugsað um afreksíþrótta- menn á Islandi? „Því miður er lítið sem ekkert hugað um þá nenta þeir hugsi um sig sjálfir. Fyrir Ólympíuleikana var góður stuðn- ingur við mig, bæði frá Afreksmanna- sjóði, Visa Island, Landsbankanum og fleiri fyrirtækjum. Núna er hins vegar tími samninganna liðinn og Afreks- mannasjóður hættur að úthluta styrkjum í óákveðinn tíma. Ég er auðvitað hálf svekktur að vissu leyti, að vera afreks- maður án þess að vera atvinnumaður og Siggi tekur íþróttatöskuna með sér hvert sem hann fer. (Ljósnrynd Pjetur) að standa frammi fyrir því, loksins þegar hlutimir eru famir að ganga vel, að skrúfað sé fyrir alla styrki. Það er dýrt að vera afreksmaður og þó að styrkirnir séu góðir þá duga þeir engan veginn fyrir þeim kostnaði sem undir- búningur fyrir Ó1 kostar." „Mér fannst Ól-nefndin vinna sín verk ágætlega á flestum sviðum, en auðvitað þekki ég ekki mikið til starfa hennar. Gagnvart íþróttamanninum fannst mér hins vegar að margt mætti betur fara, t.d í sambandi við búninga- mál og í samskiptum íþróttamanna við aðra íþróttamenn. Við fengum einn utanyfirgalla og jakkafötin sem ég fór einu sinni í. Það mætti gera meira af því að kynna íþróttamenn og ísland í fram- haldi af því. Kollegar okkar gáfu okkur minjagripi, en við höfðum ekkert að gefa í staðinn. Það má auðvitað alltaf setja út á allt og það þarf ansi mikið til þess að gera egóista eins og mig ánægðan. Mér fannst FRÍ ekki standa sig nógu vel, en vil taka það fram að ég geri miklar kröfur. Ég er að hugsa um hvað ég kemst langt, en þeir þurfa að hugsa um margt annað en afreksíþróttafólkið. Mín skoðun er sú að til þess að betur verði búið að afreksmönnum þurfi að setja á fót sérstaka afreksmannanefnd sem starfi sjálfstætt innan FRI og sé valin af afreksmönnunum sjálfum. Þetta þurfa að vera menn sem bjóða sig fram sjálfviljugir, vilja starfa og hafa þekk- ingu til þess. Slfk nefnd myndi ekki einungis vinna að hagsmunamálum afreksmanna, hún myndi einnig vinna að hagsmunum íþróttanna í landinu. Mér finnst eins og stjórnendur FRI hugsi ekki á þessum nótum. Þeir þurfa að borga reikninga, en hvað gera þeir til þess að útvega peninga? Af hverju vann FRI ekki að því að safna áheitum? Það er ekki sami krafturinn á bak við forystumennina og afreksmenn okkar, það vantar eitthvað til þess að ýta á þá.“ Hvemig er hœgt að standa betur að uppbyggingu íþrótta hér á landi? „Mér finnst að núna eigi að leggja sérstaka rækt við kastgreinar eins og &SKART Bankastræti 6. Simi 18600 Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.