Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1992, Blaðsíða 37
65 lið í UMSK- mótinu í knattspyrnu Lið Umf. Aftureldingar. Efri röð f. v.: Hansína Þorkelsdóttir, Silja Rán Ágústsdóttir, Hildur Ævarsdóttir, Gunnhildur Þráinsdóttir, Erla Edvaldsdóttir og Bóel Krist- jánsdóttir þjálfari. Neðri röð f.v.: Eygerður Helgadóttir, Harpa Sigurbjörnsdóttir, Hug- rún Hjaltadóttir, Sædís Jónasdóttir, Silja Edvaldsdóttir og Brynja Kristjánsdóttir. Hvernig finnst þér kvennaknattspyrnan vera ? „Mér finnst of margir þjálfarar kenna of grófa knattspyrnu og það er sama hvort um er að ræða kvenkyns eða karlkyns þjálfara. Mörg lið spila of grófan bolta. Eg hef mikinn áhuga á að innræta góða og skemmtilega knatt- spyrnu og ég reyni að gera það. Það þarf líka að bæta skipulagið, bæði innan KSÍ og félaganna. Við höfum sem betur fer ekki lent í því nema einu sinni í sumar að það hefur gleymst að boða dómara á leik. En merkingu valla og öðru skipu- lagi leikja er of oft ábótavant. Þetta hefur þó batnað mikið en á samt alls ekki að koma fyrir. Stelpurnar eru líka ósáttar við það að þeim finnst stundum meira gert fyrir strákana," sagði Bóel, þjálfari Umf. Aftureldingar. UMSK-mótið í knattspyrnu var haldið í septembermánuði. Alls tóku 65 lið þátt í mótinu og voru þátttakendur 774, þar af 343 stúlkur og 432 drengir. Skinfaxi fylgdist með úrslitaleik í 3. fl. stúlkna milli Umf. Breiðabliks og Umf. Aftureldingar. Leikarfóru 3-1 fyr- ir Breiðabliki. Helga Gunnlaugsdóttir skoraði fyrsta mark Breiðabliks, stöngin inn, Sigurbjörg Júlíusdóttir eitt og Hild- ur Olafsdóttir eitt. Mark Aftureldingar skoraði Harpa Sigurbjörnsdóttir eftir fyrirgjöf frá Erlu Edvaldsdóttur. Kristrún Daðadóttir þjálfari sagði eftir leikinn að þetta hefðu verið óvænt úrslit og að UMSK-mótið væri fyrsta mótið sem þær hefðu sigrað í sumar. „Við vissum að við áttum möguleika en Afturelding hefur unnið okkur naum- lega í sumar og nú ætluðum við okkur að sigra og það tókst. Stelpurnar höfðu trú á að þær gætu unnið. Þær komust yfir og efldust við það, spiluðu skemmtilega og börðust vel.“ Er óhugi d kvennaknattspyrnu að auk- ast? Já, ég held að það hljóti að vera, við höfum fengið meiri athygli og um- fjöllun og það hefur Ieitt til þess að fleiri hafa farið að æfa. Það eru komnir lærðir þjálfarar og það er lagður meiri metn- aður í þjálfun kvenna. Tilkoma landsliðs Lið Umf Breiðabliks. Efri röð f.v.: Hildur Ólafsdóttir, Ingunn Smdradóttir, Linda Andrésdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir og Kristrún Daðadóttir þjólfari. Neðri röð f.v.: Helga Gunnlaugsdóttir, Sigurbjörg Júlíusdóttir, Líney Jóhannesdóttir, Gréta Rún Snorradóttir og Sandra Karlsdóttir. A myndina vantar Margréti Sigurðardóttur sem einnig varþjúdfari liðsins í sumar. gerir það líka að verkum að stelpurnar eflast og verða metnaðarfyllri að standa sig. Okkur hefur gengið vel og stjórnin hefur því staðið sig vel gagnvart okkur,“ sagði Kristrún, þjálfari hjá Breiðabliki. Mörg lið spila of grófan bolta Aftureldingarstúlkur urðu í vetur Is- landsmeistarar í innanhússknattspyrnu og var það fyrsti Islandsmeistaratitill félagsins í kvennaknattspyrnunni. Marg- ir spáðu því Aftureldingu sigri en hvað telur þjálfarinn, Bóel Kristjánsdóttir, að hafi valdið ósigrinum ? „Stelpumar hafa aldrei stigið fæti á gervigras áður og við emm eina liðið sem æfir ekki á gervigrasi. Þar að auki voru æfingar eiginlega hættar þegar okkur bauðst að skrá okkur í mótið.“ Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.